Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FÖSTUDAGUR GRÆNMETISMARKAÐUR Í ÁR- BÆJARSAFNI Ókeypis aðgangur er á grænmetismarkað í Árbæjarsafni klukkan eitt í dag. Á markaðinum verður til sölu úrvalsvara, lífrænt ræktað grænmeti frá gróðrastöðvunum Akri og Engi í Laugarási. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÆTUSAMT Í DAG OG HLÝNANDI VEÐUR Vindur verður skaplegur víðast hvar, en þó gæti blásið nokkuð á suðvesturhorninu. Sjá síðu 6. 25. júní 2004 – 171. tölublað – 4. árgangur VART VIÐ LOÐNU Loðnuleit Hafrann- sóknarstofnunar var nýhafin þegar vart varð við torfur djúpt vestur og norður af landinu. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson heldur af stað í dag til frekari rannsókna. Sjá síðu 2 FRÉTTBLAÐIÐ EYKUR FORSKOTIÐ Fréttablaðið er sá fjölmiðill á Íslandi sem flestir nota á hverjum degi og er forskot þess sem mest lesna dagblað landsins enn að aukast, samkvæmt nýrri fjölmiðlakönn- un Gallups. Að meðaltali lesa 69 prósent Fréttablaðið á hverjum degi en 51 prósent Morgunblaðið. Sjá síðu 4 TUGIR LÁTAST Í FJÖLDA ÁRÁSA Um níutíu manns létu lífið í sprengjuárás- um og bardögum víðs vegar í Írak. Fáein- um dögum fyrir valdaafsal hernámsveld- anna fer ofbeldið enn vaxandi. Sjá síðu 6 ALVARA LÍFSINS Upp komst um 261 milljón króna fjárdrátt Sveinbjarnar Kristjáns- sonar, þáverandi aðalgjaldkera Landssímans, í kjölfar fyrirspurnar Skattstjórans í Reykjavík um lánveitingu Símans til fyrirtækisins Alvöru lífsins í maí í fyrra. Sjá síðu 10 2 5 . J Ú N Í T I L 1 . J Ú L Í 2 0 0 4 N R . 2 5 . 2 0 0 4 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Lífið eftir boltann Guðni Bergsson: Gömlu góðu skólatöskurnar Allt sem þarf að taka með í útileguna Sætustu EM-strákarnir Persónuleikapróf Guðni Bergsson: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Lífið eftir boltann birta ● útilegan ● sveitafitness Kvikmyndir 32 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Meirihluti andvígur aðild að ESB Rúmur helmingur þeirra sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins kvaðst andvígur umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Hlutfall óákveðinna hærra en andvígra og fylgjandi. Niðurstaðan undirstrikar sterkt fylgi við umsókn, segir formaður Samfylkingarinnar. Hundasýning: ▲ SÍÐA 24 Rúmlega fjögur hundruð hundar ● keppa í reiðhöll gusts í kópavogi Rósa Sigrún Jónsdóttir: ▲ SÍÐA 36 Skar af sér hárið ● og bjó til foss Katrín Anna Guðmundsdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Skór dauðans ● matur ● tíska ● heimili RICARDO HETJA PORTÚGALA Ricardo, markvörður portúgalska landsliðsins, varð hetja Portúgala er hann varði spyrnu frá Dariusi Vassell berhentur og skoraði síðan sjálfur úr síðustu spyrnunni. Portúgalar eru komnir í undanúrslit en Englendingar halda heim á leið. Sjá síðu 29 M YN D /A P Eyðni: Ungar konur smitast frekar BANGKOK, AP Eyðniveiran leggst nú í auknum mæli á ungar konur, að sögn embættismanna Sameinuðu þjóðanna. Sá hópur hefur til þessa ekki verið talinn í mikilli hættu að smitast af sjúkdómnum. Eyðni hefur til þessa aðallega lagst á karlmenn, fólk sem starfar í kynlífsiðnaði og fíkniefna- neytendur. Á síðustu árum hefur hins vegar hlutfall smitaðra kvenna aukist. Samkvæmt skýrslu sem gefin er út af Sameinuðu þjóðunum höfðu meira en sjö milljónir ungra kvenna smitast af sjúkdómnum í lok árs 2001 borið saman við 4,5 milljónir ungra manna. ■ Utankjörstaðaratkvæði vegna forsetakjörs: Rúmlega 5000 búnir að kjósa FORSETAKJÖR Alls voru 5.336 manns búnir að skila inn utankjörstaðar- atkvæði til sýslumannsins í Reykja- vík í gær en kosningar um forseta Íslands fara fram á morgun. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands eru 213.553 kjós- endur á kjörskrá um land allt. Yfir- kjörstjórnir allra kjördæma aug- lýsa í dag og á morgun kjörstaði um landið. Reykjavíkurborg býður kjósendum í sínum kjördæmum upp á rafræna kosningaskrá á vef sínum. Getur fólk farið inn á vefinn rvk.is og skráð kennitölu sína, nafn og heimilisfang á rafrænu kjör- skrána og birtast þá upplýsingar um hvar það á að kjósa. Skoðanakannanir Fréttablaðsins gefa til kynna 85 prósent kosninga- þátttöku. Samkvæmt könnunum fengi Ólafur Ragnar 70 prósent at- kvæða, Baldur tæp tíu prósent, Ást- þór rúmt prósent en um fimmtung- ur skili auðu. Fyrrverandi alþingis- maður telur að slík úrslit væru mjög góð og myndu staðfesta að lýðræðið virki og fólk noti kosningarétt sinn. Sjá nánar síðu 8. KÖNNUN Meirihluti þeirra sem af- stöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins er á móti því að Ís- lendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Rúmlega einn af hverjum þremur hefur þó ekki gert upp hug sinn varðandi umsókn um aðild. Af þeim sem afstöðu tóku sögð- ust 55 prósent andvíg umsókn um aðild að Evrópusambandinu meðan 45 prósent kváðust fylgjandi um- sókn. Tæplega þrír af hverjum fimm tóku afstöðu, rúmlega 35 pró- sent sögðust óákveðin og tæp sjö prósent neituðu að svara. „Þessi niðurstaða undirstrikar að meðal þjóðarinnar er greinilega mjög sterkt fylgi við umsókn um aðild að Evrópusambandinu þó svo að það hafi á stundum verið meira,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta endurspeglar að fólk er æ betur að gera sér grein fyrir því að hagsmunum okkar yrði illa borgið innan ESB,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, þingflokks- formaður Sjálfstæðisflokksins. Nokkur munur reyndist á af- stöðu kynjanna gagnvart umsókn um aðild. Þær konur sem tóku af- stöðu í skoðanakönnun blaðsins skiptust nær alveg í tvo jafnstóra hópa, fylgjandi og andvígan um- sókn um aðild. Andstaða við umsókn um aðild að sambandinu mældist umtalsvert meiri meðal karla en um sextíu af hundraði þeirra sem afstöðu tóku kváðust andvígir umsókn um aðild. Þá mældist andstaða við aðild mun meiri á landsbyggðinni en í þéttbýli. Sextíu prósent íbúa landsbyggðarinnar kváðust and- víg umsókn um aðild meðan aðeins rétt rúmur helmingur íbúa þéttbýlis lýstu sömu afstöðu. Hringt var í 800 manns og skiptist úrtakið jafnt milli kynja og hlutfallslega milli kjördæma. Spurt var: Ertu fylgjandi eða and- vígur því að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu. Sjá á síðu 2. helgat@frettabladid.is FLESTIR ÓÁKVEÐNIR Hlutfall óákveðinna er hærra en hlutfall þeirra sem eru andvígir aðild að ESB og einnig þeirra sem eru fylgjandi. Óákveðnir 37,7%Andvíg 34,2% Fylgjandi 28,1%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.