Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 44
Þeim sem geta varla beðið eftir stærstu rokkveislu Íslandssögunn- ar um næstu helgi er boðið í tveggja tíma sálfræðitíma með hljómsveitinni Metallica. Heimild- armyndin Some Kind of Monster er ólík öllum öðrum heimildar- myndum sem gerðar hafa verið um rokksveitir. Hún stendur algjör- lega ein og sér og mun án efa skemmta bæði hörðustu unnendum Metallica sem og þeim sem rétt kannast við sveitina. Í myndinni er fylgst með gerð síðustu plötu sveitarinnar, St. Anger, en við upphaf þess ferlis hafði bassaleikarinn Jason New- sted yfirgefið sveitina vegna ósættis við James Hetfield. Þeir þrír sem eftir stóðu gátu svo ekki talast við nema með aðstoð sál- fræðings. Miðað við ástandið innan sveitarinnar á þessum tíma er eiginlega ótrúlegt að sveitin hafi getað gert aðra plötu saman. Metallica hjá sála „Í raun og veru er þetta mynd um brothætt samband miðaldra manna í krísu,“ segir Bruce Sinof- sky, annar leikstjóri myndarinnar. „Þeir gætu þess vegna unnið sem blaðamenn en sú staðreynd að þetta eru liðsmenn Metallicu gerir söguna örlítið áhugaverðari. Fyrsti tökudagur var meðferðardagur hjá sálfræðingi. Þá vissum við að þetta yrði mjög ólíkt því sem við höfðum ímyndað okkur. Kirk og Lars voru greinilega mjög ánægðir með með- ferðina en James veitti þessu mót- stöðu. Þetta hafði greinilega áhrif á hann því á endanum var það hann sem fór í heljarinnar meðferð sein- na. Hann var plagaður af vanda- málum, bæði heima hjá sér og með hljómsveitina. Phil, sálfræðingur- inn þeirra, losaði um mörg tilfinn- ingamál og áttaði sig á því að hann þyrfti á mikilli hjálp að halda. Ef maður hefði þurft að giska á hvaða sveitir þyrftu á svona hópmeðferð að halda hefði manni aldrei dottið Metallica í hug. Hverjum hefði dottið í hug að svona testósterón- sveit væri svona viðkvæm? Við nutum okkar við það að fletta ofan af karlrembuþrunginni ster- eótýpuímynd þeirra.“ Voruð þið aðdáendur áður en þið hófuð tökur? „Við höfðum notað tónlist þeir- ra í mynd okkar Paradise Lost og mynduðum vinskap við þá eftir hana. Ég varð eiginlega meiri að- dáandi persónanna áður en ég varð aðdáandi tónlistarinnar. Áður fyrr var tónlist Metallica ekki eitthvað sem ég setti á fóninn hversdags- lega. Ég kann meira að meta tón- listina núna vegna þess að ég skil hvað þeir þurftu að leggja á sig við að búa hana til.“ Það eru nokkur mjög tilfinn- ingaþrungin augnablik í myndinni. Var það ekkert erfitt að vera á staðnum og þurfa að horfa upp á þetta, án þess að geta blandað sér neitt inn í málið? „Það voru mörg augnablik sem voru mjög óþægileg. Til dæmis þegar Lars fer alveg upp að andliti James og öskrar „fuck!“. Sá reiði- lestur er nokkrar mínútur í mynd- inni en var í rauninni þriggja klukkutíma langur. Þið sjáið bara dramatískustu atriðin. Lars tappaði stanslaust af hjarta sínu, hluti sem hann hafði ekki sagt í 20 ár. Þessi spenna á milli þeirra var búin að byggjast upp frá árinu 1982. Þetta var ljótt. Á sama tíma var ég mjög spenntur fyrir því að við værum að ná svona góðri senu í myndina. Ég hefði t.d. viljað sjá svona uppgjör í Bítlamyndinni Let It Be. Þar var spenna í loftinu og maður beið alltaf eftir sprengjunni sem svo kom aldrei. Þetta var svo rosalega persónulegt á milli Lars og James að við hefðum í rauninni ekki átt að hafa verið þarna. En þessir gæjar eru svo hugrakkir að þeir voru búnir að taka ákvörðun um að það yrði aldrei yrði slökkt á myndavélunum, sama hvað var í gangi.