Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 38
120 60 0 60 120 180 30 30 0 60 30 3090150 90 150 60 120 60 0 60 120 18030 3090150 90 150 60 30 0 30 60 26 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Ísland er smáríki, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. En þótt þjóðin sé fámenn erum við stolt af því sem við eigum. Björk, íþrótta- landsliðin, hálendið, fiskurinn og hreina vatnið – allt gerir þetta okkur að stórþjóð. En er Ísland svona sérstakt? Fréttablaðið leitaði upp- lýsinga um álíka fámennar þjóðir og forvitnaðist um hvernig efnahagurinn er hjá þeim, hvernig knattspyrnulandsliðum þeirra hefur gengið og hvað það er sem ber hróður þeirra um heiminn. Aðrar smáar þjóðir Gvam Staðsetning: Eyja í Norð- vestur-Kyrrahafi, suður af Japan en austur af Filippseyjum. Stærð: 549 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 163.941 Höfuðstaður: Hagatna (Agana) Saga: Spánverjar afsöluðu sér Gvam til Banda- ríkjamanna árið 1898. Japanir hertóku eyjuna árið 1941 og Bandaríkjamenn hertóku hana á ný þremur árum síðar. Eyjan gegnir mikilvægu hern- aðarlegu hlutverki hjá bandaríska hernum. Efnahagur: Efnahagur eyjunnar er mjög svo háð- ur bandarísku fjármagni sem og fiskveiðum. Beinn stuðningur Bandaríkjamanna nam einum milljarði Bandaríkjadala árið 1998. Ferðamannastraumur- inn hefur aukist gríðarlega síðustu tuttugu ár og hefur hótelbyggingum fjölgað og iðnaður tengdur ferðamönnum aukist til muna síðan. Um ein millj- ón ferðamanna heimsækir eyjuna á ári hverju. Fótbolti: Í 204. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .gu Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Eyjan var talsvert í fréttum í seinni heimsstyrjöldinni þegar Japanir hertóku hana en hún gegndi stóru hernaðarlegu hlutverki. Franska Pólýnesía Staðsetning: Eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi. Stærð: 4.167 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 262.125 Höfuðstaður: Papeete Saga: Á 19. öld hertóku Frakkar nokkrar eyjar í Pólynesíu. Í september árið 1995 urðu mikil mótmæli þegar Frakkar hófu tilraunir með kjarnorkusprengjur á eyjunni Mururoa. Tilraun- unum var hætt árið 1996. Efnahagur: Íbúar eyjanna stunduðu aðallega landbúnað en þegar Frakkar komu upp herstöð þar árið 1962 fóru íbúarnir að starfa fyrir franska herinn og í kringum ferðamennsku. Þegar Frakkar hættu tilraunum neðanjarðar með kjarnorkusprengjur árið 1996 drógu þeir einnig úr fjárstuðningi. Fótbolti: Ekki skráð Vefslóðarending: .pf Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Muru- roa komst í heimsfréttirnar þegar Frakkar hófu tilraunir með kjarnorkusprengjur. Franska Gvíjana Staðsetning: Á milli Brasilíu og Súrinam, norðar- lega í Suður-Ameríku við Atlantshaf. Stærð: 91.000 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 186.197 Höfuðstaður: Cayenne. Saga: Frakkar settust að í Gvíjana árið 1604. Landið var notað til að hýsa alræmda fanga þar til árið 1951. Franska geimvísindastofnunin er með aðsetur á eyjunni. Efnahagur: Fjórðungur vergrar þjóðarframleiðslu Frönsku Gvíjana kemur frá frönsku geimvísinda- stofnuninni. Fiskveiðar og skógarhögg skipa þar einnig stóran sess, en skógar þekja um 90% landsins. Landið er mjög háð innflutningi á mat og orku og atvinnuleysi er mjög mikið, sérstak- lega hjá ungu fólki. Fótbolti: Ekki skráð Vefslóðarending: .gf Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Hýsir geimferðastofnun Frakklands. Nýja Kaledónía Staðsetning: Eyjaklasi í Kyrrahafi austur af Ástralíu. Stærð: 19.060 ferkílómetrar. Íbúafjöldi: 210.798 Höfuðstaður: Noumea Saga: Frakkar og Bretar settust þar að á fyrsta helmingi 19. aldar. Frakkar slógu eign sinni á eyjarnar árið 1853. Þær voru notaðar sem fanganýlenda í fjóra áratugi, frá árinu 1864. Frumbyggjar börðust einna helst fyrir sjálfstæði eyjanna á áttunda og níunda áratugnum og öðluðust landsmenn heimastjórn árið 1998. Efnahagur: Nýja Kaledónía framleiðir um fjórð- ung af öllu nikkeli í heiminum. Aðeins lítill hluti landsins er ræktanlegur. Nýja Kaledónía fær mikla styrki frá Frökkum og nema þeir um 25% af vergri þjóðarframleiðslu eyjanna. Fótbolti: Í 186. