Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 40
25. júní 2004 FÖSTUDAGUR Breytir Borgvardt öllu fyrir FH? FÓTBOLTI Allan Borgvardt var í fyrsta sinn í byrjunarliði FH-inga á tímabilinu þegar liðið vann 4-1 sigur á Grindavík í fyrrakvöld. FH-liðið geislaði af sjálfstrausti með Danann snjalla innanborðs og sýndi þá spilamennsku sem tryggði liðinu annað sætið á mót- inu í fyrra en í kjölfarið var Allan valinn leikmaður ársins af félög- um sínum í deildinni. Það tók Borgvardt aðeins tíu mínútur að leggja upp mark fyrir Atla Viðar Björnsson, sem var boðið í færa- veislu í Grindavíkurleiknum af Dananum en þeir félagar ná mjög vel saman í framlínu FH. Borg- vardt tókst ekki að skora sjálfum en FH-liðið skoraði fjögur góð mörk og menn eins og Atli Viðar og Emil Hallfreðsson nýttust lið- inu mun betur. FH-ingar unnu sex af síðustu átta leikjum Landsbankadeildar karla í fyrrasumar og voru með markatöluna 22-9 í þeim átta leikjum. FH hefur nú enn fremur unnið síðustu þrjá deildarleikina með Borgvardt í byrjunarliðinu með markatölunni 14-1. FH-ingar unnu „aðeins“ tvo af fyrstu sex leikjum sínum í sumar og það var ljóst á öllu að meiðsli Allans urðu til þess að liðið náði ekki upp þeirri frábæru spilamennsku sem liðið endaði Íslandsmótið á í fyrra. Nú er liðið komið á rétta braut, taplaust í fimm leikjum og með sjö stig í húsi af síðustu níu mögulegum. ■ Grikkir hafa engu að tapa Otto Rehhagel segir pressuna vera á Frökkum fyrir leik þjóðanna í átta liða úrslitum EM í kvöld. Frakkar fullir sjálfstrausts og orðrómur um að Jacques Santini ætli að hvíla lykilmenn í leiknum. EM Í PORTÚGAL „Við höfum náð lengra en okkur dreymdi nokkurn tíma um fyrir mótið og við höfum engu að tapa gegn Frökkum. Ná- kvæmlega engu,“ segir Otto Rehhagel, þjálfari gríska liðsins, sem mætir Frökkum í öðrum leik átta liða úrslita EM í kvöld. Ekki er búist við því að Grikkir nái að valda Frökkum miklum skráveif- um, enda mikill getumunur á lið- unum samkvæmt pappírunum. Rehhagel segir það hins vegar telja lítið í stórmótum. „Við vitum að Frakkar hafa marga af allra bestu leikmönnum Evrópu, en við munum gera okkar besta. Lykill- inn er að við náum að stjórna leiknum á miðjunni til að ná niður hraðanum í leik Frakka,“ segir Rehhagel. Kollegi hans hjá Frökkum, Jacques Santini, segir alla gagn- rýnina sem franska liðið fékk fyrir frammistöðu sína í riðla- keppninni vera út í hött, og að væntingarnar sem gerðar séu til liðsins séu veruleikafirrtar. „Ég hlusta ekki á þá sem segja að ég hefði átt að gera þetta eða hitt. Við urðum í efsta sæti okkar riðils með sjö stig. Aðeins Tékkar gerðu betur. Allir sögðu að við hefðum verið heppnir á móti Sviss og að við hefðum eðlilega átt að vinna 5-0. Þetta er ekki bara rugl, held- ur líka mógðun gagnvart Sviss- lendingum. Þeir eru með gott lið, en við unnum þá samt 3-1,“ segir Santini ósáttur. Rætt er um að Santini ætli sér að hvíla einhverja af lykilmönn- um sínum gegn Grikkjum – svo sigurviss sé hann. Louis Saha er talinn líklegur til að leysa af David Trezeguet í framlínunni, en Santini er sagður vilja halda Thierry Henry í liðinu því hann þurfi á fleiri mörkum að halda fyrir sjálfstraustið. Saha, sem átti fína innkomu gegn Sviss og lagði meðal annars upp mark, segir Henry vera rétt að byrja í keppn- inni. „Honum mun líða mun betur inni á vellinum núna eftir að hann hefur brotið ísinn. Hann á eftir að skora þau nokkur í viðbót,“ segir Saha. Santini er í nokkrum vandræð- um með uppstillinguna fyrir leik- inn, en í ljós hefur komið að bak- vörðurinn Willy Sagnol er hand- leggsbrotinn og verður ekki meira með. Þá eru William Gallas og Patrick Viera einnig tæpir og er ekki víst að Santini vilja taka þá áhættu að láta þá spila gegn minni spámönnum á borð við Grikki. Þýðir það að Santini verð- ur líklega knúinn til að setja Marcel Desailly í vörnina, en hann virðist vera kominn á síðasta snúning í boltanum og hefur ekki átt gott mót. Grikkir eru betur settir hvað varðar leikmenn og fá aftur Gior- gos Karagounis á miðjunna, en hann var í leikbanni gegn Rússum og var sárt saknað. Hann segir öll lið eiga möguleika á Evrópumeist- aratitilinum, og að þar séu Grikk- ir engin undantekning. „Ef þú ferð inn í leik hugsandi það að þú eigir engan möguleika á sigri, þá muntu tapa. Fótbolti hefur breyst mikið síðustu ár og það er ekki svo mikil munur á milli liða. Pressan er á Frökkum, þeir þurfa að sanna að þeir eigi heima á með- al þeirra stóru á meðan það er engin skömm fyrir okkur að falla úr leik fyrir ríkjandi Evrópu- meisturum,“ segir Karagounis. ■ BORGVARDT KOMINN Í BYRJUNAR- LIÐIÐ Daninn Allan Borgvardt er búinn að ná sér af meiðslunum sem hrjáðu hann í upphafi móts. SÝND VEIÐI EN EKKI GEFIN Franska landsliðið hefur undirbúið sig vel fyrir leikinn gegn Grikkjum, og er búist við því að þeir Marcel Desailly, Claude Makelele og Thierry Henry verði allir í byrjunarliði liðsins. Grikkir segjast þó hafa engu að tapa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.