Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 32 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR EVRÓPULEIKUR FYLKIS Fylkis- menn taka á móti belgíska liðinu Gent í Evrópukeppni félagsliða í dag. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst klukk- an 14. Þetta er seinni leikur liðanna en fyrri leiknum, sem fram fór ytra, lyktaði með sigri Gent, 2-1. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG LEIÐINDAVEÐUR Hvassviðri með suðurströndinni, heldur hægari norðantil. Talsverð rigning fram eftir degi, síst á Norðausturlandi. Sjá síðu 6. 26. júní 2004 – 172. tölublað – 4. árgangur ● 60 ára í dag Svavar Gestsson: ▲ SÍÐA 16 Undirbýr heim- sókn Svíakonungs EM í knattspyrnu: Evrópumeist- ararnir úr leik ● fékk hugmyndina hjá ömmu Rúnar Rúnarsson: ▲ SÍÐA 43 Gerir þríleik um eldri borgara FÆKKA MÆTTI UM 100 RÚM Hægt væri að fækka um hundrað pláss á Landspítala - háskólasjúkrahúsi ef hægt væri að hafa eðlilegt flæði í starfseminni. Sjá síðu 2 ENDURSKOÐANDI ÁKÆRÐUR Ákæra á hendur Gunnari Erni Kristjánssyni, fyrrverandi forstjóra SÍF og fyrrum endur- skoðanda Tryggingasjóðs lækna, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Sjá síðu 6 KAUPIR KAREN MILLEN Oasis Group, sem er í meirihlutaeigu Baugs Group hf., hefur keypt meirihluta í bresku verslun- arkeðjunni Karen Millen. Viðskiptin eru met- in á 15,8 milljarða króna. Sjá síðu 6 STYRKLEIKAMÆLING Ólafur Þ. Harðarson segir algjöra óvissu um kjörsókn og fjölda auðra seðla í kosningunum í dag og þær séu að því leyti spennandi. Hlutfall auðra seðla þarf ekki að vera hátt til að forsetinn sé ekki lengur sameiningartákn. Sjá síðu 8 ● bílar Raggi Bjarna: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á amerískum eðalvagni FJÁRMÁL „Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurshópnum 21-30 ára, þá þýð- ir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af,“ sagði Björk Ólafsdóttir, fjár- málastjóri hjá Lánstrausti hf., um 100% aukningu árangurslausra fjárnáma hjá fólki á aldrinum 21 - 30 ára. Á fyrstu fimm mánuðum ársins 2003 voru árangurslaus fjárnám hjá þessum aldurshópi 636 talsins. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs var fjöldi þeirra orðinn 1.212. Björk kvaðst ekki hafa athug- að ofan í grunninn hvað ylli þess- ari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukorta- skuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa aldurshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Þá hefur orðið nokkur fjölgun á vanskilaskrá hvað þennan sama aldurshóp varðar. Fyrstu fimm mánuði ársins 2003 voru samtals 2.331 á vanskilaskrá, en eru 2.639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Þeir sem lenda í því að gerð eru hjá þeim árangurslaus fjár- nám fá enga fyrirgreiðslu í bönk- um og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað er á öll viðskipti við viðkomandi, eins og Björk orðaði það og bætti við að þeim væri einungis ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar. Sjá síðu 4. jss@frettabladid.is Margt ungt fólk í fjárhagskröggum Árangurslausum fjárnámum hjá ungu fólki hefur fjölgað um 100% á milli áranna 2003 og 2004. Um er að ræða fólk á aldrinum 21 - 30 ára sem á litlar eignir til að mæta skuldunum. Þyngst vega bílalán og greiðslukortaskuldir. Kvikmyndir 38 Tónlist 36 Leikhús 35 Myndlist 36 Íþróttir 32 Sjónvarp 42 Söngleikurinn Fame var frum- sýndur í Vetrargarðinum í Smáralind á fimmtudag. EM í Portúgal SÍÐUR 30 OG 31 ▲ Frægð og frami SÍÐUR 24 OG 25 ▲ FORSETAKOSNINGAR Í DAG Landsmenn ganga í dag að kjörborði í sjöttu