Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 38
26 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR Útsláttarkeppnin er framundan á EM í Portúgal Silfurmark í stað gullmarks EM Í FÓTBOLTA Það verður ekkert gullmark á þessu Evrópumóti í knattspyrnu en eins og menn muna hafa tveir síðustu úrslita- leikir Evrópukeppninnar ráðist á svonefndu gullmarki. Oliver Bier- hoff tryggði Þjóðverjum sigur á Tékkum með slíku marki árið 1996 og fjórum árum síðar var það mark Frakkans David Trezeguet sem tryggði sigur á Ítölum eftir aðeins 13 mínútur voru liðnar af framlengingunni. UEFA hefur breytt reglunni sem gerir út um leiki þegar úrslitin ráðast ekki á venjubundnum 90 mínútum. Í stað gullmarksins kemur nú silfurmark. Ráðist úrslitin ekki í venjulegum leiktíma verður framlengt um tvisvar sinnum 15 mínútur. Verði enn jafnt kemur vítaspyrnur- keppni til með að skera út um sig- urvegara. Skori annað liðið hins- vegar í framlengingunni þá lýkur leiknum ekki strax heldur hefur hitt liðið tækifæri til að jafna leik- inn til enda þess hálfleiks sem er í gangi. Takist það verður annað- hvort spilaður seinni hállfeikur framlengingar, gerist það á fyrstu 15 mínútnum eða gripið til hinnar sívinsælu vítaspyrnukeppni til að skera út um sigurvegara. Það eru nú liðin 28 ár síðan vítaspyrnu- keppni réði síðast úrslitum í Evr- ópukeppni en það var þegar Tékk- ar unnu Þjóðverja, 5-3, í víta- keppni í úrslitaleiknum árið 1976. Nú gætu úrslitin á Evrópumótinu í Portúgal ráðist á silfurmarki í fyrsta sinn á stórmóti. ■ Ekkert b-lið til hjá Tékkum Karel Brückner, þjálfari Tékka, var í skýjunum eftir sigurinn á Þjóðverjum. EM Í FÓTBOLTA Einn gráhærður eldri maður gat verið manna stoltastur eftir leik Tékka og Þjóðverja í D- riðli Evrópumótsins í Portúgal. Hinn 64 ára Karel Brückner hafði stýrt Tékkum til sigurs í öllum þremur leikjunum í D(auða)-riðl- inum en sá síðasti á Þjóðverjum var kannski sætastur því sex leik- menn léku þar sinn fyrsta leik á mótinu og karlinn hvíldi níu lykil- menn frá því í fyrstu tveim leikj- unum. Tékkneska liðið hefur bæði sýnt skemmtilegan fótbolta (sjö mörk í þremur leikjum) sem og mikinn karakter því í öllum þrem- ur leikjunum lentu Tékkar undir en komu til baka og tryggðu sér sigur. „Þetta var vel gert hjá mínum mönnum en það pirraði mig mikið fyrir leikinn að lesa að við værum að tefla fram einhverju b-liði í þessum leik. Tékkneska landsliðið hefur ekkert b-lið frekar en við höfum a-lið. Allir leikmenn í 23 manna leikmannahópi okkar eru hluti af sama liði, liði Tékklands,“ sagði Karel Brückner, en þetta var fyrsti sigur Tékka á Þjóðverj- um (fyrir utan leiki sem fóru í vítakeppni) síðan þeir unnu vin- áttulandsleik þjóðanna 1964. Liðin voru að mætast í 21. sinn og var þetta aðeins fjórði sigur Tékka. „Það var mjög ánægjulegt að vinna þá loksins en það voru fleiri ástæður til að kætast yfir þessum leik,“ bætti Brückner við og ýjaði að því að hann hefði sýnt og sann- að styrk leikmannahópsins. Það eru bara tvö ár síðan þessi viðkunnalegi karl tók við tékkneska landsliðinu á miklum vonbrigðatímum í kjölfar þess að liðinu mistókst að tryggja sér þátttökurétt á HM 2002. Síðan þá hefur Karel Brückner ekki breytt miklu í leikstíl en miklu frekar lagt kapp á að móta sterka liðsheild