Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 35
23FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 AF NETINU Öll munum við eftir því þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna mættust á Íslandi und- ir lok kalda stríðsins. Frá þeim tíma hefur fólk um all- an heim litið til Íslands í von um aukin framlög til heimsfriðar. Opið bréf frá landinu helga Til Ástþórs Magnússonar Fyrir hönd Hjálparstofnunar landsins helga í Betlehem erum við innilega þakklát áralangri baráttu þinni fyrir friði og mann- réttindum meðal þjóða. Við höf- um lengi beðið eftir fólki eins og þér til að tala fyrir málstað okkar og þjáningum og leggja okkur lið í baráttunni fyrir réttlæti. Lengi hafa þjáningar okkar undir her- námi Ísraela verið hundsaðar af alþjóðasamfélaginu. Nú finnum við sterka rödd sem mun standa upp í baráttunni fyrir réttlæti og varanlegum friði, verðir þú kjör- inn forseti. Héðan frá Palestínu, frá her- náminu, frá Betlehem, skorum við á fólk að hjálpa þér, hr. Ást- þór Magnússon. Skorum á það að hjálpa þér að halda áfram að boða frið, ekki einungis með orð- um heldur einnig í verki. Langt starf þitt fyrir friði og gegn of- beldi og barátta þín fyrir betri framtíð mannkyns ætti að gera þjóð þína stolta af þér. Í Palestínu erum við stolt af þér, Ástþór Magnússon, stolt af samstarfi okkar og stolt af mannúð þinni sem við söknum hjá leiðtogum heims. Land á borð við Ísland hefur mikilvægu hlutverki að gegna í því að styðja frið og rétt- læti og byggja friðarbrýr milli þjóða. Öll munum við eftir því þegar forsetar Bandaríkjanna og Sovét- ríkjanna mættust á Íslandi undir lok kalda stríðsins. Frá þeim tíma hefur fólk um allan heim litið til Íslands í von um aukin framlög til heimsfriðar. Hættuástandið í Mið-Austurlöndum þarfnast svo sannarlega liðsinnis ykkar Ís- lendinga sem þjóðar. Palestínu- menn og Ísraelar þurfa átakan- lega á hjálp ykkar að halda og nú er rétti tíminn fyrir land eins og Ísland að leggja hönd á plóginn og valda straumhvörfum til frið- ar, ekki aðeins í Mið-Austurlönd- um heldur um allan heim. Ástþór Magnússon, barátta þín fyrir friði hefur nú þegar breytt lífi margra og þegar þú verður kosinn forseti erum við þess fullviss að þú munt halda áfram á þeirri braut. Við óskum þér góðs gengis í forsetakosning- um á Íslandi. Megi friður ríkja á jörð. Greinarhöfundur er umsjónar- maður hjá Holy Land Trust, Bet- lehem, Palestínu (holyland- trust.org) og skrifar í nafni sam- takanna. Frá og með 1. júlí 2004 gefst viðskiptavinum Íbúðalánasjóðs kostur á að taka peningalán, gegn ÍLS-veðbréfum. Íbúðalánasjóður mun gefa út ÍLS-veðbréf og greiða upphæð þeirra inn á reikning þegar viðskiptavinurinn hefur afhent sjóðnum þau þinglýst. Hægt verður að taka ÍLS-lán til 20, 30 eða 40 ára og heimilt verður að stytta eða lengja lánstímann samkvæmt reglum sem Íbúðalánasjóður mun setja þar að lútandi. Vextir hinna nýju ÍLS-lána munu verða ákveðnir mánaðarlega og verða fyrst kynntir 1. júlí næstkomandi. Peningar í stað húsbréfa Borgartún 21, 105 Reykjavík, sími: 569 6900, fax 569 6800, www.ils.is Fasteignaveðbréf skiptanleg fyrir húsbréf Íbúðalánasjóður mun afgreiða fasteignaveðbréf skiptanleg fyrir húsbréf til 30. júní. Frá 1. júlí til 15. september 2004 mun sjóðurinn hins vegar greiða peninga fyrir fasteignaveðbréf. Eftir 15. september 2004 mun Íbúðalánasjóður ekki taka við fasteignaveðbréfum sem afhent eru fyrir 1. júlí. Áttu húsbréf? Frá 28.