Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 28
Kóróna og kampavín Þann 22. júní árið 1611 gerði áhöfn- in á enska skipinu Discovery upp- reisn gegn skipstjóra sínum, Henry nokkrum Hudson. Skipstjórinn, ungur sonur hans og sjö aðrir stuðningsmenn hans voru hraktir frá borði en fengu lítinn opinn bát til umráða. Síðan spurðist ekkert til þeirra. Skip Hudsons var þá statt í stór- um flóa í norðanverðri Norður-Am- eríku, sem síðar fékk nafnið Hudson Bay. Tilgangur ferðarinnar var að finna siglingaleið til Asíu norður fyrir Ameríku. Þetta var fjórða könnunarferð Hudsons um þessar norðurslóðir, og þóttist hann heldur betur hafa himinn höndum tekið þegar hann sigldi inn í Hudsonflóa milli Grænlands og Labrador, svo notuð séu seinni tíma nöfn. Eftir þriggja mánaða siglingu um þessar slóðir var komið fram á haust og skipið varð innlyksa vegna ísa. Áhöfnin átti ekki sjö dagana sæla um veturinn vegna kulda og matarskorts. Margir úr áhöfninni töldu Hudson bera alla ábyrgð á þessum hörmungum, og gerðu loks uppreisn gegn honum þegar voraði. Áhöfnin sigldi skipinu síðan til Englands, en var handtekin þar og kærð fyrir uppreisnina. ■ HENRY HUDSON Fann Hudsonflóa þegar hann var að leita að siglingaleið til Asíu. Og hafið sagði ókei „Ég hef verið að sauma alla mína ævi eiginlega,“ segir Guðfinna Eu- genia Magnúsdóttir, 82 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði. „Ég var fimm eða sex ára þegar ég byrjaði að sauma dúkkuföt. Móðir mín kenndi mér það. En ég byrjaði ekki á listsaum fyrr en ég kom hingað á Hrafnistu fyrir 22 árum.“ Fyrir fjórum árum byrjaði Guðfinna einnig að mála, og í gær opnaði hún sýningu á bæði saum- uðum og máluðum myndum eftir sig í menningarsal Hrafnistu. „Þetta er bara tómstundagam- an til að drepa tímann. Ég sit í hjólastól og get þess vegna ekki gengið og spriklað eins og hitt fólkið, svo ég verð að finna mér önnur hugðarefni.“ Guðfinna segist taka þátt í öllu sem boðið er upp á í tómstunda- starfi Hrafnistu. Ef því er að skipta lætur hún sér ekki muna um að dansa í hjólastólnum sínum. Þegar Guðfinna var 53 ára varð hún fyrir því óláni að lamast vinstra megin, en varð þó ekki bundin við hjólastól fyrr en hún kom inn á Hrafnistu fyrir 22 árum. „Ég varð fyrir því óhappi að lærbrjóta mig og þá fór ég í hjóla- stólinn. Hann vafðist eitthvað fyrir mér fóturinn. En ég er í raf- knúnum hjólastól og er frjáls ferða minna,“ segir Guðfinna, sem segist vera afskaplega glöð og ánægð með það frjálsræði sem hún hefur haft síðustu árin. „En mínar tómstundir um æv- ina voru garðrækt og saumur. Svo hafði ég mjög gaman af að veiða líka, lax og silung. Ég átti sumar- bústað austur í Ölfusi og þar dvöldum við hjónin mikið í frí- stundum.“ ■ Frjáls allra ferða í hjólastólnum GUÐFINNA EUGENIA MAGNÚSDÓTTIR Sýnir málverk og saumaðar myndir eftir sjálfa sig í Hrafnistu, Hafnarfirði. 20 22. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ AFMÆLI KRIS KRISTOFFERSON Söngvarinn, leikarinn og einn fjölmargra frægra Íslandsvina er 68 ára í dag. 22. JÚNÍ Steingrímur Hermannsson, fyrrv. for- sætisráðherra, er 76 ára. Kristján Ragnarsson, fyrrv. formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, er 66 ára. Þór H. Túliníus leikari er 45 ára. ■ ANDLÁT Margrét Þorbjörg Johnson, Hjúkrunar- heimilinu Grund, lést föstudaginn 18. júní. Pétur Pétursson, Aðalgötu, Keflavík, lést laugardaginn 19. júní. Þorleifur Jón Thorlacius, Suðurbraut 26, Hafnarfirði, lést sunnudaginn 20. júní. ■ JARÐARFARIR 13.30 Jón Ólafsson