Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 4
4 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Rafskautaverksmiðja á Katanesi: Í umhverfismat IÐNAÐUR Skipulagsstofnun hefur hafið athugun á mati á umhverf- isáhrifum vegna Rafskautaverk- smiðju á Katanesi í Hvalfjarðar- strandarhreppi. Í fyrirliggjandi matsskýrslu, sem HRV-samsteypan (verk- fræðistofurnar Hönnun, Raf- hönnun og VST) vann, segir að meginniðurstaða mats á um- hverfisáhrifum vegna rafskauta- verksmiðju Kapla hf. með allt að 340.000 tonna ársframleiðslu sé sú að mengun verði vel innan viðmiðunarmarka utan þynning- arsvæðis. Önnur umhverfisáhrif verði ekki þess eðlis að þau mæli gegn fyrirhugaðri framkvæmd. Rafskautaverksmiðjan yrði staðsett austan núverandi álvers Norðuráls. Áætlað er að árs- framleiðsla verði allt að 340.000 tonn af bökuðum rafskautum. Ráðgert er að hefja framkvæmd- ir við byggingu verksmiðjunnar sem fyrst á árinu 2005 og er áætlaður byggingartími um tvö ár. Framkvæmdaraðili er Kapla hf. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar margra aðila um mats- skýrslu vegna rafskautaverk- smiðjunnar en allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og er frestur til athugasemda til 6. ágúst næstkomandi. ■ FJÁRMÁL Ungu fólki á aldrinum 21- 30 ára, sem er á vanskilaskrá, hef- ur fjölgað talsvert á milli ára 2003 og 2004. Fyrstu fimm mánuði árs- ins 2003 var samtals 2.331 á van- skilaskrá, en eru 2639 fyrstu fimm mánuði þessa árs. Í þessum aldurshópi hefur árangurslausum fjárnámum fjölgað verulega því þau hafa aukist um 100 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. Á fyrstu fimm mánuðum 2003 voru þau 636 tals- ins en eru orðin 1.212 á fyrstu fimm mánuðum þessa árs. Í aldurshópnum 18-20 ára hef- ur þeim aftur á móti fækkað held- ur sem eru á vanskilaskrá. Þeir voru 220 fyrstu fimm mánuði árs- ins 2003, en eru 206 nú. Þegar litið er á heildarmyndina er ekki um miklar breytingar að ræða, hvorki til fækkunar né fjölgunar. „Hvað varðar þetta háa hlutfall árangurslausra fjárnáma í aldurs- hópnum 21-30 ára, þá þýðir það að um er að ræða fólk sem á ekki eignir og skuldar fjárhæðir sem það ræður ekki við að greiða af,“ sagði Björk Ólafsdóttir, fjármála- stjóri hjá Lánstrausti hf. Hún kvaðst ekki hafa athugað hvað ylli þessari aukningu, en í gegnum tíðina hefðu bílalánin og greiðslukortaskuldir verið stórir þættir í skuldasöfnun þessa ald- urshóps. Hann væri að eyða um efni fram. Spurð hvort ungu fólki sem lenti í vanskilum hefði farið fjölg- andi á síðari árum sagði Björk að aldurinn hefði hægt og sígandi færst neðar. Áður hefðu fjárfest- ingar verið meiri í næsta aldurs- hóp fyrir ofan, það er 30-45 ára. „Fólk á aldrinum 18-20 ára var varla til á vanskilaskrá fyrir fimm árum,“ sagði hún. „Þegar við rákum augun í að farið var að fjölga í þessum hópi fórum við af stað með átak í grunnskólunum, í samvinnu við banka og fjármála- stofnanir.“ Námskeiðinu var þannig hagað að tveir starfsmenn Lánstrausts fóru í 10 ára bekki allra grunn- skólanna á höfuðborgarsvæðinu. Nemendum var kennt að fara með peningana sína og eyða ekki um efni fram. Björk sagði að árangurslaust fjárnám þýddi að þeir sem lentu í árangurslausum fjárnámum fengju enga fyrirgreiðslu í bönk- um og fjármálastofnunum, nema með því að fá veð hjá einhverjum öðrum. Með öðrum orðum, lokað væri á öll viðskipti við viðkom- andi. Þeim væri ein leið fær, að vinna og reyna að greiða upp skuldir sínar. jss@frettabladid.is FORSETAKJÖR Ástþór Magnússon hélt sinn síðasta blaðamannafund fyrir forsetakosningar á skrif- stofu Friðar 2000 í gærmorgun. Á fundinum gagnrýndi Ástþór um- fjöllun fjölmiðla um sig og fram- boð sitt, sem hann sagðist ein- kennast af „tilraunum Baugs til að hygla sínum umbjóðanda með því að beita fjölmiðlum í sinni eigu til að heilaþvo almenning“. Ástþór sagði að verði hann kjörinn for- seti lýðveldisins á morgun verði hans fyrsta verk að svara hjálpar- kalli palestínskra barna. ■ Voru dómarnir í Landssímamálinu sanngjarnir? Spurning dagsins í dag: Er húsnæði of dýrt á Íslandi? