Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 24
SJÓNARHORN Erling Ólafsson: Í hverju felst starfið? Rannsóknum á skordýrafánu Íslands. Hvenær vaknarðu á morgnana? Klukkan 6.45. Ég er mjög nákvæmur í þeim efnum. Hversu lengi vinnurðu? Ég á að vinna til 17 en það er svo sem ekki heilagt. Vinnutíminn er misjafn á sumr- in og ég gríp stundum í vinnuna á kvöldin. Hvað er skemmtilegast við starfið? Það er mjög gaman þegar nýjar uppgötvanir skjóta upp kollinum. En erfiðast? Þetta starf er að megni til skemmtilegt. Vinnan og áhugamálið renna saman þannig að ég á erfitt með að svara því hvað sé erfiðast. Hvað gerirðu eftir vinnu? Þá held ég áfram í faginu sem áhugamaður. Hvað gerirðu á kvöldin? Ég les og horfi á fótbolti og dunda mér líka við krossgátur til að slaka á. Erling Ólafsson er skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. VISSIR ÞÚ ... ...að allt að fimm hundruð flær lifa á einum broddgelti? ...að gíraffi getur drepið ljón með einu sparki? ...að nóg járn er í mannslíkaman- um til að búa til lítinn nagla? ...að Beethoven hellti ísköldu vatni yfir sig áður en hann samdi tónlist því hann hélt að það örvaði heilann? ...að um það bil 320.000 ísjakar eru til í heiminum? ...að uglur eru einu fuglarnir sem sjá litinn bláan? ...að í Michigan í Bandaríkjunum á karlmaður hár eiginkonu sinnar með lögum? ...að Osama bin Laden er með mastersgráðu í hagfræði? ...að fyrsta kærasta Johns Lennon hét Thelma Pickles? ...að börn geta ekki drukkið og andað á sama tíma? ...að Ísland er eina landið sem hef- ur opinbert reðursafn? ...að orðið Spánn þýðir land kanín- anna? Hvunndagurinn 22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 Dömuda gar 15 % afs láttur a f dömuh jólum BRONCO PRO TRACK 26” 21 gíra Shimano/GripShift. Tilboð aðeins kr. 17.850 GIANT GSR F/S LDS 26” Alvöru dömu demparahjól. Tilboð kr. 22.015 SCOTT TIKI 26” 21 gíra Shimano. Vandað dömuhjól með álstelli og demparagaffli. Tilboð kr. 32.130 BRONCO WINDSOR 26” 3 gíra með fótbremsu. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Bretti, bögglaberi og karfa. Tilboð kr. 22.865 BRONCO BOSTON 26” 21 gíra Shimano. Hátt stýri, breiður hnakkur með dempara. Bretti, bögglaberi og karfa. Tilboð kr. 23.715 H ön nu n: G un na r S te in þ ór ss on / M ar ki ð / 06 . 2 00 4 Hjólin eru afhent tilbúin til notkunar, samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Ábyrgð og upphersla. Krakkar að leik í Elliðaánum í sumarblíðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Blómið: Geldinga- hnappur Geldingahnappur myndar þúfur og vex á melum og mosaþembum út við sjó og upp til fjalla um allt land. Hann er oftast um 15–20 cm á hæð og blómgast í júní. Litlar stúlkur flétta gjarnan kransa úr geldinga- hnappnum því stönglarnir eru hærðir og loða vel saman og blóm- krónan ljósbleik og skrautleg. Blómkollurinn er sykraður og ræt- ur geldingahnapps voru etnar í hall- ærum, þótt harðar væru undir tönn og kallaðar harðasægjur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.