Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 10
10 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR INDVERSKAR HERÆFINGAR Annar stærsti her í heimi, sá indverski sem telur yfir milljón hermenn, æfir sig stíft g færir sig gjarnan milli ríkja í landinu til að vera við öllu búinn. LÖGREGLUMÁL „Þetta verkefni snýr að því að eflasamstarf milli frjálsra félagasamtaka og lögreglu í hverju landi og búa til gagnagrunn á net- inu,“ sagði Hrönn Þormóðsdóttir hjá Barnaheill. Um er að ræða gagnagrunn yfir frjáls félagasamtök í Evrópu, sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem beitt eru kynferðis- legu ofbeldi, og eru í samstarfi við lögreglu. Að sögn Hrannar þjónar gagnagrunnurinn því hlutverki að menn viti hvert þeir eiga að snúa sér, ef í aðgerðir þarf að fara vegna barna sem hafa lent í slíkum vanda. Verkefnið er undir stjórn Child Focus í Brussel. Þau samtök voru stofnuð í kjölfar voðaverka barna- níðingsins Dutrox, eftir hvarf tveg- gja stúlkna í Belgíu í júní 1996, sem urðu fórnarlömb barnaníðingsins. Fimmtán Evrópulönd eru þegar komin inn í gagnagrunninn og senn bætast Ísland, Noregur og Búlgaría í hópinn. Child Focus samtökin gerðu kröfu um að tveir sérfræðingar frá hverju landi yrðu jafnframt þátt- takendur í verkefninu, annar frá lögreglu og hinn úr dómskerfinu. Íslensku sérfræðingarnir eru frá Lögreglunni í Reykjavík og Héraðsdómi Reykjaness. Barnaheill gangast fyrir kynn- ingarfundi á verkefninu, sem styrkt er af Evrópusambandinu, 25. júní kl. 9–12 með fulltrúa belgísku samtakanna Child Focus í Brussel. Kynningarfundurinn verð- ur haldinn í skuggasalnum í dóms- málaráðuneytinu. ■ Fjársvik Sveinbjörns stóðu í um fjögur ár Sveinbjörn Kristjánsson hefur verið dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir þá 261 milljón sem hann sveik út úr Landssímanum frá árinu 1999 til ársins 2003. Ljóst þykir að Árni Þór Vigfússon og Kristján Ragn- ar Kristjánsson hafi fjármagnað þátttöku sína í Íslenska sjónvarpsfélaginu með peningum frá Landssímanum. Upp komst um 261 milljón króna fjárdrátt Sveinbjarnar Kristjáns- sonar, þáverandi aðalgjaldkera Landssímans, í kjölfar fyrirspurn- ar Skattstjórans í Reykjavík um lánveitingu Símans til fyrirtækis- ins Alvöru lífsins í maí í fyrra. Skráðir fyrir fyrirtækinu voru at- hafnamennirnir Kristján Ragnar Kristjánsson, bróðir Sveinbjarnar, og Árni Þór Vigfússon. Síminn hafði lagt fyrirtækinu til 130 millj- ónir króna án þess að nokkrir pappírar fyndust yfir þau við- skipti í bókhaldi Símans. Alls nam fjárdrátturinn 261 milljón króna og er því um að ræða stærsta fjársvikamál sem upp hefur komið til þessa, að sögn Jóns H. Snorrasonar hjá ríkislög- reglustjóra. Jón segir fangelsis- dóm Sveinbjörns vera einsdæmi en hann var dæmdur, í Héraðs- dómi Reykjavíkur í vikunni, í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Til frádráttar dómnum kemur fjórtán daga gæsluvarðhald. Þeir Árni Þór og Kristján Ragnar voru dæmdir í tveggja ára fangelsi og til frádráttar refsingu þeirra kem- ur ellefu daga gæsluvarðhald. Þeir Árni og Kristján voru sak- felldir fyrir hylmingu. Sveinbjörn viðurkenndi sök sína um leið og málið kom upp þann 19. maí og var samvinnufús við rannsóknina. Stuttu eftir að rannsókn hófst voru Kristján Ragnar og Árni Þór hnepptir í gæsluvarðhald og hafa nú verið sakfelldir fyrir að hafa tekið á móti fé frá Sveinbirni og að hafa hylmt yfir með honum. Auk þeirra hefur systursonur Sveinbjörns, Ragnar Orri Bene- diktsson, verið sakfelldur fyrir hið sama og var dæmdur í átta mánaða fangelsi. Fjórmenning- arnir komu allir að rekstri Priksins. 