Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 11
11FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 F í t o n / S Í A F I 9 6 6 2 ogNældu flér í á næstu ESSO stö›vegabréf allt landláttu fla› hjá ESSO umstimpla í sumar. flúskilar inn ogFullstimplu›u vegabréfi fær›svo um lei› Vegabréfin Fanta-gó›an gla›ning, og glæsilegirfara í pott vinningar eru út á hverjum sunnudegidregnir á Rás 2. A›alvinningurinn ver›ur dreginn út flegar heppinní sumarlok einn flátttakandi Astra lítrum af úrvalstrygg›um hjá bensíni allar. fiú fær›frá uppl‡singarnánari um fær afafnot Opeleins árs og vinningana á www.esso.is VÍS 1000 vegabréfaleikinn flú velur úr fjórum tegundum af Fanta! ásamt Gleymdu vegabréfinuekki í sumar! BRETLAND, AP Kostnaður breskra skattborgara vegna Elísabetar II drottningar nam tæpum fimm milljörðum króna á síðasta ári. Þetta samsvarar því að hvert breskt mannsbarn hafi þurft að borga að meðaltali 80 krónur til að standa straum af kostnaði við uppihald og ferðalög drottningar, lögfræðikostnað og tryggingar auk annarra útgjaldaliða. Hart hefur verið lagt að hirð- inni síðustu ár að draga úr út- gjöldum drottningar og eigin- manns hennar. Á síðasta ári jukust þau um tæp tvö prósent að verðgildi en lækkuðu um eitt pró- sent að raungildi að teknu tilliti til verðbólgu. ■ Fimm milljarðar: Dýr myndi krúnan öll DROTTNING AÐ STÖRFUM Elísabet drottning heilsar upp á þá sem hjálpuðu til við að fá Ólympíuleikana til Lundúna 2012. GÆSLAN Kafarar og sprengjusérfræð- ingar Landhelgisgæslunnar hafa á síðustu tveimur dögum fundið rúm- lega 500 skotfæri í flaki El Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Samkvæmt Landhelgisgæslunni eru skotfærin í góðu ástandi en þeim verður eytt. El Grillo var olíubirgða- skip bandamanna í seinni heims- styrjöldinni. Skipið skemmdist mikið eftir loftárás þýska hersins árið 1944 og sökk undan eigin þunga með mikið magn af olíu um borð. Skotfærin voru notuð í Oelikon- loftvarnarbyssur en fjórar slíkar voru á dekki skipsins. ■ SKOTFÆRI ÚR EL GRILLO Skotfærin voru notuð í Oelikon-loftvarnar- byssur en fjórar slíkar voru á dekki skipsins. El Grillo: 500 skotum verður eytt Sveinbjörn tók sér stopul frí í stað samfelldra sumarfrí eins og venjan er. Þannig mun Sveinbjörn hafa gætt þess að vera aldrei í fríi um mánaðamót þegar hann þurfti með kerfisbundnum hætti að fela fjárdráttinn. Athafnamennirnir Athafnamennirnir Kristján Ragnar og Árni Þór kynntust í Verslunarskólanum þar sem þeir voru við nám. Eiginlegt samstarf þeirra hófst við uppfærslu á leik- sýningunni Evítu. Þeir stofnuðu einkahlutafélagið Alvöru lífsins í kringum ýmis verkefni og fleiri leiksýningar eins og Hellisbúann sem þeir þénuðu töluvert á. Krist- ján sá um fjármálin en Árni um hugmyndirnar. Snemma árs 1999 fékk Árni Þór hugmynd um að setja á lagg- irnar fyrsta raunverulega auglýs- ingasjónvarpið. Hann viðraði hug- myndina við Kristján sem hafði þá ekki fyrir löngu hafið fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Krist- ján kom heim og í október höfðu þeir félagar eignast hlutafé í Ís- lenska sjónvarpsfélaginu og hófust útsendingar á Skjá einum á þeirra vegum. Ljóst þykir að þeir félagarnir hafi fjármagnað þátt- töku sína í Íslenska sjónvarps- félaginu með peningum frá Lands- símanum. Síðar stóðu þeir félagar í ýmsum veitingahúsarekstri og ráku meðal annars Thorvaldssen bar, Prikið, Felix, líkamsræktar- stöðina Planet Reykjavík og Japis sem stuttu síðar varð gjaldþrota. Árni Þór og Kristján Ragnar sögðu báðir fyrir dómi að þeir hefðu haft þá trú að Sveinbjörn hefði haft heimildir til að ráðstafa fé Landssímans til þeirra og félaga í þeirra eigu. Dómurinn leit hins vegar til þess að upphæðirn- ar, sem runnu til Árna Þórs og Kristjáns og félaga tengdum þeim frá Landssímanum, voru stór- felldar. Yfirfærsla fjárins frá Landssímanum hafi staðið í um þrjú ár og að í engu tilvika hafi verið gengið frá undirritun láns- skjala eða rætt um ábyrgðir eða tryggingar. Þá bárust þeim aldrei skrifleg gögn um skuldastöðu og þeir gerðu enga tilraun til að halda utan um þær fjárhæðir sem þeir fengu frá Landssímanum. Einnig segir að ekki hafi verið skilað skattskýrslu fyrir félag þeirra, Alvöru lífsins, síðan árið 1998 og hafi það verið til þess fall- ið að leyna viðtöku fjárins. Þótti dómnum framburður þeirra Árna og Kristjáns engan veginn fá staðist. Þó að í upphafi hafi þeir kunnað að líta á greiðsl- urnar sem lán gat þeim ekki dulist að Sveinbirni var óheimilt að ráð- stafa fé Landssímans með fyrr- greindum hætti. ■ SVEINBJÖRN KRISTJÁNSSON Sveinbjörn fékk fjögur og hálft ár í fangelsi fyrir 261 milljón króna fjársvik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.