og nýta bæði eldri og reyndari leikmenn sem og unga framtíðarmenn tékk- neskrar knattspyrnu. Karel Brückner hóf sinn þjálfaraferil í nágrannaríkinu Slóvakíu en hann hafði sannað sig sem þjálfari í heimalandinu þegar hann tók við þjálfun yngri landsliða Tékka. Hann stýrði meðal annars 21 árs landsliðinu til silfurverðlauna á Evrópumótinu. Brückner er þekktastur fyrir gott leikskipu- lag en þegar hann tók við A- landsliðinu breytti hann ekki miklu nema einna helst að taka inn yngri leikmenn sem hann hafði hjálpað að blómstra hjá yngri landsliðinum Tékka. „Það geta allir komið og spilað fyrir mitt lið. Það skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir,“ sagði Brückner, sem hefur búið til skemmtilega blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Það verður ekki litið framhjá Tékkum þegar spáð er fyrir um verðandi Evr- ópumeistara í Portúgal. Tékkar eru taplausir og hafa unnið 10 af 11 leikjum sínum í keppninni til þessa, þar af þá átta síðustu. Hol- lendingar hafa verið lagðir tvis- var að velli í þessari sigurhrinu en þeir eru jafnframt þeir einu sem hafa náð stigi af Tékkum í keppninni, liðin gerðu 1-1 jafn- tefli í Rotterdam 29. mars í fyrra. Vegna frammistöðu Tékka þurftu Hollendingar að fara í umspil til að tryggja sig inn í lokakeppninna eftir að hafa ver- ið í mikilli hættu að sitja eftir í riðlakeppninni þó svo að Tékkar sjálfir hafi síðan gulltryggt þá inn í átta liða úrslitin. ■ Lyfjamál í frjálsum: Montgomery í langt bann? FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Bandaríski spretthlauparinn Tim Mont- gomery, heimsmethafi í 100 metra hlaupi, gæti átt yfir höfði sér langt bann vegna meintrar ólöglegrar lyfjanotkunar. Banda- ríska lyfjastofnunin hyggst kæra hann þrátt fyrir að Montgomery hafi aldrei fallið á lyfjaprófi eða neitað að gangast undir slíkt próf þegar eftir því hefur verið leitað. Ástæða þess að Montgomery er kærður er tengsl hans við lyfjafyrirtækið Balco sem varð uppvíst að því að framleiða ólög- leg fæðubótarefni. Lögfræðingar Montgomery skilja hvorki upp né niður í þessari kæru og líkja henni við ofsóknir McCarthys á hendur kommúnistum í Bandaríkjunum á sínum tíma. Eiginkona Montgomery, hin fræga Marion Jones, er einnig undir eftirliti en hefur ekki verið kærð. ■ Útvarp KR fylgist með meistaradeildinni: Beint frá drættinum FÓTBOLTI Útvarp KR, sem sendir út á tíðninni fm 98,3, verður með beina útsendingu þegar dregið verður í forkeppni meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu þar sem KR er í pottinum. Útsending- in hefst kl. 10 og verður Jónas Kristinsson, stjórnarformaður KR Sports, í beinni frá Sviss þar sem drátturinn fer fram. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, og Kristján Finnbogason, fyrirliði liðsins, verða í hljóðveri útvarpsins á meðan drættinum stendur og ræða möguleika liðsins gegn væntanlegum and- stæðingum. ■ EKKERT GULLMARK Í ÁR David Trezeguet skoraði gullmark fyrir Frakka fyrir fjórum árum en getur ekki endurtekið leikinn í ár. KAREL BRÜCKNER KANN TIL VERKA Þjálfari Tékka hefur stýrt landsliðinu til sigurs í átta leikjum í röð á Evrópukeppninni, þar af öllum þrem í dauðariðli úrslitakeppninnar. TIM MONTGOMERY Á leið í langt keppnisbann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.