Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 16
Fulltrúar 50 þjóða undirrituðu stofnsáttmála Sameinuðu þjóð- anna á þessum degi árið 1945 í Herbst Theater í San Francisco. Með þessu var alþjóðlegri stofnun komið á fót sem átti að bjarga komandi kynslóðum frá óhugnaði stríðs. Sáttmálinn kom svo til framkvæmda 24. október sama ár og fyrsta þing Sameinuðu þjóðanna kom saman í London, 10. janúar 1946. Þrátt fyrir að Þjóðabanda- laginu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir þau átök sem leiddu til síðari heimsstyrjaldarinnar, hófu bandamenn undirbúning að stofn- un nýrrar alþjóðastofnunar með það að markmiði að stuðla að friði í heiminum. Vitað er að hugmynd- in kom fyrst fram í ágúst 1941, þegar Franklin D. Roosevelt og Winston Churchill skrifuðu undir Atlantshafssáttmálann. Síðar það ár notaði Roosevelt frasann sameinaðar þjóðir til að lýsa þeim þjóðum sem börðust gegn öxul- veldunum þremur, Þýskalandi, Ítalíu og Japan. Fyrst var þessi titill þó opinberlega notaður í jan- úar 1942, þegar fulltrúar 26 ríkja bandamanna hittust í Washington DC til að skrifa undir yfirlýsingu hinna sameinuðu þjóða, sem lýsti sameiginlegum stríðsmarkmiðum þeirra. Í október 1943 hittust fulltrúar Bretlands, Bandaríkjanna, Sovét- ríkjanna og Kína í Moskvu til að ræða þörfina á því að skapa nýjan alþjóðlegan vettvang, í stað Þjóð- arbandalagsins. Eftir miklar samningaviðræður um hvernig þessi nýja stofnun ætti að líta út, komust Bandaríkjamenn, Bretar og Sovétmenn að sameiginlegri niðurstöðu á Yalta-ráðstefnunni í febrúar 1945 og í kjölfarið var fulltrúum allra þeirra þjóða sem skrifuðu undir yfirlýsinguna frá 1942 boðið að mæta á stofnfund Sameinuðu þjóðanna. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1243 Mongólar gjöreyða tyrkneska her Seljuk í Litlu-Asíu. 1483 Ríkharður þriðji hrifsar til sín ensku krúnuna. 1794 Frakkar sigra austurríska herinn í bardaganum um Fleurus. 1925 Grínmynd Charlie Chaplin, Gullæðið, er frumsýnd í Hollywood. 1948 Berlínarloftbrúin er opnuð þegar Bandaríkjamenn, Bretar og Frakk- ar hefja flug á nauðsynjavörum til vesturhluta Berlínar. 1951 Sovétríkin leggja til vopnahlé í Kóreustríðinu. 1963 Bandaríski forsetinn John F. Kennedy segir hin frægu orð „Ich bin ein Berliner“ (Ég er Berlínar- bolla) við Berlínarmúrinn. 1977 Rokkkóngurinn Elvis Presley heldur síðustu tónleika sína í Market Square Arena í Indiana- polis. 1979 Muhammad Ali tilkynnir að hann sé hættur keppni í hnefaleikum, 37 ára. 2000 Forseti Indónesíu, Abdurrahman Wahid, lýsir yfir neyðarástandi í Moluccas vegna vaxandi ofbeldis milli múslima og kristinna. EGYPTAR SKRIFA UNDIR STOFNSÁTTMÁLANN Fulltrúar 50 þjóða skrifuðu undir stofn- sáttmála Sameinuðu þjóðanna í San Francisco á þessum degi fyrir 59 árum. „Liðin vika var aldeilis góð. Veðr- ið var gott. Og golfið var gott,“ segir hjartaknúsarinn Vignir Freyr Andersen, sem flestir þekk- ja sem lottókynni og verslunar- stjóra golfverslunarinnar Nevada Bob. „Ég notaði veðrið svolítið til að stjórna afþreyingarmöguleik- unum eftir hefðbundinn vinnu- dag; fór á golfvöllinn í Grafarholt- inu í góða veðrinu og lék við kon- una og pjakkinn minn í garðinum meðan kvöldsólin skein sem blíð- ast. Svo var það auðvitað EM í fót- bolta sem átti mig dálítið þegar rigndi. Ég horfi alltaf með öðru auganu á boltann þótt ég sé engin bulla. Frelsaðist frá fótboltanum þegar ég fór í golfið 1997 og hefði átt að byrja miklu fyrr. Þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og maður ræður tíma sínum sjálf- ur; þarf ekki að mæta á æfingar og golfinu fylgja engin meiðsli.“ Vignir ætlar að enda vikuna eins og hann byrjaði hana, í vinn- unni. „Vikan byrjaði skemmtilega en við vorum með í heimsókn út- lenda gesti frá Galloway, sem er eitt af stærstu golffyrirtækjum heims. Héldum demodaga í Graf- arholtinu, en þá getur fólk prófað kylfur og farið í mælingu, sem sí- fellt verður vinsælla. Margir halda að þessi stóru merki séu að- eins fyrir atvinnumenn, en það er nú öðru nær. Svo verður maður í búðinni um helgina, enda aldrei frí hjá verslunarfólki. Þetta er orðið eins og í New York, opið alla daga vikunnar, en ég reyni að nota kvöldin vel og slappa af. Er líka kominn á þann aldur að vera orð- inn „out of date“ upp á næturlífið að gera; kominn í hóp karla og kerlinga,“ segir hinn 33 ára gamli hrútur og hlær dátt. ■ 16 26. júní 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI CHRIS ISAAK Söngvarinn sem sló virkilega í gegn með laginu Wicked Game er 48 ára í dag. 26. JÚNÍ Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona er 52 ára. Kristján L. Möller alþingismaður er 51 árs. ■ ANDLÁT Ingimar Ástvaldur Magnússon húsa- smíðameistari, hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Holtsbúð, Garðabæ, lést fimmtudaginn 24. júní. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Hamrahlíð 25, Reykjavík, lést miðvikudaginn 23. júní. Sigríður Kolbrún Guðmundsdóttir frá Emmubergi, Drekagili 28, Akureyri, lést sunnudaginn 20. júní. ■ JARÐARFARIR 14.00 Friðþór Guðlaugsson, Illugagötu 49, Vestmannaeyjum, verður jarð- sunginn frá Landakirkju. 14.00 Sigurlaug Siggeirsdóttir, Seli, Stokkseyri, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju. 14.00 Svavar Guðbjartsson frá Lamba- vatni, Strandgötu 11, Patreksfirði, verður jarðsunginn frá Patreks- fjarðarkirkju. „Ég verð á leiðinni til Íslands,“ segir Svavar Gestsson, sendi- herra Íslands í Svíþjóð, um af- mælisdaginn sinn, en hann er 60 ára í dag. „Ég verð staddur í Noregi því sumarfríið mitt er að hefjast og við ætlum að taka ferj- una til Íslands, en hana hef ég aldrei tekið áður.“ Áður en hann kemur til Íslands, segist hann ætla að heimsækja systur sína sem býr á vesturströnd Noregs og koma við í Færeyjum. Það er við- eigandi fara í frí núna því í gær var það sem Svíar kalla midsommerafton, sumarhátíð þeirra Svía. „Þá er lokað í stórum stíl skrifstofum fyrirtækja og jafnvel opinberar skrifstofur.“ Aðspurður að því hvort eitt- hvert fararsnið sé á honum frá Svíþjóð, segist hann ekki vita það þar sem það sé á valdi ráðherra. „Við höfum verið hérna í þrjú ár og kunnum ágætlega við okkur. Það er stórkostlega gaman að vera í Svíþjóð því hér er fyrir- varalaus velvilji ríkjandi í garð Íslendinga og einlægur áhugi. Fólk vill fara til Íslands og fá að vita mikið um landið.“ Svavar segir að stærstu verk- efni sendiráðsins séu í tveimur málaflokkum, viðskiptamálum og menningarmálum. „Það er fjöld- inn allur af rithöfunum sem koma til landsins á þessu ári, einnig myndlistarmenn og tónlistarfólk. Stærsta verkefnið framundan er þó heimsókn Svíakonungs, drottn- ingar og krónprinsessu til Íslands í september. Þá verður stór sýning á íslenskri hönnun í Sví- þjóð árið 2005 og sá undirbúning- ur er í fullum gangi.“ Eftir tímann í utanríkisþjón- ustunni segist Svavar bara stund- um sakna þess að vera ekki í hringiðu stjórnmálanna á Íslandi. „En ekki oft. Ég sakna bara Ís- lands og barnanna minna. Það er dálítil fórn að vera langt í burtu frá sínu fólki.“ Hann bætir svo við; „En Svíþjóð er ekki langt í burtu og mun styttra en frá Kanada þar sem ég var síðast.“ ■ AFMÆLI SVAVAR GESTSSON ■ er 60 ára. Mikið að gerast í samskiptum Íslands og Svíþjóðar. VIKAN SEM VAR VIGNIR FREYR ANDERSEN ■ lottókynnir og verslunarstjóri Nevada Bob, notaði góð og slæm veðurskilyrði í fótboltagláp og golf. 26. JÚNÍ 1945 SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR ■ Hugmynd færist nær veruleika. SVAVAR GESTSSON Á leiðinni í sumarfrí og ætlar meðal annars að ferðast til Íslands með Norrænu í fyrsta sinn. Stofnsáttmálinn undirritaður Undirbýr heimsókn Svíakonungs til Íslands M YN D / P R ES SE N B IL D / F R ED R IK P ER SS O N EINBEITTUR VIÐ ORGELIÐ Tónskóla Þjóðkirkjunnar var slitið nýverið. Kantorar útskrifast Tónskóla Þjóðkirkjunnar var slit- ið í Hallgrímskirkju þann 27. maí síðastliðinn. Við það tækifæri voru útskrifaðir fjórir nemendur, þar af einn með einleikspróf í org- elleik, Sigrún Magna Þórsteins- dóttir, og þrír nemendur með kantorspróf, Ágúst Ármann Þor- láksson, Dagný Björgvinsdóttir og Stefán Helgi Kristinsson. Auk þeirra munu útskrifast í haust með kantorspróf þeir Jónas Þórir Þórisson og Torvald Gjerde. Auk þess luku þrír nemendur miðprófi í orgelleik, þrír fyrsta áfanga í litúrgískum orgelleik og þrír luku prófi á fyrsta og öðru ári kórstjórnarnáms. Sjö nemendur luku prófi í Gregorfræðum, fjórir í Reykjavík og þrír á Austurlandi, en próf var tekið á báðum stöðum. Einnig luku sjö nemendur prófi í kirkjutónlistarsögu. ■ Lék við konuna og pjakkinn í garðinum VIGNIR FREYR ANDERSEN Golfið setti svip sinn á vikuna enda frelsaði það hann frá fótboltanum fyrir nokkrum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.