Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 25.06.2004, Blaðsíða 53
41FÖSTUDAGUR 25. júní 2004 ■ KVIKMYNDIR FRÉTTIR AF FÓLKI Ástarsamband leikarans Ben Af-fleck og sölukonunnar Enza Sambataro gengur víst eins og í sögu. Sambataro, sem er 26 ára, hefur sagt vinum sínum að um sanna ást sé að ræða og ekki verði aftur snúið úr þessu. Parið, sem hefur fengið viðurnefnið Benza af bandarísk- um fjölmiðlum, hittist þann 26. maí á hafnaboltaleik hjá Boston Red Sox og fóru á nokkur stefnumót í fram- haldinu. Breski leikarinn Gary Oldman munleika skæðasta illmennið í sögu Star Wars í lokamynd bálksins, Epis- ode Three, sem kemur út næsta sumar. Oldman mun ljá persónunni General Grievous rödd sína, en hún er blanda af geim- veru og vélmenni. Mun hún etja kappi við Anakin Skywalker og Obi- wan Kenobi í mynd- inni. Það var leikstjór- inn George Lucas sem valdi Oldman sjálfur í hlutverkið, enda mikill aðdáandi þessa virta leikara. Hjartaknúsarinn Brad Pitt á það tilað nota andlitsfarða og naglalakk. Þetta segir systir hans, Julie Neal. Þegar Pitt kemur í heimsókn til tveggja sex ára frænka sinna leyfir hann þeim að bera á sig farðann og blása á sér hárið, þeim til mikillar skemmtunar. Mun hann fyrir vikið vera uppá- haldsfrændi þeirra. Tommy Lee, fyrrverandi trommariMötley Crüe, hefur fallið í barátt- unni við Bakkus og er farinn að drekka á ný. Var hon- um víst fleygt ofurölvi út af næturklúbbi í Las Vegas á dögun- um, þar sem hann var plötusnúður. Lee, sem er fyrrum eigin- maður Pamelu And- erson, hefur lengi átt í vandræðum vegna ofnotkunar vímuefna. Leikkonan Denise Richards er aðíhuga að fletta sig klæðum fyrir jólaútgáfu tímaritsins Playboy. Rich- ards mun hafa nokkurn áhuga á að monta sig af fínum vexti sínum þrátt fyrir að hafa nýlega eignast barn. Hún vill aftur á móti ekki fara úr hverri einustu spjör. Jack Irons, fyrrum trommari PearlJam og Red Hot Chili Peppers, fékk góða aðstoð frá fyrrum félögum sín- um á sólóplötu sinni sem kemur út í ágúst. Eddie Vedder, söngvari Pearl Jam, syng- ur útgáfu Irons á laginu Shine On, You Crazy Dia- mond eftir Pink Floyd og Flea, b a s s a l e i k a r i Peppers, kemur við sögu í lögunum Suluhiana og Water Song. Í síðar- nefnda laginu er Stone Gossard, gít- arleikari Pearl Jam, einnig í gesta- hlutverki. Diaz í framhaldsmynd Leikkonan Cameron Diaz ætlar að leika í framhaldi myndarinnar Starsky and Hutch. Ben Stiller, góðvinur Diaz síðan þau léku sam- an í There’s Something About Mary, lék Starsky í fyrri mynd- inni og vildi ólmur fá hana til að leika í framhaldinu. Þetta verður ekki í fyrsta sinn sem Diaz leikur í mynd sem byggð er á vinsælum sjónvarpsþætti, því hún hefur áður leikið í tveimur Charlie’s Angels-myndum. Þrátt fyrir að hafa tekið að sér þetta hlut- verk ætlar Diaz að hafa hægt um sig á næstunni og eyða meiri tíma með kærasta sínum, popparanum Justin Timberlake. ■ Skráning í Idol að hefjast Skráning í áheyrnarpróf fyrir næstu Idol-stjörnuleit hefst 1. júlí á heima- síðu Stöðvar 2. Fyrsta áheyrnarpróf- ið verður svo haldið 29. ágúst. Að þessu sinni verður sönghetjum á landsbyggðinni gert auðveldara fyr- ir því áheyrnarprufurnar fara fram um land allt. Fyrst í Reykjavík 28. ágúst, þá í Vestmannaeyjum 3. sept- ember, á Ísafirði 14. september, Ak- ureyri 17. september og svo loks á Egilsstöðum 19. september. Um 1.400 manns skráðu sig í inntöku- prófin í fyrra, og vonast umsjónar- menn eftir fleiri þátttakendum í ár. Dómararnir verða hinir sömu, og þurfa Bubbi, Þorvaldur Bjarni og Sigga Beinteins því að æfa sig í æðruleysinu til þess að vera undir- búin fyrir langar og strangar áheyrnarprufur. Fyrsti þátturinn í nýrri seríu fer í loftið 1. október með breyttu sniði frá því síðast. Stóra stundin rennur svo upp hinn 11. mars 2005, þegar þjóðin eignast nýja Idol-stjörnu. Sem fyrr fara herleigheitin fram í vetrar- garðinum í Smáralind. Simmi og Jói verða áfram kynnar Idol-stjörnuleitar. ■ CAMERON DIAZ Diaz ætlar að leika í framhaldi Starsky and Hutch ásamt góðvini sínum Ben Stiller. DÓMNEFNDIN Undirbýr nú langar og strangar áheyrnarprufur. Skráning hefst á fimmtudaginn í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.