bóndi, Brautarholti, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni. „Ég á von á sólríkum afmælis- degi,“ segir söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir, sem er fjörutíu og eins árs í dag. Guðrún lagði land undir fót um helgina til að njóta sumarsins og afmælisdagsins fjarri ysi og þysi borgarinnar. „Hér er búið að vera heiðskírt undanfarna daga og við erum löngu búin að panta gott veður á afmælisdaginn en ég er stödd í sumarbústað í Borgarfirði. Mamma og systkini mín ætla að koma í bústaðinn og við ætlum að grilla saman lamb og svín og hafa það gott í góðu veðri.“ Guðrún segir afmælisdagana sína hafa einkennst af sól og gleði í gegnum tíðina. „Afmælisdagur- inn í fyrra er þó sérstaklega minni- stæður. Þá varð ég fertug og var stödd norður í landi að syngja dag- skrá með lögum Ellý Vilhjálms- dóttur ásamt hljómsveitinni minni. Þegar ég vaknaði daginn eftir tón- leikana stóðu hljómsveitarmeðlim- irnir fyrir framan mig með bakarí- istertu með fjörutíu afmæliskert- um og sungu fyrir mig afmælis- sönginn. Það fór þó ekki betur en svo að brunabjallan á staðnum fór í gang út frá reyknum af litlu af- mæliskertunum og úr varð smá uppþot á gistiheimilinu.“ Ástvinir Guðrúnar héldu svo áfram að koma henni á óvart út allan fertugsafmælisdaginn. „Ég var ekki búin að skipuleggja neinn fagnað í tilefni stórafmælis- ins og vinir mínir áttuðu sig lík- lega á því að þau fengju ekki neina veislu nema þau gripu til sinna ráða. Þegar ég flaug til Reykjavíkur að norðan biðu vin- konur mínar og fjölskyldan eftir mér á flugvellinum og það var mjög óvænt og skemmtilegt. Þau stóðu öll á flugvellinum og sungu afmælissönginn hástöfum fyrir mig og gáfu mér bæði kórónu og kampavín.“ Vinir Guðrúnar hurfu svo snögglega á braut frá flugvellin- um. „Ég ætlaði að bjóða þeim í kaffi en þá voru þau öll voðalega upptekin allt í einu. Þegar ég kom svo loksins heim bauð mín þar dekkað hlaðborð og blásið var til veislu. Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu og gladdi mig mjög mikið,“ segir Guðrún, sem nýtur afmælisins enn í dag á sama hátt og þegar hún var barn. „Eina sem hefur breyst í tímans rás er að þegar maður var lítill fannst manni svo ótrúlega gaman að fá afmælisgjafir. Nú langar mig ekki í neitt en finnst skemmtilegast að hitta fólkið mitt og borða góðan mat á afmælisdaginn.“ ■ AFMÆLI GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR ■ Nýtur dagsins í sumarbústað í Borgar- firði. Á fertugsafmælinu komu vinir Guðrúnar henni endurtekið á óvart frá morgni til kvölds. LISTSÝNING GUÐFINNA MAGNÚSDÓTTIR ■ hefur saumað alla ævi og heldur nú sýningu á verkum sínum. 22. JÚNÍ 1611 UPPREISNIN GEGN HUDSON ■ Áhöfn landkönnuðarins Henrys Hudson gerði uppreisn gegn honum í flóa í norðanverðri Ameríku, sem síðar var skírður eftir honum. Hudson og félagar hans fengu lítinn bát til umráða, en síðan hefur ekkert til þeirra spurst. GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR Ætlar að grilla lamb og svín í sumarbústað í Borgarfirðinum á fjörutíu og eins árs afmælisdaginn. ■ ÞETTA GERÐIST 1815 Napóleon Bonaparte er steypt af stóli öðru sinni. 1911 George fimmti er krýndur kon- ungur Bretaveldis. 1941 Innrás Þjóðverja í Sovétríkin hefst. 1945 Orrustunni um Okinawa lýkur. Nærri 13 þúsund Bandaríkja- menn og 110 þúsund Japanar höfðu þá fallið. 1969 Söngkonan og leikkonan Judy Garland deyr í London 47 ára. 1987 Leikarinn og dansarinn Fred Astaire deyr 88 ára. 1989 Vopnahlé kemst á í Angóla eftir nærri 15 ára harðvítugt borgara- stríð. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.