Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 37
29ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2004 Nýjasta plata The Album Leaf, In a Safe Place, kemur út í Bandaríkjun- um á fimmtudag og í Evrópu 26. júlí. Platan var tekin upp í sund- laugarhljóðveri hljómsveitarinnar Sigur Rós og koma meðlimir sveit- arinnar við sögu víða á plötunni. Á meðal fleiri gesta er Gyða Val- týsdóttir, fyrrverandi meðlimur Múm. The Album Leaf er hljómsveit Bandaríkjamannsins Jimmy La- Valle, sem hefur átt gott samstarf við Sigur Rós undanfarið og fór með- al annars í tónleikaferð með henni um Bandaríkin fyrir nokkru síðan. ■ SIGUR RÓS Meðlimir sveitarinnar koma við sögu á nýjustu plötu The Album Leaf. Ný plata frá vini Sigur Rósar ■ TÓNLIST ■ TÓNLIST Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, spilaði á sínum 3000. tónleikum í St Pétursborg í Rúss- landi í gærkvöldi. McCartney, sem varð 62 ára á sunnudag, hóf feril sinn 15 ára með hljómsveitinni The Quarry Men, sem síðar varð The Beatles. Fyrstu tónleikar hans voru í New Clubmoor Hall í heimabæ hans, Liverpool, þann 18. október 1957. McCartney er skráður í heims- metabók Guinnes fyrir að hafa spil- að fyrir flesta áheyrendur á einum leikvangi. Það var í Rio de Janeiro í Brasilíu 1990 þegar 184 þúsund manns borguðu sig inn til að hlusta á hann. Talið er að hann hafi spilað með Bítlunum í 2.523 skipti, 140. sinnum með hljómsveitinni Wings, 285 sinnum á sólóferli sínum áður en hann fór í núverandi tónleika- ferð og í 40 önnur skipti, þar á með- al á Live Aid tónleikunum. „Ég hef aldrei haldið neina töl- fræði og þess vegna fannst mér ótrúlegt að heyra að ég spila á mín- um 3000. tónleikum í þessari tón- leikaferð,“ sagði McCartney. „Það er svakalega mikið af síðkvöldum.“ Tónleikaferð kappans nær há- tindi í Glastonbury þann 26. júní. Þá mun hann spila fyrir 120 þúsund áhorfendur. „Mig hefur lengi lang- að til að spila á tónleikahátíðinni í Glastonbury en hef aldrei áður átt tækifæri til þess.“ ■ PAUL MCCARTNEY Bítillinn fyrrverandi hefur verið iðinn við kolann síðan hann hætti í Bítlunum. 3000 tónleikar hjá McCartney Janet reið út í Justin Söngkonan Janet Jackson er bál- reið út í popparann Justin Tim- berlake fyrir að hafa látið eins og asni eftir að sást í annað brjóst hennar er þau sungu á Super Bowl leiknum í febrúar. Atvikið vakti mikla athygli á sínum tíma og voru þau bæði harkalega gagn- rýnd fyrir uppákomuna. „Justin hefur breyst. Hann er orðinn hrokafullur,“ sagði Jackson. „Sumir geta ráðið við velgengni en aðrir ekki. Ég hef áhyggjur af því að það síðar- nefnda eigi við Justin.“ Jackson bætti því við að R&B söngvarinn Usher sé betri tónlistarmaður en Timberlake. „Ef Justin og Usher myndu keppa hvor við annan myndi Usher vinna.“ ■ ■ TÓNLIST ■ SJÓNVARP JUSTIN TIMBERLAKE Janet Jackson hefur áhyggjur af Timberlake og segir hann vera hrokafullan. SIMPSON-FJÖLSKYLDAN Teiknimyndaþættirnir vinsælu hafa vakið slæm viðbrögð sumra trúarhópa. Erkibiskupinn af Canterbury hefur aftur á móti hælt þeim á hvert reipi. Erkibiskup í Simpson-þættina Framleiðendur The Simpsons hafa beðið Rowan Williams, erki- biskupinn af Canterbury á Englandi, um að koma fram í gestahlutverki í þáttunum. Willams fékk boðið eftir að hann hældi þáttunum á hvert reipi á dögunum og sagði þá holla áhorfs fyrir hvern sem er. Hann sagði þá vera mjög góða þjóðfélagsgagn- rýni og gerðu auðmýkt gagnvart náunganum hátt undir höfði. „Það væri frábært að fá hann í þáttinn og mjög gaman að hann skuli vera svona mikill aðdáandi,“ sagði framleiðandinn Alan Jean. „Til að byrja með voru sumir trúarhópar í Bandaríkjunum á móti þáttunum en að fá svona virtan trúarleiðtoga í lið með okkur er frábært.“ Williams hefur ekki gefið fram- leiðendum The Simpsons svar en búist er við því að hann þiggi boðið. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.