Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 258 stk. Keypt & selt 39 stk. Þjónusta 56 stk. Heilsa 10 stk. Heimilið 21 stk. Tómstundir & ferðir 15 stk. Húsnæði 44 stk. Atvinna 19 stk. Tilkynningar 56 stk. Tryllitæki Danaprins BLS. 3 Góðan dag! Í dag er laugardagur 26. júní, 178. dagur ársins 2004. Reykjavík 2.58 13.31 0.02 Akureyri 1.39 13.15 0.48 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á „Það er nú ekki vinsælt að gera svona bíla upp en ég er mjög hrifinn af þessari tegund af bílum,“ segir Kristján Jóhannsson, starfsmaður Vagna og þjónustu. Kristján er eigandi glæsilegrar Ford Cortinu árgerð 1968. „Þetta er eina eintakið af þessari gerð, sem er skutulbíll, hér á landi og ég held að aðeins þrír séu til í Svíþjóð,“ segir Kristján sem keypti bílinn árið 1995 fyrir mjög lítinn pening af konu á Akureyri. „Bíllinn var ekki gangfær þegar ég keypti hann enda búinn að standa fyrir utan hús konunnar í sjö til átta ár. Hún hafði auglýst í fornbílaklúbbnum en enginn vildi blessaðan bílinn,“ segir Kristján, og bætir við að hann sé mjög hrifinn af gömlum hlut- um. „Það hefur alltaf heillað mig að vera öðruvísi en aðrir og því finnst mér mjög gaman að keyra um bæinn á bílnum mínum,“ segir Kristján. Kristján og bróðir hans hafa haldið bíln- um vel við og stóðst hann meira að segja skoðun nú á dögunum. „Ég lagði mikið í hann til að koma honum í gegnum skoðun og svo hann væri öruggur. Þó hann sé gamall þá þarf hann samt að vera í lagi,“ segir Kristján. Hann hefur meðal annars skipt um vél í bílnum og gert örlítið við boddíið en bara það allra nauðsynlegasta. ■ Eini bíll sinnar tegundar á landinu: Heillar að vera öðruvísi en aðrir bilar@frettabladid.is Ingvar Helgason býður Subaru- eigendum í ferðalag í dag. Ferðin hefst klukkan 9.30 með léttum morgunverði í húsakynnum Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða 2. Klukk- an 10 er lagt af stað og ekið austur að Nesjavöllum þar sem stoppað verður í stutta stund. Þaðan verður ekið í kringum Þingvallavatn og síðan um Kjósar- skarð. Ferðinni lýkur í Hvammsvík. Þar verður slegið upp grillveislu í boði fyrirtækisins. Einnig verður boðið upp á golf, veiði, hesta fyrir börnin og leiki ásamt fleiru. Í Hvammsvík geta ferðalangar reynsluekið nýjum og glæsilegum Subaru-bílum og fulltrúi Subaru- verksmiðjanna verður á staðnum. Dagskrá lýkur um klukkan 16. Skráning fer fram á vef Ingvars Helgasonar, ih.is. Könnun sem gerð var af Slysa- varnafélaginu Landsbjörg, Umferð- arstofu og Árvekni sýnir að börn í bílum sem nota viðeigandi öryggis- búnað hafi aldrei verið fleiri. Könn- unin var gerð um allt land í lok apríl. 2.810 börn við 85 leikskóla í 37 sveitarfélögum tóku þátt í könnun- inni. Hraðskreiðasti fjöldaframleiddi bíll síðustu tíu ára er McLaren F1. Einungis hundrað bílar voru framleiddir á árunum 1992–1998 þegar fram- leiðslu þeirra var hætt. Bíllinn er með tólf strokka vél sem gefur 627 hestöfl og nær hann því rúm- lega 380 kílómetra hraða á klukkustund. Fjórir ventlar eru á hverjum strokk og slagrými vélar- innar er 6,1 lítri. Kristján Jóhannsson er stoltur bíleigandi og má vera það þar sem bíll hans er sá eini sinnar tegundar á landinu. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í BÍLUM Toyota Celica ‘01, ekinn 38 þús. Mikið breyttur. Tilboð óskast. Áhugasamir hafið samband. S. 698 6926. Til sölu TF-KAB C-150 árg. 1973. Heild- arflugtími: 6.847. Tími á mótor: 1.186. Flugvélin er í eigu Flugklúbbsins Þyts ehf. Áhugasamir hafi samband við und- irritaða: Ólafur 554 4110 & 897 5777 Páll 565 6233 & 898 0626. BANGSA KAST 25.–30. júní. Gallabuxur frá 2.990 kr. Bolir frá 1.490 kr. og úrval af barnafatnaði á 30% afsl. Róbert Bangsi og unglingarnir Hlíðarsmára 12, S. 555 6688. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.