Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 12
12 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR MÚR MÓTMÆLT Palestínskir þorpsbúar safnast saman til að mótmæla byggingu aðskilnaðarmúrs Ísraela en þetta var fyrsti dagur byggingar múrsins á svæðinu. Einnig gerðu þeir til- raun til þess að fjarlægja gaddavír sem ísraelskar hersveitir höfðu komið með. Húsfélag alþýðu kallað til ábyrgðar: Hefur ekki sent sam- þykktir til kærunefndar FÉLAGSMÁL Húseigendafélagið hefur sent formanni Húsfélags alþýðu kröfu um að stjórn félagsins efni skyldur sínar og sendi kærunefnd fjöleignarhúsa nýjar samþykktir sínar til um- sagnar, samkvæmt einróma ákvörðun aðalfundar félagsins. Harður ágreiningur kom upp í Húsfélagi alþýðu í vetur þegar stjórn þess hugðist leggja nýjar samþykktir sínar fyrir aðal- fund. Var það álit margra félagsmanna að samþykktirnar gæfu stjórninni ótakmarkað vald. Aðalfundurinn samþykkti því að vísa þeim til kæru- nefndarinnar. Þangað voru þær ekki enn komnar í gær, þrátt fyrir að aðalfundur hefði verið haldinn í mars. Húseigendafélagið hefur því fyrir hönd umbjóðenda sinna sem eru í Húsfélagi alþýðu sent formanni félagsins bréf, þar sem skýringa er óskað á þeim drætti sem orðið hafi á að erindi aðalfundarins hafi verið sent til kærunefndarinnar Segir að eftir aðalfundinn „hafi rekið á reiðanum“. Meðan málið sé óútkljáð ríki bagaleg óvissa um réttarstöðu félagsins og íbúðareigenda. Er allri ábyrgð vegna þess lýst á hendur stjórnar Húsfélags alþýðu. ■ Hverfisgötu verður lokað við Hlemm Samþykkt hefur verið að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi Hlemmsvæðisins í tengslum við breytingar á leiðakerfi Strætós bs. Gert er ráð fyrir að Hverfisgötu verði lokað milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs og lega Laugavegar breytist. SKIPULAGSMÁL Nýjar hugmyndir Reykjavíkurborgar í skipulags- málum gera ráð fyrir að Hverfis- götu verði lokað milli Snorra- brautar og Rauðarárstígs. Skipu- lags- og byggingarnefnd hefur samþykkt að unnin verði tillaga að nýju deiliskipulagi svæðisins og stendur hagsmunaaðila- kynning yfir. „Það á að taka í notkun nýtt leiðakerfi fyrir almenningsvagna á öllu höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hefur óskað eftir að koma fyrir á Hlemmi nýrri og stækkaðri aðalstöð og biðstöð fyrir almenningsvagna,“ segir Jóhannes S. Kjarval arkitekt, sem hefur umsjón með skipulagsmál- um miðborgarinnar. Umsvif strætisvagna á Hlemmi aukast verulega við breytingarnar að sögn Jóhannesar en gert er ráð fyrir að Hlemmur verði endastöð sex stofnleiða. „Í breytingunum felst meðal annars að lokað verður fyrir almenna umferð fyrir framan lög- reglustöðina á Hverfisgötu,“ segir Jóhannes. Þar er áætlað að almenningsvagnar komist fyrir í götustæðinu. Þá er gert ráð fyrir að Laugavegurinn verði tengdur beint í gegnum Hlemmsvæðið að sögn Jóhannesar. „Til að svara þessari breytingu á umferðar- kerfinu er einnig gert ráð fyrir fleiri breytingum í næsta ná- grenni sem verið er að vinna að,“ bætir Jóhannes við. Að sögn Ásgeirs Karlssonar, framkvæmdastjóra Strætós bs., er líklegt að útfærð verði ein- hvers konar biðstöð eða viðkomu- staður á göturýminu framan við lögreglustöðina. Engar breytingar á húsinu við Hlemm liggja hins vegar fyrir í augnablikinu. „Húsið verður þarna áfram fyrst um sinn í óbreyttri mynd,“ segir Ásgeir. „Hins vegar munum við væntan- lega í tengslum við þessa breytingu á umferðarskipulagi á svæðinu gera einhvers konar skoðun á því hvernig hentugast sé að leysa okkar þarfir þar.