Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 25
Arnar Gíslason barþjónn á Thorvaldsen er lunkinn í gerð kokkteila. Einn vinsælasti drykkurinn sem hann hefur hrist fram er Finlandia Kiwi. Drykkurinn hefur verið áberandi á Thorvaldsen í sumar. Hann er ferskur og tær og kemur kívíbragðið mjög hreint í gegn enda bæði notað ferskt kíví og líkjör úr sama ávexti. Uppskriftin fyrir þá sem vilja prófa er: Ferskur sumardrykkur 3FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Beikonvafinn þorskur með sætri sósu Þessi uppskrift er innblásin af einum besta saltfiskrétti sem ég hef fengið um æv- ina, en hann fékk ég nýlega á veitingahúsi hér í bæ. Fiskurinn var borinn fram með sætri sósu og ég reyni hér að ná fram töfrum þessarar sósu. Í þessum rétti er þorskurinn ferskur, en fær saltbragð frá beikoninu. Til hátíðabrigða má nota hráskinku í stað beikonsins. 1 roðflett þorskflak um 500 kr. 6 sneiðar beikon um 400 kr. Sósa: 3 cl Finlandia vodka lime 1 cl Kiwi líkjör 2 cl Pisang 1 kíví Hrist með klaka, sett í glas með muldum ís og fyllt upp með Sprite. Góðir tímar eru fram undan hjá þeim sem unna fersku salati því úrval af íslenskri framleiðslu er komið í verslanir. Þar á meðal er ný tegund sem nefnist Íslandssalat og ræktað er í Hveratúni í Laugar- ási. Íslandssalatið er aðeins rauð- leitt og hrokkið enda af Lollo Rosso ættinni en sú tegund er þekkt frá fyrri árum og fæst nú líka í búðun- um. Hið vinsæla klettasalat, oft nefnt erlenda nafninu Rucola, er líka komið í búðir. „Þetta eru inni- ræktuð salöt, sem seld eru í pott- um og haldast nokkuð vel fersk,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann nefnir líka salatþrennu sem er önnur nýjung og samanstendur af Lollo bionda, Lollo rosso og eikar- laufi í sama potti. „Þrennan hefur fengið feiknagóðar viðtökur,“ seg- ir Aðalsteinn og getur þess að erfitt sé að annast eftirspurn. Guðný Aðalgeirsdóttir frá Akranesi hlaut nýlega Íslandsmeistaratitilinn i í kleinubakstri. Er þetta annað árið í röð sem keppnin er haldin og tók Guðný einnig þátt í fyrra en hafnaði þá í þriðja sæti. Guðný er að vonum ánægð með titilinn og segir daginn hafa verið mjög skemmtilegan. „Ég hef gaman af þessu og finnst um að gera að vera með í keppninni. Ég stefni auðvitað að því að taka þátt aftur á næsta ári og verja titilinn,“ segir hún. Kleinupokana seldi Guðný á mótasvæðinu til styrktar Íþrótta- félaginu Þjóti á Akranesi og runnu meistarakleinurnar út eins og heit- ar lummur. Alls voru tóku sex manns þátt í keppninni í ár, sem haldin var á Safnasvæðinu að Görðum á Akra- nesi. Fimm manns voru í dóm- nefndinni og lenti Jóna Adolfsdóttir frá Akranesi í öðru sæti og sú þriðja var Pálína Pálsdóttir sem einnig er frá Akranesi. [ AKRANES ] Íslandsmeistari í kleinubakstri krýndur Sigurliðin í Kleinumeistaramóti Íslands 2004, sigurvegarinn Guðný er í miðjunni. M YN D /S KE SS U H O R N Nýkomið á markað: Íslandssalat og aðrar inniræktaðar tegundir Finlandia Kiwi Skerið þorskflakið í fallega bita og vefjið hvern bita með einni beikonsneið. Setj- ið afskorninga og þunnildi í pott og út- búið fisksoð. Steikið fiskbitana á miðl- ungsheitri grillpönnu í ca tvær mínútur á hvorri hlið. Setjið því næst bitana í eldfast mót og bakið í 200 gráðu ofni í um 10 mínútur í viðbót. Sósan: Bræðið sykurinn í potti með þykkum botni. Takið þá pottinn af hellunni og hellið sojasósu og ediki saman við syk- urbráðina og hrærið vel í um leið. Setj- ið pottinn aftur á helluna og bætið engifer og fisksoði saman við. Hrærið vel þar til sósan er kekkjalaus. Látið sósuna sjóða nokkra stund þar til hún þykknar örlítið – en sósan á samt að haldast nokkuð þunnfljótandi. Berið fram með salati úr káli og grilluðu grænmeti. 4 msk. ljós púðursykur 2 msk. sojasósa 2 msk. balsamedik 3 dl fisksoð 1 tsk. rifinn engifer Íslandssalat að grískum hætti 1 knippi Íslandssalat 1 gúrka 2-3 tómatar, vel þroskaðir 4 msk. ólífuolía 1 msk. sítrónusafi 1 hvítlauksgeiri, pressaður 1/2 tsk óreganó, þurrkað nýmalaður pipar salt 1/2 krukka fetaostur í kryddolíu 10-12 ólífur Salatið rifið niður og sett í skál. Gúrkan skorin í 4-5 cm bita og hver biti síðan í lengjur. Tómatarnir skornir í báta og þeim og gúrkunum blandað saman við salatið. Olía, sítrónusafi, hvítlaukur, óreganó, pipar og salt hrist saman, hellt yfir salatið og blandað vel. Fetaostinum dreift yfir og síðan ólífunum. Salatþrenna með balsamediki og möndlum 1 knippi salatþrenna 200 g kokkteiltómatar 25 g möndlur 3 msk. ólífuolía 2 msk. balsamedik nýmalaður pipar salt nokkur pítubrauð (einnig má nota sneiðar af góðu brauði) Salatið rifið gróft niður og sett í skál eða á fat. Tómat- arnir skornir í helminga og blandað saman við. Möndl- urnar brytjaðar gróft og ristaðar á þurri pönnu þar til þær eru rétt að byrja að taka lit. Olía, edik, pipar og salt hrist saman, hellt yfir salatið og blandað og að lokum er möndlunum dreift yfir. Pítubrauðin hituð í gegn á þurri pönnu eða í ofni, rifin niður og raðað í kring eða borin fram með á öðrum diski. Klettasalat með rækjum 200 g rækjur 1 knippi klettasalat 1 rauð paprika 3 msk. olía 1 msk. hlynsíróp 1 tsk. dijon-sinnep 1/4 tsk. herbes de provence eða óreganó nýmalaður pipar salt 2-3 msk. söxuð steinselja Rækjurnar látnar þiðna alveg. Klettasalatinu dreift á fat eða stóran disk. Paprikan fræhreinsuð og skorin í mjóar ræmur og þeim dreift yfir. Olía, hlynsíróp, sinnep, krydd- jurtir, pipar og salt hrært vel saman í skál. Steinseljunni hrært saman við og síðan rækjunum. Rækjunum hrúg- að á miðjuna á salatdiskinum og afganginum af sinnep- skryddleginum dreypt yfir salatið. Enn betra er að nota hráar, skelflettar rækjur sem eru þá steiktar í örlítilli olíu á pönnu við góðan hita í 1-2 mínútur eða þar til þær breyta lit, og síðan settar út í kryddlöginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.