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .nc Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Helsta nikkelnáma heims. Barbados Staðsetning: Eyja í Norður- Atlantshafi, norðaustur af Venesúela. Stærð: 431 ferkílómetri Íbúafjöldi: 277.264 Höfuðstaður: Bridgetown Saga: Bretar námu þar land árið 1627. Þrælar unnu á sykurökrum þar til þrælahald var afnum- ið árið 1834. Barbados hlaut sjálfstæði árið 1966. Landið er þó í breska Samveldinu. Efnahagur: Íbúar Barbados byggðu afkomu sína að mestu leyti á sykurframleiðslu. Á tuttugustu öld breyttist umhverfið þó og nú skapa ferða- menn stærsta hluta þjóðarteknanna. Fótbolti: Í 113. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .bb Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Breska hljómsveitin Happy Mondays tók þar upp síð- ustu plötuna sína, Yes Please!, undir þungu eiturlyfjaskýi. Maldíveyjar Staðsetning: Eyjaklasi í Ind- landshafi, suð-suðvestur af Indlandi. Stærð: 300 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 329.684 Höfuðstaður: Malé Saga: Maldíveyjar voru sóldánsdæmi sem nutu fyrst verndar Hollendinga og síðar Breta. Maldíveyjar urðu lýðveldi árið 1968, þremur árum eftir að landið hlaut sjálfstæði. Um 80% af landinu eru metra eða minna yfir sjávarmáli og yfirvöld hafa því miklar áhyggjur af hlýnandi loftslagi. Efnahagur: Efnahagur landsins byggir að mestu leyti á fiskveiðum og ferðamönnum. Um 400 þúsund ferðamenn heimsóttu eyjarnar árið 1998 og námu skatttekjur af þeim 90% af heildarskatttekjum landsins. Fótbolti: Í 141. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .mv Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Þar er að finna fallegustu baðstrendur heims. Bahamaeyjar Staðsetning: Eyjaklasi austur af Flórída og norður af Kúbu. Stærð: 13.940 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 297.477 Höfuðstaður: Nassá Saga: Arawak-indjánar settust að á eyjunum þegar Kristófer Kólumbus steig fyrst á land í San Salvador árið 1492. Bretar hertóku eyjarnar árið 1647 en þær urðu nýlenda árið 1783. Bahama- eyjar hlutu sjálfstæði árið 1973. Efnahagur: Bahamaeyjar eru þróað ríki og efna- hagur eyjanna byggir að langstærstum hluta á ferðamönnum. Landið hefur einnig talsverðar tekjur af ýmiss konar fjármálaþjónustu. Land- búnaður og framleiðsla skapa tíund af vergri þjóðarframleiðslu. Fótbolti: Í 192. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .bd Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Bítlarnir tóku upp hluta af kvikmyndinni Help! þar. Lokaatriði The Silence of the Lambs er einnig tekið á Bahamaeyjum. [ Aðrar smáar en ósjálfstæðar þjóðir ] 2 3 4 86 75 2 1 3 6 5 4 8 7 Belís Staðsetning: Rétt fyrir utan Yucatan-skaga á austurströnd Mið-Ameríku. Stærð: 22.966 ferkílómetrar Íbúafjöldi: 266.440 Höfuðstaður: Belmotan Saga: Bretland og Gvatemala börðust um yfirráð yfir Belís (sem hét áður Breska Hondúras). Bar- áttan seinkaði sjálfstæðisbaráttu Belísa þar til árið 1981. Gvatemala neitaði að viðurkenna sjálfstæði þjóðarinnar þar til árið 1992. Efnahagur: Ferðamenn eru stærsta tekjulind Belísa ásamt sykur- og ávaxtaframleiðslu. At- vinnuleysi er mjög mikið og Belís er notað í æ meiri mæli til að smygla eiturlyfjum til Evrópu og Bandaríkjanna. Fótbolti: Í 180. sæti á styrkleikalista FIFA. Vefslóðarending: .bz Hvað hefur ríkið unnið sér til frægðar: Eina Mið-Ameríkuríkið þar sem enska er opinbert tungumál. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.