-30. júní býðst eigendum húsbréfa að skipta á þeim fyrir hin nýju, markaðs- vænu ÍLS-veðbréf. Hafðu sam- band við banka þinn, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki og fáðu ráðgjöf vegna þessa. Breytt Íbúðalánasjóðslán www.ils.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 1 2 5 9 9 /sia .is Í FLÓTTAMANNABÚÐUM Greinarhöfundur skrifar til stuðnings for- setaframboði Ástþórs Magnússonar og segir að friðarsamtökin Holy Land Trust beri vonir til hans sem boðbera friðar í heiminum. GEORGE RISHMAWI UMRÆÐAN FORSETA- KOSNINGAR Skólagjöld í umræðunni Umræðan um skólagjöld hefur verið njörfuð niður í uppslætti þar sem kallast hefur verið á með sömu fullyrðingunum árum saman. Fyrir vikið hefur engu verið hægt að hnika í þeim efnum. Hin mikla aukning í alla háskóla landsins beinlínis kallar á að umræðan um skólagjöld verði sett á dagskrá með málefnalegum hætti. Háskólarnir sjálfir hafa nú í vor kallað eftir slíkri umræðu og jafnvel boð- að mikilvægi þess að fá heimildir til skólagjalda. Athygli vekur að meirihluti háskólastúdenta er ekki nýstúdentar heldur fólk sem er að leita inn í frekara háskólanám eða hefja þar nám eftir að hafa verið á vinnumarkaði um hríð. Sjálf- ur tel ég ekki útilokað að háskólar fái heimild til töku skólagjalda en þó með skýrum skilyrðum. Þannig mætti hugsa sér að allir eigi kost á námi í framhalds- skóla og háskóla upp að tilteknum ein- ingum án skólagjalda. Hugsa mætti sér t.d. að slík mörk yrðu sett við BS/BA gráðu og/eða mastergráðu. Hjálmar Árnason á althingi.is/hjalmara/ Já, hvað þá? Þó að þeir hjá Samkeppnisstofnun hafi gert atvinnufyrirtækjunum marga skrá- veifu, bannað sameiningar þeirra, bann- að þeim að tilnefna menn í stjórnir eigin félaga, sektað þau fyrir að vera ekki með nægilega marga verðmiða í gluggunum og hver veit ekki hvað, þá má stofnunin þó eiga það að hún hefur löngum séð fyrirtækið Baug að miklu leyti í friði [...] og í gær tilkynntu samkeppnisyfirvöld hátíðlega að þau myndu ekki hindra þann samruna sem nýlega varð og er ýmist kenndur við Norðurljós eða Frétt. Ljómandi gott, þykir þessu blaði, enda er það andvígt samkeppnisreglum, og treystir því að Samkeppnisstofnun gæti samræmis í ákvörðunum sínum. En hugsum okkur nú að Samkeppnisstofn- un hefði kveðið upp gagnstætt álit við það sem hún birti í gær. Segjum að Sam- keppnisstofnun hefði metið samkeppn- islögin þannig að henni bæri að banna þennan samruna. Hvað þá? 176. tbl. Vefþjóðviljans á andriki.is Bankamenn í víking Víkingar nútímans eru að vísu ekki gyrtir sverði með hjálm á höfði en þeir halda í útrás, gera strandhögg og útvíkka goð- orð sitt. Íslenskir víkingar samtímans eru forsvarsmenn íslenskra útrásarfyrirtækja: Björgólfsfeðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sig- urðsson, Robert Wessman, Jón Sigurðs- son og fleiri. Þessar menn hafa bardaga- hug víkinganna og veigra sér ekki við að taka áhættu og leggja í hættulegar ferð- ir til að ná sér í skotsilfur – fara í víking. Davíð Guðjónsson á deiglan.com Spyr sá sem ekki veit Ef við gefum okkur að þjóð og þing greini á, hvernig svo sem það kann að vera ákvarðað, hlýtur þjóðin að fara með úr- slitavaldið. Nú kann einhver að segja að þjóðin hafi tækifæri til þess að kjósa nýtt þing að fjórum árum liðnum geðjist henni ekki að störfum starfandi þings. En hvers vegna skyldi þjóðin þurfa að sætta sig við lög sem henni eru á móti skapi í allt að fjögur ár ef hún gæti útkljáð málið með þjóðaratkvæði miklu fyrr? Haukur Eggertsson á frelsi.is ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.