“ Já, það er alveg ótrúlegt að James hafi ekki misst stjórn á skapi sínu þar. „Við spurðum James hvernig það hefði verið að hlusta á Lars. Hann sagði að ef þetta hefði verið einhver annar, þá hefði hann kýlt hann. Lars er búinn að vinna sér inn þann rétt hjá honum að segja nákvæmlega hvað honum finnst. Þeir eru bræður, og það er í lagi að bræður spýti blóði á hvorn annan annað slagið. Að mínu mati er sam- band þeirra í dag mun heilbrigð- ara. Ef eitthvað angrar annan þeirra hafa þeir núna verkfærin til þess að losa um spennuna, án þess verða hefnigjarnir eða illkvittnir. Þeir geta byggt upp núna, það gátu þeir ekki áður en þessi meðferð hófst.“ Það er augljóst að sambandið á milli Lars og James er það sem knýr sveitina áfram. „Það hefur alltaf verið það mikilvægasta í sveitinni. Ég dýrka Kirk, hann er frábær gítarleikari. Hann ákvað snemma eftir að hann kynntist þeim að það yrði ómögu- legt fyrir hann að verða þriðji hausinn á skrímslinu. Hann þarf að vera sáttasemjarinn. Hann spilar svipað hlutverk og George Harrison gerði í Bítlunum. Þess vegna flosnaði upp úr samstarf- inu. George vildi fá meiri tækifæri til þess að koma sinni tónlistar- sköpun að en honum var ekki gef- ið tækifæri til þess. Sama gerðist með Metallica. Jason bassaleikari fékk ekki að koma sínu að og þess vegna hætti hann. Hljómsveitin var þá ekki reiðubúin til þess að hleypa fleirum að lagasmíðunum. James viðurkennir í myndinni að það hafi verið mistök og núna er ástandið breytt. Hann segir líka að Jason hafi þurft að vera fórnað til þess að sú breyting hafi getað átt sér stað.“ Hvernig tóku liðsmenn sjálfir í myndina eftir að hafa séð hana? „Í desember sýndum við þeim þriggja klukkutíma útgáfu af myndinni í Skywalker Ranch, einkabíósal George Lucas. Þeir klöppuðu á bakið okkar eftir á. Svo létum við hvern liðsmann fá myndbandsspólu til þess að skoða þetta betur. James lét okkur hafa spóluna strax til baka og sagðist aldrei þurfa að sjá þetta aftur, því að hans mati hefðum við verið heiðarlegir samkvæmt því sem gerðist. Hann sagðist ekki vilja hafa neina ábyrgð á myndinni, þar sem hann væri ekki kvikmynda- gerðarmaður. Við höfum aldrei fengið svona mikið frelsi áður. Lars var mjög vingjarnlegur, lagði fram nokkrar tillögur en lét okkur samt vita að við ættum bara að fara eftir leiðbeiningum hans ef við værum sammála þeim. Hann gaf okkur aldrei beinar skipanir.“ Það er magnað að sjá þessa heimsfrægu þungarokkara svona tilfinninganæma, til dæmis atriðið þegar Lars hittir Dave Mustaine úr Megadeth í fyrsta skipti áratugum eftir að hafa rekið hann úr sveit- inni. „Ekkert í myndinni var fyrir fram ákveðið. Það var tilviljun að við fengum að fanga þetta augna- blik á milli Lars og Dave. Þetta er mjög sérstakt atriði fyrir Metall- ica-aðdáendur. Lars var að reyna að leiðrétta það sem fór á rangan veg. Dave hafði aldrei fyrirgefið þeim. Honum hafði fundist í mörg ár eins og liðsmenn Metallica skulduðu sér svona samtal. Það var mjög mikilvægt fyrir Lars að kom- ast að rótum margra vandamála.“ Þeir aðdáendur sem vilja sjá hvernig liðsmönnum Metallicu tókst að leysa sálarflækjur sínar til þess að geta haldið áfram að rokka mega ekki missa af þessari mynd. Einnig ætti hún að höfða vel til sálfræðinema og unnenda góðra heimildarmynda. biggi@frettabladid.is Rocky: I guess what I’m trying to say is, if I can change, and you can change, everybody can change. Ítalski folinn Rocky Balboa heldur meitlaða sigurræðu yfir kommúnistunum í austri eftir að hafa gert nýrna- stöppu úr Ivan Drago í hringnum í Rocky IV frá 1985. 