Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 29
7FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 [ NÁMSKEIÐ ] Tveir dagar í blómaskreytingum Blómaskreytinganámskeið verður haldið í Hvassahrauni á Vatns- leysuströnd dagana 6. og 7. júlí. Kennarar verða Dorthe Vemby og Uffe Balslev sem eru blóma- skreytingakennarar að mennt en Dorthe hefur einnig gefið út nokkrar bækur. Hægt er að nálgast frekari upp- lýsingar um námskeiðið í síma 897 1876 hjá Uffe eða í síma 555 3932 hjá Sæunni. Guzzini: Hönnun tileinkuð matargerð Ítalía er af mörgum talin tróna á toppn- um á sviði hönnunar og matargerðar. Fratelli Guzzini stofnaði fyrirtæki sitt árið 1913, hönnunarfyrirtæki tileinkað matargerðarlistinni. Hann fór ótroðnar slóðir í efnisnotkun við hönnun sína, plastefni var honum hugleikið frá fyrstu tíð og hann var með þeim fyrstu að framleiða eldhúsáhöld úr plexigleri, en það efni hafði ekki sést áður í hönnun nema í heriðnaði. Þarna opnaðist ný gátt sem enn er í þróun í dag. Áherslan í hönnun Guzzini er í megin- atriðum á eldhúsið, mat og matreiðslu. Fjöldinn allur af hönnuðum starfar nú undir merki Guzzini og vöruúrvalið er fjölbreytt. Ending og notagildi eru einkunnarorð fyrirtækisins, gæðastaðallinn er hár og verðið sanngjarnt. Guzzini-vörurnar eru fáanlegar í versl- uninni Art-Form á Skólavörðustígnum. fratelliguzzini.com Hnífastandur 9.870 kr. Kaffikanna 4.890 kr. Salatskál 1.720 kr. Salatáhöld 1.380 kr. Bakki 2.275 kr. Í versluninni Pílugluggatjöld fást Polyscreen-gluggatjöld úr poly- esterefni sem draga úr skaðlegum áhrifum sólargeisla. Gluggatjöldin eru með birtusíu sem verndar augun fyrir óþægindum og kemur í veg fyrir að húsgögn skemmist. Efnið sem Polyscreen-gluggatjöld- in er úr er að hluta til gagnsætt og því er vel hægt að horfa út um gluggann. Polyscreen-gluggatjöld- in dreifa ekki ljósgeislum. Litir utandyra breytast ekki heldur dofna aðeins og það er einn helsti kostur efnisins. Þannig er dregið úr áhrifum sólarljóssins án þess að hafa áhrif á útsýnið. Mjög auðvelt er að þrífa P o l y s c r e e n - g l u g g a t j ö l d i n . Gluggatjöldin eru einfaldlega þvegin með svampi og sápuvatni og henta því mjög vel í skrif- stofurými og almenningsstaði. Efnið í Polyscreen-gluggatjöld- unum dregur lítið úr loftstreymi. Heitt loft nær ekki að þéttast á milli efnisins og glersins og á heitum dögum er hægt að hafa glugga opna því efnið hleypir lofti í gegnum sig. Efnið í glugga- tjöldunum endurkastar sólinni og kælir rýmið og með því hitnar herbergið ekki of mikið. Polyscreen-gluggatjöldin er hægt að nota bæði úti og inni. Ef filma er sett utan dyra dregur efnið verulega úr því að skordýr komist inn í herbergið og hitastigið í herberginu breytist lítið. Pílugluggatjöld bjóða upp á fimm gerðir af Polyscreen- gluggatjöldum og hleypa þau mis- miklu sólarljósi inn. Píluglugga- tjöld eru í Faxafeni 12 í Reykja- vík. ■ Polyscreen-gluggatjöld: Draga úr áhrifum sólargeisla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.