25 milljónir til Skjás eins Árið 1999 dró Sveinbjörn að sér 96 milljónir króna, 68 milljónir ári síðar, 24 milljónir árið 2001, 53 milljónir árið 2002 og 27 milljónir í fyrra. Af þeim 96 milljónum sem hann dró undan árið 1999 lagði Sveinbjörn 25 milljónir í þremur greiðslum inn á reikning Íslenska sjónvarpsfélagsins sem rekur Skjá einan. Jafnframt keypti hann víxil að upphæð 42 milljónir sem Íslenska sjónvarpsfélagið gaf út. Aðferðir Sveinbjörns við fjár- dráttinn voru fjölbreyttar. Stærsta hluta fjárins kom hann undan með því að breyta texta- skrám með upplýsingum um reikninga og millifærslur. Í bók- haldi Símans virtist allt með felldu en upplýsingunum var breytt eftir að þær voru komnar út úr kerfinu og á leið í banka. Tíu þúsund færslur Alls eru brotin 137 og voru þau framin í um tíu þúsund færslum þar sem á bak við hverja aðgerð voru á milli sextíu og sjötíu færslur. Sveinbjörn gaf að auki út tékka, nýtti sér gengismun, milli- færði fé á biðreikninga og stal jafnframt reiðufé úr sjóðum. Stjórnendur Símans hafa skýrt frá því að aðferðir hans hafi verið margslungnar og óhefðbundnar og brotin framin í skjóli þess mikla trausts sem hann naut meðal samstarfsmanna. Þá hefur verið vakin athygli á því að velta Símans sé um 18 millj- arðar króna á ári og í bókhaldinu séu milljónir fylgiskjala sem geri alla bókhaldsendurskoðun erfiða. Aldrei í fríi um mánaðamót Eins og Fréttablaðið greindi frá þá var það á vitorði starfsfólks Símans að Sveinbjörn hefði staðið í umfangsmiklum einkarekstri. Sveinbjörn átti aðild að mörgum einkahlutafélögum og hefur meðal annars verið viðloðandi veitinga- húsarekstur. Yfirmenn hans á Símanum ræddu þetta mál við hann og lykt- ir urðu þær að í upphafi síðasta árs hét hann því að láta af einka- rekstri. Forstjóri Símans segir að þessi yfirlýsing hafi verið skrifleg og í samræmi við siðareglur Landssímans. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR KARÓLÍNA PRINSESSA Hefur kvartað sáran undan ágangi fjölmiðla. Ætti að fá frið eftir nýfallinn dóm. Mannréttindadómstóll: Prinsessa fær frið BRUSSEL, AP Áralangri baráttu Karólínu prinsessu af Mónakó við ljósmyndara slúðurblaðanna er lokið með sigri hennar. Mannrétt- indadómstóll Evrópu hefur úr- skurðað að blöðunum sé óheimilt að birta myndir af henni og börn- um hennar ef hún leggst gegn birtingunni. Fyrir hálfu fjórða ári hafnaði þýskur dómstóll beiðni hennar um að blöðunum Bunte, Freizeit Revue og Neue Post yrði bannað að birta myndir af henni og börn- um hennar. Mannréttindadóm- stóllinn sneri niðurstöðunni hins vegar við en hafnaði því að dæma henni bætur af hálfu blaðanna. ■ – hefur þú séð DV í dag? 18 ára með kókaín í Leifsstöð SIGLUFJÖRÐUR Undirbúningur komu Hákons krónprins Noregs og konu hans Mette-Marit er í fullum gangi hjá lögreglunni á Siglufirði. Lögreglan á Siglufirði fær liðsauka frá Akureyri og Reykjavík til að standa heiðurs- vörð um bæinn. Hún segir ekki nauðsynlegt að gæta prinsins sérstaklega þar sem hann hafi sína eigin öryggisverði með í ferðinni. CHILD FOCUS Samtökin Child Focus voru stofnuð í kjölfar voðaverka barnaníðingsins Dutrox. Á myndinni er eitt fórnarlamba hans, sem lifði af. Barnaheill í evrópsku samstarfi: Gagnagrunnur gegn barnaníðingum FJÓRMENNINGARNIR Í LANDSSÍMAMÁLINU Kristján Ragnar, Árni Þór, Sveinbjörn og Ragnar Orri mættu allir þegar málið var þingfest í héraði. Ragnar Orri var sá eini þeirra sem mætti þegar dómur yfir þeim var kveðinn upp. HJÖRDÍS RUT SIGURJÓNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING LANDSSÍMAMÁLIÐ STÆRSTA FJÁRSVIKAMÁLIÐ Rannsókn málsins var viðamikil enda stærsta fjársvikamál sem upp hefur komið til þessa. Jón H. Snorrason segir dóm Sveinbjörns vera einsdæmi. FJÁRDRÁTTUR SVEINBJÖRNS Ár Upphæð 1999 96 milljónir 2000 68 milljónir 2001 24 milljónir 2002 35 milljónir 2003 27 milljónir Samtals 261 milljón 10.000 færslur 137 brot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.