Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 12
Fyrir viku síðan tilkynntiPétur Kristján Hafstein,hæstaréttardómari og fyrrum forsetaframbjóðandi, að hann hygðist láta af störfum og segja af sér embætti hæstarétt- ardómara þann fyrsta október næstkomandi. Fram hefur kom- ið að Pétur ætlar að hefja nám við Háskóla Íslands í haust og nema sagnfræði. Hann segir ákvörðunina haldast í hendur við áform hans og eiginkonunnar um að flytja á næstu árum austur á Rangárvelli þar sem þau eiga jörðina Stokklæk. „Við vorum lánsöm að finna þessa jörð. Þar er gott að vera með hesta,“ sagði Pétur í viðtali við Fréttablað- ið. Hann sinnti ungur hesta- mennsku en er sagður hafa látið af henni að mestu þegar hann tók sæti í H æ s t a r é t t i . Pétur endur- nýjaði svo kynnin við hestana eftir forsetakosning- arnar sem hann tapaði árið 1996 og hefur sinnt h e s t a m e n n s k u síðan. Þeir sem til Péturs þekkja segja hann alla tíð hafa verið áhuga- mann um sagnfræði og jafnvel séð eftir því að hafa ekki farið þá leið í háskólanámi að loknu stúdentsprófi, frek- ar en að nema lögfræði. Pétur er aðeins 55 ára gam- all og kom mörgum á óvart að hann skyldi vilja fara úr því að vera hæstaréttardómari yfir í að vera sléttur og felldur há- skólanemi og hestamaður. Margir dást að ákvörðun hans og segja virðingarvert að láta ekki frama á einu sviði mann- lífsins aftra sér í að rækta sjálf- an sig og fjölskylduna. Pétur er vel menntaður, útskrifaður lög- fræðingur frá Háskóla Íslands árið 1976 og með framhaldspróf í þjóðarrétti frá Cambridge-há- skóla í Bretlandi. Þykir það til marks um lítillæti Péturs og virðingu fyrir menntun að hann skuli geta hugsað sér að setjast á skólabekk með fólki úr öllum áttum, mörgu hverju nýskriðnu úr framhaldsskólum landsins. Segja má að með þessu komi Pétur nú þjóð sinni á óvart í ann- að sinn. Fyrra skiptið var þegar hann, tiltölulega óþekktur, bauð sig í apríl 1996 fram til embættis for- seta Íslands. Ólafur Ragnar Grímsson bar sem kunnugt er sigur úr býtum, en undir lokin stóð baráttan helst milli þeirra Péturs. Þeir tókust m.a. á um grundvallaratriði á stöðu for- setaembættisins, svo sem um málskotsréttinn, sem Pétur taldi ganga gegn þingræðisreglunni sem íslensk stjórnskipan byggð- ist á. Ólafur Ragnar hélt því hins vegar fram að í málskots- réttinum fælist að fullveldis- rétturinn væri hjá þjóðinni. Pétur Kr. hefur ekki verið umdeildur, en þó spunnust um hann nokkrar deilur árið 1997 þegar hann hafði tekið aftur sæti dómara í Hæstarétti. Hreinn Loftsson, þá lögmaður Vífilfells, krafðist endurupp- töku máls Gjaldheimtunnar í Reykjavík gegn Vífilfelli vegna meints vanhæfis Péturs. Vísaði Hreinn til þess að Vífilfell hafði neitað stuðn- ingsmönnum Péturs um fjárstuðning vegna forseta- framboðsins. Mál- inu og fjórum öðrum sambæri- legum var vísað frá í Hæstarétti, en þau vöktu þó töluverða at- hygli og voru umdeild. Með- al annars hafði Jyllandsposten eftir Evu Smith, pró- fessor í refsi- rétti, að nokk- ur misbrestur hefði þarna orðið á dóma- f r a m k v æ m d . Málið kom líka til kasta Mann- réttindadómstóls Evrópu, en fékkst ekki tekið upp þar. Hvorki dómsmála- ráðherra né sam- dómurum Péturs í Hæstarétti kom í hug að skugga gæti borið á dóma hans. Spurning er hvort persóna Péturs skipti þarna máli því hann er talinn bæði réttsýnn og sanngjarn. Hann er til dæmis sagður hafa notið mikillar virð- ingar fyrir störf sín sem sýslu- maður á Ísafirði á níunda ára- tugnum fyrir að koma jafnt fram við alla, háa sem lága. Faðir Péturs var Jóhann Henning Hafstein, bankastjóri, alþingismaður og ráðherra, en hann var einnig um tíma fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins. Móðir Péturs, Ragn- heiður, var hins vegar af Thors- ætt, en afi hennar í móðurætt var Hannes Hafstein, fyrsti ráð- herra þjóðarinnar. Pétur og Ingibjörg kona hans eiga saman þrjá syni, fædda 1979, 1982 og 1987. ■ 26. júní 2004 LAUGARDAGUR12 Háskólanemi og hestamaður Borgarstjórn samþykkti á síðasta