Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 8
26. júní 2004 LAUGARDAGUR Talning hefst klukkan sjö: Fyrstu tölur klukkan tíu FORSETAKJÖR Atkvæðatalning í forsetakosningunum hefst klukkan 19.00 í kvöld í öllum kjördæmum landsins. Talningar fara fram á eftir- töldum stöðum: Í Reykjavíkur- kjördæmi suður í Hagaskóla, í Reykjavíkurkjördæmi norður í Ráðhúsi Reykjavíkur, í Suð- vesturkjördæmi í Kaplakrika í Hafnarfirði, í Suðurkjördæmi í Fjölbrautaskóla Suðurnesja á Selfossi, í Norðvestur í Hótel Borgarnesi og í Norðaustur- kjördæmi í KA-heimilinu á Ak- ureyri. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn er búist við fyrstu tölum klukkan 22.00. Þórunn Guðmundsdóttir, full- trúi yfirkjörstjórnar í Reykja- víkurkjördæmi segir að loka- talningar megi vænta fyrr en við Alþingiskosningar í fyrra þegar talningu lauk klukkan 02.30. „Þetta er auðveldari talning en í Alþingiskosningum auk þess sem við gerum ráð fyrir að kjörsókn verði minni. Við búmst því að talning taki skemmri tíma en í fyrra.“ Þór- unn segir að auðir atkvæða- seðlar verði taldir á sama tíma og aðrir seðlar en ekki í lok talningar eins og venja er til og auðir seðlar og ógildir verða taldir í sitthvoru lagi. Ríkissjónvarpið flytur fregnir af gangi mála á milli dagskrárliða í kvöld og sendir fyrst út klukkan 21:59. Meðal gesta í sjónvarpssal verða allir forsetaframbjóð- endur. ■ Spennan í auðum seðlum og kjörsókn Ólafur Þ. Harðarson segir algjöra óvissu um kjörsókn og fjölda auðra seðla í kosningunum í dag og þær séu að því leyti spennandi. Hlutfall auðra seðla þarf ekki að vera hátt til að forsetinn sé ekki lengur sameiningartákn. FORSETAKJÖR „Ef við gefum okkur að auðir seðlar verði tíu prósent er ljóst að forsetinn er ekki leng- ur óumdeilanlegt sameiningar- tákn,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, um forsetakosn- ingarnar í dag. „Á hinn bóginn,“ bætir hann við, „þýðir slíkt hlutfall auðra seðla ekki að forsetinn sé orðinn venjulegur stjórnmálamaður. Ef svo væri mætti gera ráð fyrir að andstaðan við hann væri mun meiri.“ Ólafur Þ. segir ljóst að ef margir skili auðu sé það fyrst og fremst gert til að lýsa yfir óá- nægju með Ólaf Ragnar Grímsson og sérstaklega ákvörðun hans um að skrifa ekki undir fjölmiðlalög- in. Ólafur Þ. vill þó ekkert segja um hvað megi túlka sem sigur fyrir Ólaf Ragnar og hvað ekki. „Þetta er mikið álitamál og hver túlkar það fyrir sig.“ Ólafur Þ. segir tvo óvissuþætti vera athyglis- verðasta í kosn- ingunum í dag; í fyrsta lagi fjölda auðra seðla og í öðru lagi hversu mikil kjörsókn verður. Við venju- legar kringum- stæður, þar sem úrslitin virðast fyrir fram ljós, megi gera ráð fyrir minni kjör- sókn en ella, til dæmis eins og gerðist árið 1988. Hins vegar sé ekki bara verið að kjósa um fram- bjóðendurna þrjá. „Margir hvetja fólk til að mæta og skila auðu sem mótmæli við gjörðum Ólafs Ragn- ars og ef sá hópur nær miklum hljómgrunni má búast við að kjör- sókn aukist. Þetta verður því ein- hvers konar styrkleikamæling á fylgi Ólafs Ragnars meðal þjóðar- innar, þó hann hafi enga alvöru keppinauta.“ Ólafur Þ. telur þó erfitt að meta áhrif þessara brey- ta, en segir að margir auðir seðlar væru dæmi um virkt lýðræði. Um hina frambjóðendurna seg- ir Ólafur Þ. að allt það fylgi sem þeir fái megi túlka sem góða út- komu fyrir þá. Ólafur Þ. hefur sagt að Ólafur Ragnar Grímsson hafi gert emb- ættið pólitískara með því að beita málskotsréttinum og telur mikla óvissu ríkja um þróun embættis- ins í nánustu framtíð. „Það virðist ljóst að eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna verður rætt um hvort breyta eigi hlutverki forsetans í lögum og stjórnarskrá. Það er ómögulegt að segja á þessu stigi hver sú þróun verður.“ ■ ,,Þetta verður því einhvers konar styrkleika- mæling á fylgi Ólafs meðal þjóðarinn- ar, þó hann hafi enga alvöru keppi- nauta.“ Fall sjónvarpskónganna er hátt Pabbi stendur með stráknum sínum DAGBLAÐIÐ VÍSIR 142. TBL. – 94. ÁRG. – [LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 2004 ] VERÐ KR. 295 Dularfullarnæturheimsóknir íBessastaðakirkju Bls. 4 „Ég veit hver myrti son minn“Bls. 26-27 Úr Fame í fangelsi Sjónvarpskóngarnir Árni Þór og KristjánRa. frumsýndu söngleikinn Fame í fyrra-kvöld. Þeir ætla að bera við heimsku íHæstarétti og segjast ekki hafa vitað aðbróðir Kristjáns væri að dæla í þá stolnufé. Fallið er hátt. Bls. 12-13 Ætla að sannfæra Hæstarétt um að þeir séu heimskir ÞING Þeir Haukur Logi Karlsson, núverandi formaður Sambands ungra framsóknarmanna, og Jakob Hrafnsson, bróðir Björns Inga Hrafnssonar, hafa gert með sér samkomulag um að skipta for- mannssætinu á næsta starfstímabili en nú stendur yfir þing Sambands ungra framsóknarmanna á Nesja- völlum. Til stóð að kosið yrði um for- mann sambandsins í dag en af því verður líklega ekki vegna sam- komulagsins. Jón Einarsson hugðist bjóða sig fram til formanns en seg- ir að eftir að hafa ráðfært sig við sína stuðningsmenn hafi hann ákveðið að draga framboðið til baka til að auka möguleika Jakobs Hrafnssonar á formannssætinu. Heimildir segja að háttsettir menn innan flokksins hafi kippt í strengi innan sambandsins til að koma nú- verandi formanni frá og skipting formannssætisins hafi verið lend- ingin. „Gert var samkomulag um að best væri að semja svo það myndi ríkja sátt og eining, þannig að allur hópurinn vinni saman í staðinn fyr- ir að vera í baráttu hvert á móti öðru. Þetta varð lending sem ég held að allir séu ánægðir með. Það verður kosið um þessa tillögu og ég á von á að það verði farsæll endir á því,“ segir Jakob, sem mun taka við formannssætinu fimmtánda maí næstkomandi þegar Haukur Logi hættir í stjórn. Haukur Logi segir að í dag sé félagsmönnum frjálst að bjóða sig fram en það kæmi á óvart ef einhver gerði það. ■ Formannsskipti í SUF á miðju starfstímabili: Átökum milli fylkinga forðað ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Segir það álitamál hvernig megi túlka úrslit kosninganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.