forsetakosningunum frá lýðveldisstofnun. Myndin er tekin þegar forsetaframbjóðendurnir, Ástþór Magnússon, hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, og Baldur Ágústsson mættust í umræðuþætt- inum Ísland í dag í gærkvöld. Kjörfundur hefst klukkan 10 og tólf tímum síðar verður kjörstöðum lokað. Sjá nánar á síðu 8, 18 og 19. Ásgeir Sigurvinsson lands- liðsþjálfari segir mótið hafa verið skemmtilegt. Jamaíka: Sjóræningj- um fjölgar JAMAÍKA Sjómenn við strendur Jamaíku kvarta nú hástöfum yfir sjóræningjum sem gerast æ að- gangsharðari í landhelginni kringum eyjuna. Landhelgis- gæsla landsins fær á borð til sín tugi tilkynninga um sjórán í viku hverri og fer fjölgandi. Greini- legt er samt að gúrkutíð er þessa dagana hjá sjóræningjunum því þeir ráðast nú nánast á hvað sem er, taka það litla sem hægt er að taka og víla ekki fyrir sér að skjóta fyrst og spyrja seinna. Sjó- menn verða þannig að láta þann litla feng af hendi sem veiðist hverju sinni.■ BLAIR OG AHERN Setja norður-írskum stjórnmálamönnum tímamörk fyrir myndun stjórnar. Friðarferlið á Írlandi: Í kapp við tímann DUBLIN, AP Stjórnmálaflokkarnir á Norður-Írlandi verða að fá niður- stöðu í það í sumar hvort þeir nái að mynda heimastjórn í landinu. Ella mega þingmenn á norður- írska þinginu búast við því að missa stöðu sína og laun sem fylgja henni, sagði Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, eftir fund með Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Írlands, og fulltrúum norður-írsku stjórnmálaflokk- anna. Hvorki hefur gengið né rekið í stjórnarmyndunarviðræðum eftir að helstu harðlínuflokkarnir á hvorum enda norður-írskra stjórnmála fengu mest fylgi í síð- ustu þingkosningum. Lokatilraun til stjórnarmynd- unar verður gerð í september að sögn Blair og Ahern. ■ ÍRLAND, AP George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði heiminn öruggari stað en áður vegna innrásanna í Afganistan og Írak. Hann vísaði því á bug að innrásin í Írak hefði orðið til þess að hryðjuverkamenn létu fremur til skarar skríða nú en áður. Bush lét ummælin falla fyrir opinbera heimsókn sína til Írlands. „11. september 2001 var ráðist á okkur án þess að við hefðum ógnað nokkrum – allir héldu að ró ríkti í heiminum,“ sagði Bush. „Síðan þá hafa verið gerð sprengjutilræði, ekki vegna svars míns gagnvart Írak. Það voru sprengjuárásir í Madríd, í Istanbúl og á Balí. Það voru morð í Pakistan,“ sagði for- setinn. „Ég trúi því að heimurinn sé öruggari staður og sé að verða ör- uggari staður,“ sagði Bush. „Ég veit að frjálst Írak verður nauð- synlegur þáttur í því að breyta heiminum.“ Bush sagði að það væri lykilat- riði í baráttunni gegn hryðjuverk- um að koma á friði og frelsi og treysta á sama tíma öryggi Banda- ríkjanna. Bandaríkjaforseti mun staldra við á Írlandi á leið sinni á leiðtogafund NATO í Tyrklandi. ■ Innrásin í Írak jók ekki hættu á hryðjuverkum, segir Bush: Heimurinn er öruggari en áður Þjóðaratkvæði: Starfshópur skilar áliti ÞJÓÐARATKVÆÐI Starfshópur ríkis- stjórnarinnar, sem falið var að undirbúa lagasetningu um tilhög- un þjóðaratkvæðagreiðslu í kjöl- far málskots forseta Íslands á lög- um um eignarhald á fjölmiðlum, hefur skilað forsætisráðherra nið- urstöðum sínum. Var lokaskýrsla starfshópsins kynnt á ríkisstjórnarfundi í gær en þar mun ekki að finna fastmót- aðar tillögur um tilhögun at- kvæðagreiðslunnar. Verður álit nefndarinnar kynnt formlega eft- ir helgi. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI ● grikkir unnu sigur á frökkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.