fundi sínum fyrir sumarfrí gagn- gerar endurbætur á þjónustu Reykjavíkurborgar. Undirbúning- ur málsins hefur staðið í hálft ann- að ár og byggist stefnumörkunin á niðurstöðum alþjóðlegra kann- anna, innlendum og erlendum rannsóknum auk ítarlegrar um- ræðu og samráðs starfsfólks, nefnda og ráða Reykjavíkurborg- ar. Endurskipulagning þjónustunn- ar tengist einu stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir: að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröfum um máls- hraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. Lykillinn að því er að nýta kosti nýrrar tækni við upplýsingamiðlun og málsmeð- ferð, læra af umbótaverkefnum í opinberri þjónustu, hvar sem fyr- irmyndarverkefni er að finna, og síðast en ekki síst að forðast kreddur og hjólför gamla tímans. Umbæturnar í borginni sem sýnilegar verða íbúum á næsta ári byggja á þremur stoðum: stofnun þjónustumiðstöðva í hverfum, símavers með öflugri upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu og raf- væðingu umsóknarferla á vefnum. Í þjónustukönnun sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg síðastliðið haust kemur fram að níu af hverj- um tíu Reykvíkingum styðja hvert þessara þriggja stefnumiða. Með stofnun fimm þjónustu- miðstöðva á að opna Reykvíking- um aðgang að þjónustu borgarinn- ar eins nærri þeirra heimavelli og kostur er. Ekki á lengur að þurfa að rekast á milli staða og stofnana heldur á að vera hægt að nálgast allt á einum stað. Og helst í einni heimsókn. Á þjónustumiðstöð ættu íbúar þannig að geta leitað með öll erindi, fengið upplýsingar og leið- beiningar auk þess að sækja þjón- ustu og ráðgjöf sem lýtur að dag- legu lífi. Með þessari endurskipulagningu vilja borgaryfirvöld einnig verða betri samstarfsaðili lögreglu og ým- issa þjónustustofnana ríkisins sem ættu raunar einnig að geta veitt þjónustu sína í gegnum hverfamið- stöðvar borgarinnar. Reynslan af tilraunaverkefnum í þeim efnum, eins og Miðgarður í Grafarvogi er dæmi um, hafa ótvírætt sannað gildi sitt. Hvergi er viðbragðstími styttri. Hvergi finnst íbúum þeir ör- uggari. Síðast en ekki síst getur endur- skipulagning þjónustu í hverfum eflt samstarf við fjölskyldur og frjáls félagasamtök. Þetta er gríðar- lega mikilvægt því sá félagsauður sem í samtökum íbúa felst hefur sýnt sig að hafa meiri áhrif á árang- ur velferðarþjónustu en flest annað. Skipulag þjónustunnar verður því að styðja við hverfin. Í því er fram- tíðin falin. Nýja Reykjavík á að tryggja greiðan aðgang að upplýs- ingum og íbúalýðræði, netlausnum og nærþjónustu. ■ Þessa dagana dynur yfir okkur Suðunesjamenn enn ein bylgja uppsagna starfsmanna hjá varn- arliðinu. Reikna má með að u.þ.b. 20 starfsmenn fái uppsagnarbréf fyrir næstu mánaðamót og lætur nærri að um 150 manns hafi þá misst vinnu sína frá því að þessi hrina hófst í nóvember sl. Þá eru ónefndir þeir sem misst hafa vinnu sína vegna samdráttar hjá verktökum sem unnið hafa fyrir varnarliðið. Málið er grafalvar- legt, ekki síst fyrir þá sem fyrir þessu verða og fjölskyldur þeirra. Jafnframt er sú nagandi óvissa sem starfsmenn búa við, ólíðandi og óverjandi til lengri tíma. Legið hefur fyrir um langa hríð sá vilji bandarískra stjórnvalda að dregið verði úr starfsemi varnarliðsins hér á landi eða hún jafnvel slegin af. Bandarísk stjórnvöld meta það svo að fjármunum sé betur varið annars staðar, á svæðum þar sem ófriður er fyrir hendi eða á svæð- um þar sem bandarísk stjórnvöld hafa verið að efna til ófriðar. Embættismenn í Pentagon sjá ofsjónum yfir þeim upphæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápening- um í starfsemi varnarliðsins hér á landi – hún kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öll- um norska hernum. Íslenskir ráðamenn hafa ýmislegt gert til þess að halda í varnarliðið, m.a. stutt innrás í Írak og afsalað sér möguleikum á aðkomu að endur- skipulagningu hersins hér á landi, með því að samþykkja að yfir- stjórn starfsemi varnarliðsins hér á landi sé suður í Evrópu en ekki í tvíhliða samningi Íslendinga og Bandaríkjamanna. Afleiðingin er að ráðamenn hér eru nánast áhorfendur að því sem er að ger- ast, án þess að fá rönd við reist. Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og verðandi forsætisráð- herra, hefur talað um áframhald hagræðingar á Keflavíkurflug- velli sem þýðir það eitt, að áfram mega starfsmenn varnarliðsins búa við þá óvissu sem af þessu hlýst. En mér þykir eðlileg að spyrja, hversu langt er hægt að ganga í hagræðingu án þess að til niðurskurðar á starfsemi varnar- liðsins komi og þá vörnum lands- ins. Þegar búið er að segja upp rúmlega 15% starfsmanna, ásamt þeim sem eiga eftir að missa vinn- una þegar nýtt fjárhagsár rennur í garð, má þá ekki reikna með að þetta sé farið að hafa áhrif á starf- semi varnarliðsins. Og hvenær eigum við Íslendingar að segja hingað og ekki lengra? Atvinnuleysi hefur verið mikið hér á Suðurnesjum undanfarin misseri, en sem betur fer hefur það ekki aukist, þrátt fyrir þessa miklu fækkun starfa hjá varnar- liðinu. Sveitarfélög hafa gripið til aðgerða með því að ráðast í kostn- aðarsöm verkefni sem dregið hafa úr atvinnuleysi. Má nefna uppbyggingu Hafnargötu í Reykjanesbæ sem dæmi um slíkt verkefni. Einnig hafa þau, ásamt ýmsum fyrirtækjum í samvinnu við atvinnuleysistryggingarsjóð, hrint af stað ýmsum átaksverk- efnum sem einnig hafa slegið á at- vinnuleysi. Sem betur fer er ýmis- legt fleira í farvatninu, s.s. fjölg- un starfa í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar á næstu misserum, virkjun á Reykjanesi og einnig og vonandi stálpípuverksmiðja í Helguvík. Þá hefur bæjarstjórn Reykjanesbæj- ar lýst yfir þeim vilja sínum að Tækniháskólanum verði fundinn staður í Reykjanesbæ sem hefði örugglega jafngóð áhrif á okkar samfélag og Háskólinn á Akur- eyri hefur haft á Eyjafjarðar- svæðið. Það mætti því með góðu móti halda því fram að atvinnu- horfur hér á Suðurnesjum væru ekki alslæmar ef ekki hefði komið til þessa samdráttar hjá varnar- liðinu. Þegar staðan í heimsmálunum er orðin slík að forsetar Banda- ríkjanna og Rússlands fá sér í glas saman, er ljóst að Bandaríkja- menn hafa enga hagsmuni af því að reka herstöð á Íslandi. Einnig eru þeir varnarhagsmunir sem við Íslendingar höfum af herstöð- inni mjög óljósir. Það má spyrja að því hvort vera okkar í NATO nægi ekki, því að árás á eitt nató- ríki jafngildir árás á öll hin. Við hljótum því, í ljósi þeirra breyt- inga sem eru að verða á starfsemi varnarliðsins hér á landi, að hor- fast í augu við þetta og fara að spyrja annarra spurninga. Erum við kannski komin að þeim tímapunkti að við eigum að fara að velta því fyrir okkur hvernig hægt sé að semja um brottför hersins í áföngum og leg- gja þá áherslu á að haldið sé utan um þá starfsmenn varnarliðsins sem þurfa endumenntunar við, til þess að komast aftur inn á al- mennan vinnumarkað og að eldri starfsmönnum varnarliðsins sem unnið hafa þar í áratugi, verði gert kleift að ljúka störfum með reisn. Eiga Davíð Oddsson forsæt- isráðherra og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra að fara með slíkar vangaveltur í farteskinu á natófundinn sem hefst í Tyrklandi næstu viku? Greinarhöfundur er formaður Verslunarmannafélags Suður- nesja og bæjarfulltrúi í Reykja- nesbæ. Að vera eða vera ekki GUÐBRANDUR EINARSSON UMRÆÐAN VARNARLIÐIÐ Embættismenn í Pentagon sjá ofsjón- um yfir þeim upphæðum sem eytt er í varnarstöðina á Keflavíkurflugvelli, enda ekki verið að eyða neinum smápeningum í starfsemi varnarliðsins hér á landi – hún kostar jafnmikið og jafnvel meira en reksturinn á öllum norska hernum. ,, DAGUR B. EGGERTSSON SKOÐUN DAGSINS ÞJÓNUSTA BORGARINNAR Eitt stærsta verkefni sem öll stjórnvöld standa frammi fyrir er að bæta þjónustu við íbúa og atvinnulíf án þess að auka kostnað. Sinna vaxandi kröf- um um málshraða, stuðning og þjónustu án þess að hækka skatta. ,, Umbætur í opinberri þjónustu MAÐUR VIKUNNAR PÉTUR KR. HAFSTEIN hæstaréttardómari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.