Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 35
Búist er við að tíu þúsund manns leggi leið sína að Gaddstaðaflötum yfir mótsdagana og segja má að all- ir þeir sem setið hafa hest oftar en einu sinni hafi hugann við mótið. Gangi áætlanir mótshaldara eftir verður þetta fjölmennasta Lands- mót frá upphafi. Að venju leggja fjölmargir áhugamenn um íslenska hestinn í útlöndum leið sína til landsins og er því spáð að sá hópur telji á milli 2.500 og 3.500 manns. Hrossin verða einnig mörg, um eitt þúsund taka þátt í mótinu með ein- um eða öðrum hætti og ætla má að tvö til þrjú hundruð hross til við- bótar verði á staðnum. Líkt og gefur að skilja setur mótshaldið rækilegt mark á mann- og bæjarlíf á Hellu og næsta ná- grenni og talsverð uppgrip verða hjá seljendum vöru og þjónstu. Veit- ingamenn á Hellu sem rætt var við sögðust búast við annríki, heitt yrði í kolunum á meðan á mótinu stæði og glaumur og gleði á dansgólfun- um kvöldin. Kjartan Erlingsson á veitinga- og skemmtistaðnum Kristjáni X beið spenntur eftir Landsmótinu, ekki síst eftir að sjá hvort gestir veldu sér til matar pönnusteikt hrossafilet með beikon- sósu en sá réttur hefur lengi verið á matseðlinum og nýtur vinsælda. Gistihúsaeigendur sögðu pantan- ir á gistingu hafa farið að berast fyrir ári og þétt væri legið flesta mótsdaga. Eitthvað er um að heima- menn bregði sér af bæ á meðan á Landsmóti stendur og leigi hús sín hestamönnum og öðrum gestum og einhverjir ætla sér að halda til á höfuðborgarsvæðinu og láta sig hafa það að aka á milli dagana sjö. Landsmót hestamanna var fyrst haldið á Þingvöllum árið 1950 en var þá mun smærra í sniðum en nú. 133 hross voru skráð til þátttöku en menn voru nokkuð fleiri. Upp frá því var Landsmót haldið á fjögurra ára fresti en fyrir nokkrum árum ákváðu hagsmunaaðilar að rétt væri að halda veisluna annað hvert ár. Icelandair varð nýlega sam- starfsaðili hestamanna að Lands- móti og sýnir það glögglega hve mikilvægt mótið er ferðaþjónust- unni. Áhugafólk um íslenska hest- inn er víða um heim og fjöldi íslenskra hrossa í útlöndum vex stöðugt. Viðbúið er að einhverjir hestar eignist nýtt lögheimili að mótinu loknu enda algengt að menn grípi tækifærið og geri þar hrossakaup, í jákvæðri merkingu orðsins. Undirbúningur mótshaldara á Hellu hefur staðið í tvö ár, eða allar götur síðan ákveðið var að halda mótið þar. Öll aðstaða er sögð til fyrirmyndar, keppnisvellir góðir og áhorfendasvæði líka. Líkt og vanalega ríkir mest spen- na vegna töltkeppninnar en for- keppni hennar fer fram á fimmtu- dag og úrslit um helgina. Kynbóta- hross verða sýnd á laugardag og sunnudagurinn er sagður ein gæð- ingaveisla. Má ljóst vera að hross og menn eiga stórhátíð í vændum. ■ Kringlan Reykjavík - Lækjargata 4 Reykjavík - Faxafen 12 Reykjavík Miðhraun 11 Garðabæ - Glerárgata 32 Akureyri og söluaðilar um land allt. 3.950 kr. Öryggislitir fyrir börnin | Verð áður 5.400 kr. Framlengjum tilboðið! Nýtt kortatímabil. LAUGARDAGUR 26. júní 2004 23 Landsmót hestamanna hefst að Gaddstaðaflötum við Hellu á mánudag og stendur í sjö daga. Mótið er í senn keppni, sýning og vinafundur. Tölt og skeiðað á Hellu ÞAÐ VÆRI NÚ GAMAN AÐ VINNA ÞENNAN Anna Bretaprinsessa skoðar verðlaunagripina á Vind- heimamelum ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni FRÁ SETNINGU LANDSMÓTS HESTAMANNA Á VINDHEIMAMELUM Í SKAGAFIRÐI 2002  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.