Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 22
25. júní 2004 FÖSTUDAGUR22 Þjóðin hefur fengið valdið. Það er í fullu samræmi við stjórnarskrá lýðveldisins sem lögtekin var á berginu helga 17. júní 1944 í byrjun lýðveldis. Þá virðast menn hafa sameinast um þá grunnhugsun að þjóðin ætti að ráða, að löggjafarvaldið þarfnað- ist aðhalds og væri ekki einráð samkoma, þess vegna er 2. grein stjórnarskrárinnar: Löggjafar- vald er í höndum Alþingis – og forseta Íslands. Í umræðunni á Alþingi – frá 1944 – sem birt er í Alþingistíð- indum kemur glöggt fram að ákvæðið um synjunarvald var sett í stjórnarskrá meðvitað og til að hnykkja á 2. greininni. Með því ákvæði er hafnað að löggjaf- arsamkoman sé alvalda – einráð um löggjafarmálefni. Samkvæmt stjórnskipunar- kenningunni um þrískiptingu rík- isvaldsvaldsins í löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald skulu þessir valdaþættir vera í höndum aðskilinna aðila, sem takmarki vald hver annars og komi þannig í veg fyrir gerræðis- lega beitingu þess. Löggjafar- samkoman starfar í tímabundnu umboði þjóðarinnar með ýmsum skilyrðum sem m.a. er kveðið á um í stjórnarskrá. Forseti er hér á landi kosinn af þjóðinni en ekki alþingi, meðal annars vegna þess að hann hefur umboð til ákvarð- ana á borð við þá að skjóta mál- um frá alþingi til þjóðarinnar. Ella hefði verið mótsögn í því að hann hefði vald til að synja lög- um staðfestingar. Hugsunin er sú að þjóðin eigi fyrsta og síðasta orðið. Það á alltaf að vera hægt að skjóta málum til þjóðarinnar. Allt vald á að vera komið frá þjóðinni. Ríkisstjórnin fer með fram- kvæmdavaldið. Hún starfar í um- boði löggjafarvaldsins, en hún er ekki löggjafarvald sjálf. Fræði- menn hafa lýst þeirri skoðun undanfarið að framkvæmdavald- ið hafi seilst æ lengra inn á svið löggjafarvalds undanfarin ár. Hér er ekki rúm til að fjalla frek- ar um þróun valdgreiningar og valdaskiptingar milli löggjafans og framkvæmdavaldsins, en ljóst er samkvæmt stjórnarskrá og lögum að valdið á að koma frá þjóðinni, og nú hefur hún fengið vald til að taka ákvörðun til mik- ilvægs máls í einfaldri atkvæða- greiðslu, já eða nei – til sam- þykktar eða synjunar. Kosninga- réttur okkar kjósenda er hér í húfi. Kosningaréttur heyrir til mannréttinda. Þær lýðræðisþjóðir sem við miðum okkur við í Evrópu hafa iðulega greitt atkvæði í þjóðarat- kvæðagreiðslu um ýmis mál. Ís- lendingar einir þessara lýðræðis- þjóða hafa ekki fengið það vald sem nágrannaþjóðir okkar hafa sem sjálfsagt mál. Þær hafa að því leyti meiri mannréttindi en við. Nú loksins þegar kemur til- vik þar sem þjóðin fær valdið, þá er óþolandi að einhverjar valda- stofnanir, reyni að krenkja og skerða þetta vald almennings – til að taka ákvörðun í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Á dögunum skipaði ríkis- stjórnin starfshóp lögmanna til að fjalla um framkvæmd þjóðar- atkvæðagreiðslu. Ef valdsherrar hefðu viljað að starfshópurinn endurspeglaði þingið í landinu, þá hefði nefndin verið skipuð samkvæmt tilnefningu þing- flokka, stjórnar og stjórnarand- stöðu. Það var ekki gert. Ef ríkis- stjórnin hefði viljað að starfshóp- urinn endurspeglaði þjóðarvilja, hefði hún getað farið fram á til- nefningu almannasamtaka, verkalýðshreyfingar og slíkra. Það var ekki gert. Þar með þarf væntanlegt álit starfshópsins ekki að endurspegla vilja þings eða þjóðar, heldur einungis þess framkvæmdavalds sem hópinn valdi. Nefndarmenn eiga samt vonandi þann kost að fylgja anda stjórnarskrárinnar fyrir lýðveld- ið Ísland, sem treystir kjósend- um þótt það brjóti í bága við skoðanir þeirra sem fara með framkvæmdavaldið. Þegar mál- um er skotið til þjóðarinnar ber refjalaust að halda