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 22.54% 77.46% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Skoðanakönnun: Mistök að gera innrás WASHINGTON, AP Í fyrsta sinn frá því að Bandaríkin og Bretland réðust inn í Írak er meirihluti Bandaríkja- manna þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök að gera innrásina. Samkvæmt skoðanakönnun fyr- ir CNN og USA Today telja 54 pró- sent að það hafi verið mistök að ráð- ast inn í Írak. Fyrr í mánuðinum voru aðeins 41 prósent Bandaríkja- manna þeirrar skoðunar. Rúmur helmingur sagði Bandaríkjunum stafa meiri hætta af hryðjuverkum nú en áður, þriðjungur sagði örygg- ið hafa aukist við innrás. ■ ÁSTÞÓR MAGNÚSSON Segir farir sínar ekki sléttar. Ástþór Magnússon: Gagnrýnir fjölmiðla Borgarráð: Alfreð áfram formaður BORGARMÁL Alfreð Þorsteinsson var endurkjörinn formaður borg- arráðs á fundi þess í fyrradag, en Stefán Jón Hafstein kjörinn vara- formaður í stað Árna Þórs Sig- urðssonar. Borgarráð var kjörið til eins árs á fundi borgarstjórnar. Af hálfu Reykjavíkurlistans voru kjörin aðalmenn þau Alfreð Þor- steinsson, Árni Þór Sigurðsson, Björk Vilhelmsdóttir og Stefán Jón Hafstein. Þau Björk og Stefán komu í stað þeirra Steinunnar Val- dísar Óskarsdóttur og Dags B. Eggertssonar. Af hálfu Sjálfstæð- isflokksins voru kjörin í borgar- ráð þau Guðrún Ebba Ólafsdóttir, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. ■ Borgarráð: Úttekt á stokk á Hringbraut BORGARMÁL Borgarráð hefur vísað tillögu Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslyndra, að fela embættismönnum borgarinn- ar að kanna kostnað við að setja hluta nýrrar Hringbrautar í stokk milli Njarðargötu og Snorrabraut- ar til umsagnar skipulagsnefnda. Vill Ólafur að þetta verði kannað sem fyrst svo hægt verði að taka vel ígrundaða afstöðu til þessa máls sem Samtök um betri byggð hafa barist hart fyrir og telja að stórbæti uppbyggingarmöguleika á Landspítalalóðinni. ■ HRINGBRAUTIN Ólafur F. Magnússon vill láta gera úttekt á kostnaði við að setja hana í stokk á kafla. ÍRAN, AP Meira en sjötíu manns létu lífið þegar olíuflutningabíll rakst á farþegarútur og sprakk í loft upp. Atvikið átti sér stað á þjóðvegi milli borganna Bam og Zahedan í suð- austurhluta Írans og varð litlum vörnum við komið. Næsta slökkvi- lið var í rúmlega hundrað kílómetra fjarlægð og því leið drjúgur tími áður en hægt var að hefja slökkvi- störf. Fjöldi manns varð eldinum að bráð vegna þess að ekki var hægt að slökkva eldinn. Bílstjóri olíuflutningabílsins virðist hafa misst stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann skall á rútum, fullum af farþegum, sem stóðu fyrir framan lögreglu- stöð. Algengt er að rútur og flutn- ingabílar stoppi við lögreglustöðv- ar svo lögreglumenn geti leitað að smyglvarningi. Mikið er um fíkni- efnasmygl frá Afganistan og Pakistan um svæðið þar sem slysið átti sér stað. Óvíða er meira um bílslys en í Íran. Árið 2002 voru bílslys nær hálf milljón talsins og kostuðu 21.000 manns lífið. ■ ALLT BRANN SEM BRUNNIÐ GAT Eins og sjá má á þessari mynd sem birtist í íranska sjónvarpinu eirðu logarnir engu. Stórslys þegar olíuflutn- ingabíll rakst á rútur: Tugir lét- ust í báli HERMENN Í ÍRAK Í fyrsta sinn er meirihluti þeirrar skoðunar að betra hefði verið að gera ekki innrás. INNFLYTJENDUR HANDTEKNIR Franska lögreglan smalaði saman rúmlega hundrað ólöglegum inn- flytjendum eftir að innflytjend- urnir höfðu þegið boð um ókeypis máltíð í Calais. Flestir innflytj- endanna ætluðu að reyna að kom- ast til Bretland. Fyrir viku voru um 60 teknir í svipaðir aðgerð. DÓMURINN STENDUR Þýskur dómstóll hafnaði áfrýjunum ákærenda og sakborninga í rétt- arhöldum yfir fólkinu sem stóð að sprengjuárás í Berlín árið 1986 sem kostaði þrjá lífið. Ákæruvaldið vildi þyngri dóm en tólf til fjórtán ára fangelsi en sakborningar kröfðust vægari refsingar. ■ ■ EVRÓPA ÁRANGURSLAUS FJÁRNÁM Segja má að sprenging hafi orðið í fjölda árangurslausra fjárnáma hjá fólki á aldrinum 21- 30 ára, samkvæmt upplýsingum frá Lánstrausti hf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Fjárnám hjá ungu fólki tvöfaldast Árangurslaus fjárnám hjá fólki á aldrinum 21-30 ára hafa tvöfaldast milli áranna 2003 og 2004. Bílalán og greiðslukortaskuldir vega þar þyngst, en fólkið á engar eignir sem hægt er að taka upp í skuldirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.