“ Áformað er að vinna tillögu að deiliskipulagi á næstu vikum og er gert ráð fyrir að hún verði auglýst lögformlega á tímabilinu frá 7. júlí til ágústloka, að því er fram kemur í auglýsingu frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar. helgat@frettabladid.is ■ ASÍA TEKIST Í HENDUR Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, tekur í höndina á forstöðumanni egypsku leyniþjónustunnar, Omar Suleiman, á fundi þeirra í höfuðstöðvum Arafats í gær. Forsætisráðherra Ísraels: Lætur ekki undan þrýstingi JERÚSALEM, AP Forsætisráðherra Ísraels, Ariel Sharon, segist ekki ætla að láta undan þrýstingi Egypta til þess að hefja viðræður við Palestínumenn á ný. Hann fagnar þó áhuga Egypta á því að vinna að öryggismálum á Gaza-svæðinu eftir fyrirhugað brotthvarf ísraelskra hersveita. Egyptar hafa verið í samninga- viðræðum bæði við Ísraelsmenn og Palestínumenn til þess að koma í veg fyrir öngþveiti á Gaza eftir brotthvarf ísraelskra hersveita sem áætlað er á næsta ári. Omar Suleim- an, forstjóri egypsku leyniþjónust- unnar, hitti palestínska ráðamenn í gær og hefur í hyggju að hitta ísra- elska ráðamenn síðar til að ræða um brotthvarfið. ■ AÐALSTRÆTI Borgarráð hefur skipað verkefnisstjórn vegna minjaskálans sem reisa á í nýju hóteli við strætið. Minjaskálinn í Aðalstræti: Verkefnis- stjórn skipuð FORNMINJAR Borgarráð hefur sam- þykkt að skipa verkefnisstjórn þrigg- ja aðila til að fara með öll málefni tengd menningarminjum í Aðalstræti. Hlutverk verkefnisstjórnar verð- ur að sjá til þess að byggingafram- kvæmdir við minjaskála þann er reisa á í tengslum við nýtt hótel í Að- alstræti taki mið af sýningu forn- minja og geri skálann þannig úr garði að nýting hans verði sem allra best. Skal stjórnin enn fremur skila borgarráði skýrslu fyrir áramót og skulu liggja þar fyrir allar helstu upplýsingar og kostnaðaráætlun. Ljúka á byggingu minjaskálans vor- ið 2005. ■ ÓLYMPÍUSPILLING Stjórnendur Ólympíuleikanna í Peking 2008 hafa lagt mikla áherslu á að engin spill- ing verði liðin. Það var þeim því mikið áfall þegar í ljós kom að millj- arði króna var varið í að byggja íbúðir fyrir starfsmenn ólympíu- nefndarinnar og hundruðum millj- arða í ólöglegar fjárfestingar. Breytingar á aðalskipulagi samþykktar: Uppbygging íbúða á Mýrargötusvæði SKIPULAGSMÁL Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Mýrargötusvæðis var samþykkt í borgarráði á þriðjudag. Breytingarnar fela í sér að slippastarfsemi hverfur frá svæðinu og í staðinn verður byggt upp íbúða- og skrifstofusvæði ásamt hafnarstarfsemi. Skipu- lags- og byggingarnefnd hafði áður samþykkt breytingarnar. Gert er ráð fyrir um 200 nýjum íbúðum á svæðinu og mun hluti þeirra ná inn á svæði sem nú er einungis ætlað hafnar- og atvinnu- starfsemi. Ekki verður hins vegar gert ráð fyrir íbúðum á hafnar- bakkasvæðinu. Þá er gert ráð fyrir að í fram- tíðinni verði Mýrargötu breytt og hún fari í stokk niður í jörðina, að sögn Haralds Sigurðssonar, skipu- lagsfræðings hjá Reykjavíkur- borg. „Hugmyndin er sú að þá verði eldri götur í Vesturbænum framlengdar niður að höfninni,“ segir Haraldur. ■ HÚSFÉLAG ALÞÝÐU Húsfélag alþýðu stendur á fornum grunni. Það er bæði húsfélag og eignarhaldsfélag, sem upphaflega var stofnað utan um byggingu verkamannabústaða í fimm fjölbýlishúsum. MÝRARGÖTUSVÆÐIÐ Svona er gert ráð fyrir að Mýrargötu- og slippsvæði líti út eftir breytingar á aðalskipulagi sem hefur verið samþykkt í borgarráði. SKIPULAGSBREYTINGAR VIÐ HLEMM Breytingar á skipulagi gera ráð fyrir að Hverfisgötu verði lokað við Hlemm. Þá er gert ráð fyrir að lega Laugavegar breytist. Myndin er úr skýringaruppdrætti og sýnir hugsanlega stöðu almenningsvagna við Hlemm. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IN N U ST O FA N Þ VE RÁ Ra uð ar ár st íg ur Lögreglustöðin KB-BANKI Laugavegur Sn or ra br au t Hverfisgata
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.