Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 37
„Við ætlum að blása til hátíðar á götum úti í miðbæ Reykjavíkur og lífga þannig upp á kosninga- daginn,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir kynningar- og markaðsstjóri Jafningafræðsl- unnar. Götuhátíðin sem Jafningja- fræðslan stendur fyrir verður fjölbreytt að vanda. „Það munu hljómsveitir eins og Bent og 7Berg, O.N.E. og Iceguys stíga á stokk, Brúðubíllinn mætir á svæðið klukkan 14, hoppukast- ali verður settur upp og boðið verður upp á andlitsmálun.“ Einnig verða starfsmenn Jafn- ingjafræðslunnar á svæðinu og munu þau svara spurningum áhugasamra. „Þetta verður auð- vitað vímulaus uppákoma og það verður stemning og stuð fyrir unga sem aldna,“ segir Heiða. Jafningjafræðslan hefur undanfarið verið í óðaönn að hitta unglinga um land allt. „Það er auðvitað gaman að hitta sem flesta. Við vinnum út frá því að efla sjálfsmyndina og hvetjum ungt fólk til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Sterk sjálfsmynd er besta veganestið sem unglingar fá út í lífið,“ segir Heiða og bæt- ir því við að mikilvægt sé að vera meðvitaður um eigin ákvarðanir og sýna ábyrgð. „Við erum núna á ferð um landið og erum til dæmis búin að fara á Hellu en erum á leið að Kára- hnjúkum og til Hveragerðis auk þess sem við förum á milli fyr- irtækja Reykjavíkurborgar.“ Götuhátíðin verður á Lækjar- torgi og hefst klukkan 13 á laug- ardaginn og stendur til kl. 16. ■ 25FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 ■ AFMÆLI Anna Valdimarsdóttir sál- fræðingur er 56 ára. Þórarinn V. Þórarinsson, lögfræðingur Impregilo, er 50 ára. Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri er 50 ára. Kristinn Hrafnsson, fyrrum ritstjóri, er 42 ára. Pétur Þorleifsson bílstjóri er 46 ára. GÖTUHÁTÍÐ JAFNINGJAFRÆÐSLAN EFNIR ■ til hátíðarhalda í miðbæ Reykjavíkur á kosningadaginn. Á hátíðinni má finna eitt- hvað fyrir alla en hún fer fram á Lækjartorgi. Hver? Ég er ungur maður með stór markmið. Hvar? Ég er staddur núna í Verkfæralagernum að kaupa mér hamar. Hvaðan? Ég er hálfættaður frá Frakklandi, og hinn helmingurinn íslenskur, þó svo ég hafi búið alla mína ævi á Íslandi. Hvað? Ég er að setja upp go-kart-braut á 3. hæð í Kringlunni sem verður uppi eitt- hvað fram yfir ágúst, sem er nokkuð sem ég hef verið að vinna í síðastliðnar tvær vikur. Þar verður hægt að leigja go- kart-bíla og fara í tímatökur á 1.400 fm svæði og 200 m braut, þannig að pláss- ið er nægt. Aðalfyrirtækið mitt er svo aukahlutir.com, sem selur aukahluti í bíla. Það er síða sem ég byrjaði með 16 ára og er á skjótri uppleið á degi hverjum. Hvernig? Alltaf frá því ég var kornungur hef ég haft hrikalegan áhuga á go-kart. Stefán Guðmundsson, félagi minn, stofnaði go- kart í Reykjanesbæ og ég fór fljótlega að vinna fyrir hann. Eftir að hafa unnið fyrir hann í nokkurn tíma fékk ég mér bíl og svona og var bara dottinn inn í þetta. Um tíma var ég að keppa í go-kart og gekk yfirleitt vel af minni hálfu en bíllinn var ekki að sanna sig. Hvers vegna? Ég hugsa að það sé ekki nein ein ástæða fyrir því að ég sé svona mikill áhugamaður um bíla og almennt um allt mótorsport. Ég hef áhuga á þotu- skíðum, go-kart, mótorkrossi og öllu sem tengist mótorsporti almennt. Hvenær? Go-kart-brautin verður opnuð á 3. hæð Kringlunnar í dag. PERSÓNAN HEIÐA KRISTÍN Hún segir Jafningjafræðsluna vera á ferð og flugi þessa dagana með forvarnarfræðsluna. Götuhátíð Jafningjafræðslunnar KARIM DJERMOUN Hann hélt úti síðunni dvdmyndir.com, sem kærð var af SMÁÍS fyrir ólöglega sölu á DVD-myndum. Sjálfur segist hann hafa keypt myndirnar af annarri netsíðu og aðallega selt þær vinum og kunningjum, alls um tuttugu myndir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.