Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 25
Vont að missa valdið til þjóðar- innar Stjórnarherrarnir dirfðust að segja við þjóðina að þeir hefðu ekki búist við því að forsetinn nýtti þetta vald til að neita að skrifa undir lögin umdeildu um fjöl- miðlana. Ef einhver hefði átt að búast við því væru það einmitt stjórnvöld. Að minnsta kosti fór mikill skjálfti um þau þegar forseti lýðveldisins ákvað að vera heima þegar umrædd fjölmiðlalög voru tekin fyrir á Alþingi. Að forsetinn léti sig meira varða lög um tjáningarfrelsi, at- vinnufrelsi og eignarrétt frekar en brúð- kaup í Danmörku fannst þeim fráleitt. Þar kemur einmitt til skömmin sem menn fundu til þegar þeir vissu upp á sig sökina. Þá sök, að ætla að skerða mannréttindi. Valdimar Másson í aðsendum greinum á politik.is. Skattalækkun, allra meina bót! The Economist veltir því upp hvort neð- anjarðarhagkerfið sé ekki bara hið besta mál, en vísar svo í nýlega rannsókn eftir Diana Farrell hjá McKinsey Global Institu- te sem sýnir að fylgifiskur umfangsmikils neðanjarðarhagkerfis geti verið lægri framleiðni í hagkerfinu í heild [...] Lausn- in á þessu vandamáli, sem er raunveru- legt hér á landi eins og annars staðar, er afar einföld, en mörgum er hún þó mjög á móti skapi. Lausnin er að lækka skatta og einfalda regluverkið sem fyrirtækjun- um er gert að starfa eftir. Á andriki.is ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2004 Samkvæmt skilgreiningu orða- bókar Menningarsjóðs þá þýðir orðið svikari; 1. sá sem svíkur. 2. sá sem rýfur orð sín, heit sitt eða samning. Þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins, þeir Einar Oddur Kristjáns- son og Einar Kristinn Guðfinns- son, og þingmenn Framsóknar- flokksins, þeir Hjálmar Árnason og Kristinn H. Gunnarsson eru allir svikarar. Það kom fram við atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. maí síðastliðinn. Þeir rufu orð sín, heit sín og samninga við kjósendur sína. Þeir unnu gegn hagsmunum fólksins sem hefur ljáð þeim at- kvæði sín sem gert hefur þess- um stjórnmálamönnum kleift að taka sæti á löggjafarþingi þjóð- arinnar. Fólk kaus þessa menn til að vinna fyrir sig. Mörg þeirra sem kusu ofangreinda þingmenn, gerðu það í trausti loforða þeir- ra um að þeir ætluðu að vinna hinum dreifðu sjávarbyggðum Íslands gagn með aðgerðum sem þeir tiltóku skýrt í ræðum sínum og greinaskrifum fyrir síðustu kosningar. Þeir ætluðu að meðal annars að verja trilluflotann sem rær með handfæri með því að tryggja að þessir bátar fengju að sækja sjó í svokölluðu dagakerfi. Smábátar sem réru með línu áttu að fá sérstakan bónus í formi veiðiheimilda. Allt þetta til að styrkja atvinnustig og mannlíf í hinum dreifðu sjáv- arbyggðum allt umhverfis Ísland. Þessi hástemmdu loforð björguðu ríkisstjórninni naum- lega frá falli. Framsóknarþing- maðurinn Kristinn H. Gunnars- son hefur viðurkennt þetta. Þau björguðu bæði honum, félaga hans Hjálmari Árnasyni, og íhaldskollegunum Einari Kristni Guðfinnssyni og Einari Oddi Kristjánssyni frá því að missa völd og ítök í spilltri og þreyttri ríkisstjórn. Nú hafa allir ofangreindir þingmenn tapað sínum trúverð- ugleika sem stjórnmálamenn. Þeir ættu aldrei að eiga skilið traust kjósenda í framtíðinni. Þessi dómur er harður, en sann- ur og studdur ótal sönnunar- gögnum. Allir þessir þingmenn voru búnir að lofa því að trill- urnar færu aldrei í hið kvóta- kerfið sem yfirgnæfandi meiri- hluti