þjóðarat- kvæðagreiðslu, þar sem einfald- ur meirihluti ræður, og atkvæði kjósenda vega jafnt. Við kjósend- ur – þjóðin – þurfum að standa vörð um kosningaréttinn, mann- réttindi okkar. Þau réttindi má ekki skerða eða klípa af með ein- hverjum heimasmíðuðum girð- ingum eða lagabrellum. Valdið er þjóðarinnar. ■ Þjóðin hefur valdið Gjaldþrota samtök án félagaskrár Menn hafa spurt mig hversvegna ekkert heyrist frá Leigjendasam- tökunum eftir að ég hætti þar for- mennsku. Fyrir skömmu birtist svo í Fréttablaðinu viðtal við núverandi formann. Þar er ekkert fjallað um ástand húsnæðismála eða kjör. Samkvæmt viðtalinu er aðalerindið að Samtökin séu gjaldþrota og þar finnist engin félagaskrá. Ekki veit ég hvaða áherslur koma frá for- manninum og hvað er frá blaða- manninum ættað, en úr því formað- urinn hefur ekki gert athugasemd- ir, hlýt ég að svara, þótt mér sé það þvert um geð. Formaðurinn hefur ekki starfað lengi í Samtökunum sem getur verið kostur, komi menn með nýjar áherslur og sambönd. Ekki spáir þó góðu að gefa í skyn að Samtökin hafi verið í rusli og ekk- ert hafi verið gert. Leigjendasamtökin voru stofn- uð árið 1978 og hafa því starfað í aldarfjórðung. Þau voru stofnuð með berum höndunum má segja og áttu ekkert. Styrkur fékkst hjá fjár- málaráðherra og skrifstofa var opnuð í kjallaraherbergi við Bók- hlöðustíg. Þar voru engin tæki utan eitt símtól er stöðugt var rauðgló- andi og biðröð fyrir utan líkt og stífla hefði losnað. Fyrsti starfs- maður var Laufey Guðjónsdóttir sem nú mun vera forstjóri Kvik- myndasjóðs. Hún var frábær starfsmaður við frumstæð skilyrði. Þá voru hér engin húsaleigulög og því fátt við að styðjast varðandi rétt leigjenda til heimilis og víða andstaða við þetta frumkvæði. Lög- in komu árið eftir. Árið 1983 komu ungir menn í stjórnina. Þeir kynntu okkur starfsemi sænsku búsetufé- laganna og við stofnuðum Búseta til að reka leiguíbúðir með búsetu- rétti. Hófst þá hörð barátta fyrir rétti Búseta til að byggja, því ekki mátti breyta sveitastefnunni. Inn í samþykktir Búseta settum við ákvæði þess efnis að leigjendur Bú- seta yrðu félagar í Leigjendasam- tökunum svo til yrði ákveðinn stokkur manna sem greiddu félags- gjöld. Er fyrstu leigjendurnir loks fluttu inn, felldu þeir niður þetta ákvæði. Árin 1985-88 sá Sigurjón Þorbergsson um rekstur Samtak- anna og á þeim tíma féll styrkur ráðuneytis niður. Varð Sigurjón að greiða úr eigin vasa útgjöld sam- takanna.Um haustið 1988 tók ég við rekstrinum og rak Samtökin heima hjá mér um veturinn, enda engir peningar til. Þá varð Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra og fékkst þá strax dálítill rekstrar- styrkur. Alla tíð Jóhönnu í embætti sá hún til þess að Samtökin gætu starfað. Skrifstofan var opnuð á ný og í fórum Samtakanna fann ég gamla félagaskrá með á sjöunda hundrað nöfnum. Ég keypti gíró- seðla og reyndi þannig að rukka inn félagsgjöld eftir skránni. Þeir komu að stórum hluta aftur með áletrun einsog viðtakandi finnst ekki eða er fluttur. Af þessu varð verulegt tap. Ég strikaði næst út þá sem voru fluttir og bætti við nýj- um, en það fór á sömu leið. Stöðug- ur flutningur leigjenda er stað- reynd. Eftir þriðju tilraun gafst ég upp, enda engin efni til að halda þessu áfram. Innri uppbygging Samtakanna sat á hakanum vegna manneklu og fjárskorts. Ég ræddi við verklýðsforingja og fleiri og spurði hvort félögin væru tilbúin að greiða félagsgjöld fyrir félags- menn sína, en því var hafnað. Sama er að segja um Borgina og fleiri sveitarfélög sem leitað var til. Loks keyptum við peningasíma þar sem greiða átti kr. 200 fyrir símtalið. Hringingum stórfækkaði svo þessu var hætt. Allir vildu nýta þjónust- una og oft í