32 25. júní 2004 FÖSTUDAGUR Barist við innri djöfla Ómissandi á dvd Glæpamyndin Goodfellas eftir Martin Scorsese kom út á dvd strax og dvd-æðið greip um sig árið 1999 en það þurfti báðar hliðar geisladisksins til að rúma myndina. Aðdáendur þessa eðalkrimma hafa því mátt þola það árum saman að standa upp í miðju kafi til þess að snúa disknum við. Warner ætlar að ráða bót á þessu í september með útgáfu tveggja diska sérútgáfu. The Ladykillers „The Ladykillers heldur þó ekki dampi og mun seint flokkast með betri verkum þessara snjöllu Coen-bræðra. Hún hefði sjálfsagt sigið vel niður fyrir meðallag í höndunum á minni spámönnum en þeim bræðrum sem eru meira að segja góðir á slæmum degi.“ ÞÞ The Punisher „Þessi nýja Punisher-mynd rétt slefar því yfir meðallagið en ég vona að hún græði nógu margar milljónir dollara til þess að við fáum framhald. Þá er þessi mynd eðlilegur fórnarkostnaður, það þurfti að kynna Castle til sögunnar og leyfa honum að drepa þá sem káluðu fjölskyldu hans. Nú er því lokið og hann getur snúið sér að hvaða þjófi, nauðgara og morðingja sem verður á vegi hans og drápin ættu að geta byrjað fyrir alvöru.“ ÞÞ Eurotrip „Það vefst mikið fyrir mér hvernig ég á að halda sjálfsvirðingunni um leið og ég upplýsi að mér fannst Eurotrip ferlega skemmtileg en þessi vit- leysa er þrælfyndin á köflum. Tilgangur myndar- innar er einfaldlega að skemmta áhorfendum í 90 mínútur og það tekst býsna vel. Þetta er fín kynlífs- brandarasúpa með nokkrum óborganlegum bragð- efnum og ekki skemmir fyrir að mikið skín í bert hold.“ ÞÞ Eternal Sunshine of the Spotless Mind „Eternal Sunshine er hreinn gullmoli í bíóflórunni þessa dagana. Mynd sem gleymist seint og býður upp á endalausar vangaveltur fyrir þá sem á annað borð nenna að pæla í nokkrum sköpuðum hlut. Brilljant mynd.“ ÞÞ Mors Elling „Það er auðvitað ávísun á vandræðalegar uppá- komur og góða brandara að senda ruglukoll eins og Elling til Mallorca og Mors Elling er því hin besta skemmtun. Hún er þó langt því frá jafn þétt og góð og fyrri myndin og þar munar mest um fjarveru Kjell-Bjarne, sem ekki er kominn til sög- unnar, en samspil vitleysinganna tveggja var burðarás Elling.“ ÞÞ Harry Potter and the Prisoner of Azkaban „Fyrir þá sem hafa lesið bókina er þetta hin prýði- legasta skemmtun, þó svo að myndin bæti engu við það sem fyrir var skrifað. Þeir sem ekki hafa lesið bókina ganga mun ringlaðri út úr salnum en þegar þeir komu inn og foreldrar fá að hlýða á margar „af hverju“ spurningar næstu daga á eftir.“ SS LADYKILLERS Gagnrýnandi Fréttablaðsins segir The Ladykillers ekki á meðal bestu mynda Coen-bræðra. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ 13 GOING ON 30 Internet Movie Database 6.7 /10 Rottentomatoes.com 60% = fersk Metacritic.com 54 /100 Entertainment Weekly A- Los Angeles Times 3 stjörnur (af 5) THE CHRONICLES OF RIDDICK Internet Movie Database 6.2 /10 Rottentomatoes.com 30% = rotin Metacritic.com 37 /100 Entertainment Weekly C Los Angeles Times 1 1/2 stjarna (af 5) METALLICA: SOME KIND OF MONSTER Internet Movie Database 5.9 /10 Rottentomatoes.com 91% = fersk FRUMSÝNDAR UM HELGINA (DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM) METALLICA Í myndinni er fylgst með gerð plötunnar St. Anger en á því tímabili var mikið álag á liðsmenn Metallica.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.