þjóðarinnar er á móti. Hægur vandi er að finna heim- ildir fyrir þessu í greinum og ræðum. Nútíma tækni gerir það að verkum að hægt er að finna all- ar þeirra ræður og greinaskrif á netinu. Efist einhver um orð mín hvet ég þau sömu að fara á netið og kanna orð þessara manna. Allir þessir þingmenn hafa farið mikinn í því að mæra mikilvægi þess að sjávarbyggðir þessa lands héldu velli. Allir hafa þeir lofað miklu. Nú hefur komið í ljós að allt þetta tal og öll þessi skrif var tómt froðusnakk sem ekkert er að marka og aldrei hefur staðið til að efna. Þessir þingmenn gerðust allir svikarar þennan dag þegar þeir greiddu því atkvæði að setja ætti um 300 handfæratrillur undir kvóta- braskkerfi. Þeir sviku yfirlýst loforð sín og flokka sinna. Lof- orð sem þeir höfðu persónulega gefið kjósendum í þeirra eigin kjördæmum. Lægra geta stjórnmálamenn varla lagst. Veiðar þessara báta sem eru alls um 300 talsins, hafa skipt miklu máli fyrir sjávarútvegs- þorpin víðs vegar um land. Þeir hafa skapað mikla atvinnu, bætt mannlíf og sett mikinn svip á hafnir landsins. Þeir hafa stundað veiðar með vistvænum veiðafærum og verið lausir við brottkastið sem fylgir kvóta- kerfinu. Þessi bátafloti hefur aldrei verið nein ógn við fiski- stofna. Hægt er að færa ótal rök fyrir því að hlúa hefði átt að því að þessir smábátar færu ekki inn í kvóta, en fengju áfram að veiða innan skil- greindra marka stjórnvalda, landi og þjóð til heilla. Stjórnarandstöðuflokkarnir vildu allir sem einn verja daga- kerfi smábáta, og endurbæta það með þeim hætti að þeir yrðu áfram þau öflugu atvinnutæki sem þeir hafa verið í hinum dreifðu sjávarbyggðum. Stjórn- arliðar hlustuðu ekki á það. Þeir ætluðu að svíkja sín loforð og setja smábátana í kvóta til að þóknast LÍÚ og fámennum hópi trillukarla sem hugsuðu sér gott til glóðarinnar með að fá nú kvóta fyrir tugi milljóna króna til að braska með. Nú er sú staða komin upp að þessir bátar munu týna tölunni. Þetta mun hafa alvarlegar af- leiðingar fyrir sjávarbyggðir Ís- lands. Mannlíf á landsbyggðinni fær að blæða enn eina ferðina. Bátum verður tortímt í stórum stíl vegna þess að eigendur margra þeirra sem hafa nú feng- ið kvóta sem þeir munu selja hæstbjóðendum hverju sinni. Allt fyrir tilstilli fjögurra þing- manna sem skorti kjark á ögur- stundu til að standa við gefin lof- orð, en brotnuðu saman og sviku sína umbjóðendur. Þessu mega kjósendur ekki gleyma við næstu kosningar. ■                        !  " #      $    &  ' (!          # ) (   *(   $  ( ' %% #   ) (  % $ $    %                                                              !  "       #      !   $     #         %     &        '' &  (                &   ")*+  '#    #     "   ,) ,--. /)+       $#   ''  %               '#         0    '     ( &# 0  $  $              !     1      #      !   $     # !     &        &       &    #   $   1 $    &   &  +( '                                              !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -         !    "  #      $  !       %        AF NETINU Svei þeim, svikurum Nú hafa allir ofan- greindir þingmenn tapað sínum trúverðug- leika sem stjórnmála- menn. Þeir ættu aldrei að eiga skilið traust kjósenda í framtíðinni. Þessi dómur er harður, en sannur og studdur ótal sönnunar- gögnum. MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON ALÞINGISMAÐUR UMRÆÐAN FISKVEIÐISTJÓRNUN ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.