nauðvörn, en enginn vildi borga. Félagaskrá átti samt að vera til, hafi hún ekki glatast í flutningum, en lítið var á henni að græða sem fyrr segir. Árlega var sótt um styrk á fjárlögum ríkisins og tókst einu sinni en var svo tekið út næsta ár. Fyrir 9 árum settu Framsóknar- menn bóndadurg norðan úr Blöndu- dal yfir húsnæðismálin. Það sýnir best áhersluna sem hér ríkir á dreifbýlisstefnuna, en þarna keyrði um þverbak. Styrkurinn lækkaður strax og loks tekinn af. Þó voru um 450 þús. kr. inni á reikningi Samtak- anna þegar ég hætti. Þarna var ekki farið illa með fé. Nú mun styrkur- inn kominn aftur en skrifstofunni lokað og Samtökin sögð gjaldþrota. Kannski hafa þau alltaf verið gjald- þrota því aldrei var hægt að greiða laun. Frumkvöðlastarf einsog stofnun Leigjendasamtakanna var þarfnast ákveðins stuðnings í byrj- un. Sá stuðningur fékkst ekki frá þeim sem málið er skyldast. Þótt meginverk Samtakanna hafi alla tíð verið að bjarga fólki undan hrammi þeirrar fasteignastefnu sem hér ríkir, gefa ráð og leiðbeiningar o.fl. slíkt, var markmið mitt frá upphafi að koma hér á evrópskri húsnæðis- stefnu með öflugum leigumarkaði í stað skuldasöfnunar og gera Reykjavík að evrópskri borg. Opin- ber húsnæðisstefna verður að taka mið af Reykjavík og öðru helsta þéttbýli og hafa það markmið að leysa úr þörfum fólks fyrir hús- næði. Til þess höfðum við aldrei pólitískan bakhjarl. Greinarhöfundur er fyrrver- andi formaður Leigjendasamtak- anna. ÆVINTÝRI GRIMS ÓSKAR GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR Í REYKJAVÍK UMRÆÐAN ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLAN Forseti er hér á landi kosinn af þjóðinni en ekki alþingi meðal annars vegna þess að hann hefur umboð til ákvarðana á borð við þá að skjóta málum frá alþingi til þjóðarinnar. Ella hefði verið mótsögn í því að hann hefði vald til að synja lögum stað- festingar. Hugsunin er sú að þjóðin eigi fyrsta og síðasta orðið. ,, JÓN KJARTANSSON FRÁ PÁLMHOLTI UMRÆÐAN LEIGJENDASAMTÖKIN Fyrir 9 árum settu Framsóknarmenn bóndadurg norðan úr Blöndudal yfir húsnæðis- málin. Það sýnir best áhersluna sem hér ríkir á dreifbýlisstefnuna, en þarna keyrði um þverbak. Styrkur- inn lækkaður strax og loks tekinn af. ,, KATRÍN JAKOBSDÓTTIR VARAFORMAÐUR VINSTRI GRÆNNA FRIÐBJÖRN ORRI KETILSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI FRJÁLSHYGGJUFÉLAGSINS SKIPTAR SKOÐANIR Á að lækka skatta? SVARIÐ VIÐ ÞESSARI SPURNINGU er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunn- þjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skatt- prósentu eða hærri skattleysismörkum, að milli- tekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. HÉR Á LANDI ER REYNDAR ÞREPASKIPT KERFI; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnu- tekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greidd- ur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli hand- anna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. SKATTARNIR EIGA að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heil- brigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heil- brigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttis- samfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu. Í HUGA ÞEIRRA SEM VELJA FRELSI umfram þving- anir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. ER ÞETTA RÉTT? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðr- um til handargagns? RÉTTARA VÆRI að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa all- ir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höf- uð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. LÆKKA BER SKATTA sem allra fyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.