Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 13
Þrátt fyrir að helmingur af fjárlög- um ríkisins renni í heilbrigðiskerfi Íslendinga, vantar mikið upp á að allir Íslendingar fái þá heilbrigðis- þjónustu sem sómi væri af. Sjúkra- húsdeildum er lokað, það vantar rými fyrir aldraða, geðsjúka og unga einstaklinga sem af ýmsum or- sökum þurfa að dvelja á stofnun. Við þurfum manneskjulegra og skil- virkara kerfi. Einhverra hluta vegna gengur illa að bjóða upp á heilbrigð- isþjónustu fyrir alla í einu ríkasta landi heimsins. Margir sem þetta lesa kunna að yppa öxlum og hugsa sem svo: „Ég heyri ekki svo marga kvarta.“ Og það er rétt. Þeir sem verða út undan í lífsgæðakapphlaup- inu mynda fámennan hóp sem á sér fáa málsvara. Á fjögurra ára fresti veljum við Íslendingar okkur forseta. Forsetinn hefur ekki mikil völd en hann getur náð athygli ráðamanna. Hann getur gerst málsvari þeirra einstaklinga sem enginn hefur hingað til viljað vera. Ég dreg í efa að við óbreytt ástand eignist þessi fámenni hópur málsvara og því kýs ég Baldur Ágústsson þann 26. júní. ■ „Á þeim tíma sem tekur að lesa þessa vefsíðu er líklegt að barn hafi látið lífið í ófriði eða hlotið varanlegt líkamstjón. Þá eru eftir öll þau börn sem halda heilsu en skaddast á sálinni. Heimsmynd barnsins er um- turnað í ólgu óvissunar sem stríð veldur. Hvað er til ráða? Best væri að binda enda á ófrið.“ Textinn er af vefsíðu Rauða Kross Íslands og áfram segir: „Næstbest er að gera allt sem í mannlegu valdi stendur til að draga úr þjáningum, hlúa að börnunum og hjálpa þeim til að eygja von.“ Hvers vegna að gera aðeins það næstbesta þegar þú getur gert það sem best væri, ganga til góðs og leggja atkvæði þitt á vogarskál til friðar í heiminum. Nái ég kjöri í dag mun ég sem fyrsti friðarforseti heims leiða heimsbyggðina til friðar. Fjöldi Nóbelsverðlaunahafa, fræði- manna og ráðgjafa við Samein- uðu þjóðirnar bíður eftir því að ég sem forseti leggi friðar- hreyfingunni lið. Hvern þann dag sem beðið er eftir friðarforsetanum eru hundruð saklausra barna til viðbótar limlest eða drepin í stríðsátökum. Hvað þurfa margir að þjást áður en Íslend- ingar vakna af Þyrnirósar- svefninum og takast á við hlut- verkið? Göngum til góðs í dag og kjósum frið á jörð. ■ 13LAUGARDAGUR 26. júní 2004 AF NETINU ÁSTÞÓR MAGNÚSSON FORSETAFRAMBJÓÐANDI UMRÆÐAN FORSETAKOSNINGAR Nái ég kjöri í dag mun ég sem fyrsti friðarforseti heims leiða heimsbyggðina til friðar. Fyrir sjúka og aldraða VIGDÍS KRISTÍN STEINÞÓRSDÓTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGUR UMRÆÐAN FORSETAKOSNINGAR ,, Trjáplöntur ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 50 97 06 /2 00 4 499 kr. Blátoppur 399 kr. Alparifs Ótrúlegt verð! 199 kr. Loðvíðir 75 sm 399 kr. Birki 80-100 sm 699 kr. 120-150 sm 999 kr. Reyniviður 499 kr. 10 stk. 80-100 sm 199 kr. Ösp 30% afsláttur Allar fjölærar plöntur 599 kr. Sitkagreni fjólur, flau elsblóm, a llýsur og d aggarbrá Sumarbló m! 599 kr. Blágreni Í kjörklefanum Vefþjóðviljinn er að vísu jafnan ófús að svara skynsamlegum spurningum og helst ekki nema út í hött, en hér er að sönnu mikilvægt mál á ferð og því vill blaðið bregða vana sínum og hjálpa þeim lesendum sem alls ekki geta af eig- in rammleik ráðið fram úr þessari þraut. Ráð Vefþjóðviljans er þetta: Takið með í kjörklefann hefðbundinn tening. Þegar í klefann er komið kastið honum þá einu sinni og látið að því búnu þá hlið, sem veit upp, ráða niðurstöðunni, og er hér sem löngum best að láta stafrófsröð gilda. 177. tbl. Vefþjóðviljans á andriki.is Engar uppljóstranir Þó texti Clintons sé ef til vill liprari og persónulegri en gengur og gerist hjá stjórnmálamönnum sem skrifa sínar ævisögur virðast efnistökin engu að síð- ur um margt svipuð. Einhverra hluta vegna hafa stjórnmálamenn sem fara að puttast í eigin ævisagnaritun ekki áhuga á því sem almenningur hefur áhuga á að lesa. Meðan lesandinn vill fá leynilegar innherjaupplýsingar um ágreining og valdabaráttu fer stjórnmálamaðurinn að hvítþvo sjálfan sig og skrifa eitthvað lof- samlegt um lítt þekkta en dygga stuðn- ings- og samstarfsmenn. Guðmundur Svansson á deiglan.com Styðja sjálfstæðismenn Árna? Þau tímamót áttu sér stað í gær að for- seti borgarstjórnar Árni Þór Sigurðsson var endurkjörinn með öllum greiddum atkvæðum. Út úr því má mikilvægast lesa að Árni hefur unnið sín störf af fag- mennsku en jafnframt farið vel með sjónarmið og pólitík VG í Reykjavík og R- listans. Fagmennska og pólitík geta nefnilega farið saman. Pólitík þarf ekki nauðsynlega að fela í sér refsskap og slægð. Pólitík getur líka snúist um það að menn séu menn orða sinna, takist í hendur, orð standi og heiðarleikinn sé í fyrirrúmi. Svandís Svavarsdóttir á vg.is/postur/. Sjálfsagt mál, eða hvað? Hversu blindur er eiginlega hægt að vera? Hvernig getur það annað en ver- ið samfélaginu til hagsbóta að einstak- lingarnir, sem það samanstendur af, auðgist andlega af þekkingu, gagnrýn- inni hugsun og hæfileika til að koma skoðunum sínum á framfæri á rök- studdan hátt ñ en þetta er einmitt eitt það allra mikilvægasta sem menntun veitir fólki, hvort sem hún er fengin í skóla eða annars staðar? Þórður Sveinsson á mir.is. Undarleg áhugamál Hemmi Gunn hefur ætíð verið mér hug- leikinn. Má rekja það til þess að ég var svo heppinn á níunda aldursári að vera meðal áhorfanda hjá Hemma í þætti hans Á tali sem sýndur var á Ríkissjón- varpinu. Er sú reynsla greypt í minning- unni enda frekar sérstakir gestir hjá Hemma það kvöldið t.a.m. tók feitasta hljómsveit í heimi lagið, Mammoth, og frægasta Michael Jackson-eftirherma í heimi sýndi nokkur dansspor. Bjarni Már Magnússon á deiglan.com Göngum til góðs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.