Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 39
27FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 22 23 24 25 26 27 28 Föstudagur JÚNÍ LEIKIR  20.00 Fjölnir og FH mætast í 16 liða úrslitum VISA-bikars kvenna í knattpsyrnu.  20.00 Breiðablik og Valur mætast í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.  21.00 Ísland og Belgía mætast í landsleik í körfuknattleik í Keflavík SJÓNVARP  14.30 EM í fótbolta á RÚV. Útsend- ing frá leik Englands og Portú- gals í 8 liða úrslitum EM í fótbolta sem fram fór í gærkvöld.  16.30 Spurt að leikslokum á RÚV. Endurtekinn þáttur frá því kvöld- inu áður  18.20 Olíssport á Sýn. Endursýndur þáttur frá kvöldinu áður.  18.30 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Frakka og Grikkja í átta liða úrslitum EM í fótbolta.  19.35 Trans World Sport á Sýn.  20.30 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  21.00 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  21.30 Landsbankadeildin (Umferðir 1-6) á Sýn. Farið er ítarlega yfir sex fyrstu umferðirnar í Landsbankadeildinni.  22.10 Spurt að leikslokum á RÚV.  23:15 Hnefaleikar á Sýn. Á meðal þeirra sem mættust voru þeir Prince Naseem Hamed og Augie Sanchez. Áður á dagskrá 19. ágúst 2000. Enska úrvalsdeildin: Stórleikur á Brúnni FÓTBOLTI Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð ensku úrvlasdeildarinnar á komandi tímabili. Stórleikur 1. umferðar- innar, sem fer fram 14. ágúst, er án nokkurs vafa á Stamford Bridge þar sem Jose Mourinho og lærisveinar hans hjá Chelsea taka á móti Manchester United. Tveir nýir knattspyrnustjórar, Jacques Santini hjá Tottenham og Rafael Benitez hjá Liverpool, leiða saman hesta sína á White Hart Lane og meistarar Arsenal sækja Wayne Rooney og félaga hans hjá Everton þá heim, það er að segja svo framarlega sem Rooney verði ennþá í röðum Everton. ■ Breytingar hjá Þjóðverjum í kjölfar slælegs gengis á EM: Völler lýkur keppni EM Í FÓTBOLTA Þjálfari þýska lands- liðsins, Rudi Völler, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu eftir að ljóst varð að Þjóðverjar komust ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal. Völler hefur verið við stjórnvöl- inn frá árinu 2000 en þá tók hann við af Erich Ribbeck eftir að Þjóðverj- ar, líkt og nú, komust ekki áfram úr sínum riðli á EM 2000. Þvert ofan í allar spár gerði Völl- er góða hluti með þýska liðið á HM 2002 en þar komst það alla leið í úr- slitaleikinn en beið lægri hlut gegn Brasilíu. Eftir þá frammstöðu hefur leiðin hins vegar legið niður á við og nú fannst Völler nóg komið. „Ég hef sagt allt sem segja þarf um leikinn gegn Tékkum,“ sagði Völler á blaða- mannafundi og bætti við: „Það eina sem ég á eftir að segja er að ég hef ákveðið að segja af mér sem lands- liðsþjálfari og mun ekki leiða Þjóð- verja inn í HM 2006 í Þýskalandi. Hvað ég mun taka mér fyrir hendur er auðvitað alls óráðið en ég vil gjarnan koma nálægt þjálfun áfram, það kemur bara í ljós með hvar það verður og með hvaða hætti“. Forseti þýska knattspyrnusam- bandsins, Gerhard Mayer- Vorfelder, var undrandi á ákvörðun Völlers: „Okkur finnst miður að sjá á eftir honum. Við ræddum saman á hótelinu eftir leikinn og hann sagði mér að hann vildi hætta. Ég bað hann um að hugsa málið í nokkrar vikur en hann hafði gert upp hug sinn og að sjálfsögðu virðum við ákvörðun hans.“ Mayer-Vorfelder vildi lítið tjá sig um hugsanlegan eftirmann Völl- ers. „Við þurfum að jafna okkur á þessu en þó get ég sagt að við mun- um ræða við Ottmar Hitzfeld en þetta kemur allt í ljós á næstunni.“ Eins og sjá má á töflunni hér að ofan hafa Þjóðverjar verið hundtryggir sínum landsliðs- þjálfurum. ■ SORRÍ, SVEKKTUR, SÁR Rudi Völler hefur sagt starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari Þýskalands.. LANDSLIÐSÞJÁLFARAR ÞJÓÐVERJA Otto Nerz, 1923–1936 Sepp Herberger, 1936–1964 Helmut Schön, 1964–1978 Jupp Derwall, 1978–1984 Franz Beckenbauer, 1984–1990 Berti Vogts, 1990–1998 Erich Ribbeck, 1998–2000 Rudi Völler, 2000–2004 FYRSTA UMFERÐ Aston Villa – Southampton Blackburn – West Brom Bolton – Charlton Chelsea – Manchester United Everton – Arsenal Manchester City – Fulham Middlesbrough – Newcastle Norwich – Crystal Palace Portsmouth – Birmingham Tottenham – Liverpool
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.