Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 18
18 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Fæddur: Á Ísafirði árið 1943. Nám: Stúdentspróf MR 1962. BA-próf í hag- fræði og stjórnmálafræði frá háskólan- um í Manchester í Englandi 1965, dokt- orspróf í stjórnmálafræði frá sama skóla 1970. Starfsferill: Lektor og síðar prófessor í stjórnmála- fræði við HÍ. Alþingismaður frá 1978-1983 og 1991-1996. Formaður Alþýðubanda- lagsins 1987-1995. Fjármálaráðherra frá 1988-1991. Forseti Íslands frá 1996. Maki: Dorrit Moussaieff, fædd 1950. Hún er skartgripahönnuður að mennt. Ólafur Ragnar vill: — varðveita sjálfstæði forsetaembætt- isins. — opna leiðir og greiða götu íslensks listafólks í útlöndum. Forsetakosningar 2004 Ólafur Ragnar í hnotskurn Fæddur: Í Reykjavík árið 1944. Nám: Eftir landspróf lærði hann til loftskeyta- manns í Loftskeytaskólanum og síðar flugumferðarstjórn hjá Flugmálastjórn Íslands. Að auki nam hann öryggis- fræði. Starfsferill: Hann hóf starfsferil sinn sem loftskeyta- maður á skipum en gerðist síðar flug- umferðarstjóri. Seinna stofnaði hann og starfrækti öryggisþjónustuna Vara. Síð- ustu ár hefur hann stundað fasteigna- viðskipti í Bretlandi. Maki: Jean Plummer, frá Englandi, fædd 1952. Hún lærði mannauðsstjórnun og gegndi stjórnunarstöðu innan breska heilbrigðiskerfisins. Síðari ár hefur hún lært sálfræði og lagt stund á listmálun og skriftir. Baldur vill: – endurvekja virðinguna fyrir embætti forseta Íslands og vera sameiningar- tákn þjóðarinnar allrar. – styðja við markaðssókn Íslendinga erlendis og efla vináttutengsl við er- lendar þjóðir. – vekja athygli á skuldasöfnun ungs fólks og styðja við baráttuna gegn fíkniefnum og glæpum. Forsetakosningar 2004 Baldur í hnotskurn Fæddur: Í Reykjavík árið 1953. Nám: Eftir landspróf og nám við VÍ nam hann auglýsingaljósmyndun og markaðsfræði í Bretlandi. Hann hefur einnig sótt fjöl- da námskeiða í stjórnun og rekstri fyrir- tækja. Starfsferill: Ástþór kom að stofnun Eurocard á Ís- landi og stofnaði og rak framköllunar- þjónustu og póstverslun. Hann starfaði við tölvutækni og flugrekstur í Dan- mörku og Bretlandi en vinnur nú sem ráðgjafi vegna fjáröflunar og notkunar greiðslukorta á netinu. Maki: Natalía Wium, frá Rússlandi, fædd 1975. Hún er löglærð en vinnur við umönnun aldraðra. Ástþór vill: – að forsetinn sé sameiningartákn þjóðarinnar. Hann er maður fólksins, hvar í flokki sem það stendur. – efla lýðræðið. Hann vill að tæknin sé notuð til að þróa virkara lýðræði og að hér verði stofnsett alþjóðleg þró- unarstofnun lýðræðis. – gera Ísland að fyrirmyndar friðarríki. Hann vill að aðalstöðvum fjölþjóð- legs friðargæsluliðs verði fundinn staður á Keflavíkurflugvelli. Forsetakosningar 2004 Ástþór í hnotskurn STAÐASTAÐUR Skrifstofa forsetaembættis við Sóleyjargötu 1 í Reykjavík. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Kosningabarátta síðustu daga og vikna hefur hvorki verið lífleg né skemmtileg. Um það eru áhugamenn um stjórnmál og kosningar sammála. Það eru í raun öfugmæli að segja að ein- hver kosningabarátta hafi framið fram, baráttan hefur engin verið. Hver og einn hefur kynnt sig fyrir þjóðinni með sín- um hætti og virðist hin hagsýna húsmóðir halda um buddur allra frambjóðendanna því kostnaður þeirra af framboðinu er í lág- marki. Baldur var eini frambjóðand- inn sem opnaði hefðbundna kosningaskrifstofu en einnig hélt hann úti vefnum landsmal.is þar sem hann sagði frá sjálfum sér, stefnumálum sínum og dag- skrá. Baldur hélt nokkra vinnu- staðafundi auk opinna funda á nokkrum stöðum á landinu og í Kaupmannahöfn. Ef marka má fréttir frá framboðinu sjálfu var aðsókn á opnu fundina í dræm- ara lagi. Kosningastjóri Baldurs var Hrafnhildur Hafberg leik- húsfræðingur. Slagorð Baldurs var: Baldur á Bessastaði – af virðingu við land og þjóð. Ástþór notaði vefinn sinn, forstakosningar.is, til að koma sínum málstað á framfæri og að auki vakti hann nokkra athygli á sér með kærum og kvörtunum af ýmsu tagi sem flestum var beint gegn Ríkisútvarpinu. Kosninga- stjóri Ástþórs var Ingibergur Sigurðsson glímukappi. Slagorð Ástþórs var: Einstök þjóð – ein- stakt tækifæri. Ólafur Ragnar lét sér nægja að veita fjölmiðlum viðtöl vegna framboðs síns og opnaði hvorki skrifstofu eða vef né notaðist við slagorð. Ólafur lýsti því raunar yfir að sér þætti eðlilegt að hann héldi sig að mestu til hlés svo að mótframbjóðendum hans gæfist góður kostur á að kynna sig. Ólafía B. Rafnsdóttir starfaði fyrir framboð Ólafs. ■ Forseta- kosningar 2004 Forsetakosningarnar hafa farið heldur lágt í samfélaginu og ekki sett mark sitt á umræðuna með afgerandi hætti. Með sínum hætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.