Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 41
49.900 kr. Krít Golden Bay - 12., 19. eða 26. júlí Fleiri eða færri? Reiknaðu út ferðakostnaðinn og fáðu nánari upplýsingar um gististaðina á netinu: www.urvalutsyn.is * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 25 14 8 0 6/ 20 04 á mann m.v. 4 í íbúð með einu svefnherbergi í 7 nætur Aukavika: 12.000 kr. á mann * Innifali›: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. Verð m.v. að bókað sé á netinu. Ef bókað er símleiðis eða á skrifstofu bætist við 2.000 kr. bókunar- og þjónustugjald á mann. SUMARTILBOÐ Síðustu sætin í sólina í júlí Örfáar viðbótaríbúðir Verð frá: LAUGARDAGUR 26. júní 2004 29 Rithöfundurinn Tahar Ben Jell- oun vann ein eftirsóttustu bók- menntaverðlaun heims á dögun- um, The International IMPAC Dublin Liter- ary Award, sem veitt eru fyrir besta skáld- verk ársins á ensku. Bókasöfn í Dublin stan- da að verðlaununum, sem voru fyrst veitt árið 1996. Það eru bókasöfn frá 44 lönd- um sem tilnefna bækur til verðlaunanna og að þessu sinni voru 300 bækur lagðar fram. Verðlaunahafinn Ben Jelloun er 59 ára gamall, fæddur í Marokkó en býr í Par- ís. Bók hans nefnist á ensku This Blinding Absence of Light og kom fyrst út í Frakk- landi árið 2001. Árið 1987 hlaut höfundurinn hin eftirsóttu Goncourt-verðlaun fyrir skáld- söguna La nuit sacrée. This Blinding Absence of Light gerist í fangabúðum Hassans II Marokkókonungs og lýsir lífi andófs- manna sem þar eru í haldi. Vegna þrýst- ings frá alþjóðasam- félaginu var búðun- um lokað árið 1991. Ben Jelloun byggir bók sína að nokkru á viðtali sem hann átti við mann sem lifði vistina af en það gerðu ekki allir fé- lagar hans. Meðal þeirra tíu bóka sem voru á lokalista dómnefnd- ar og kepptu við þessa mögnuðu skáldsögu voru The Book of Illusions eft- ir Paul Auster, Any Human Heart eftir William Boyd og Middlesex eftir Jeffrey Eugenides. ■ Eitt þekktasta ljóð breska skálds- ins Tennysons er The Charge of the Light Brigade en þar er að finna hinar frægu línur: „Into the valley of Death/Rode the six hundred“. Tennyson var að yrkja um atburð í Krímstríðinu þegar tæplega 700 breskir hermenn réð- ust á 25.000 Rússa í tilraun til að hafa af þeim stórskotabyssur. Al- mennt hefur verið álitið að mann- fall Breta hafi verið gífurlegt og ljóð Tennysons hefur ekki síst átt þátt í að viðhalda þeirri goðsögn. Í haust verða 150 ár liðin frá árásinni og í tilefni þess kemur út bók í Bretlandi, Hell Rider, þar sem Tennyson og stríðsfréttamað- ur nokkur eru harðlega gagnrýnd- ir fyrir að hafa farið rangt með staðreyndir og blekkt almenning með því að staðhæfa að breska herliðið hafi svo að segja verið þurrkað út. Sannleikurinn sé sá að einungis 110 af þeim 666 mönnum sem tóku þátt í árásinni hafi fallið. Árásin var ekki laus við að vera hetjuleg, þótt ekki hafi hún verið skynsamleg, og Bretarnir sneru aftur með nokkur vopn. Einn her- foringi var með vindling milli var- anna allan þann tíma sem árásin stóð yfir. Stríðsfréttaritari Times, Willi- am Howard Russell, skrifaði á sínum tíma nákvæma lýsingu á árásinni og ýkti mjög mannfall Breta. Frásögn hans hafði mikil áhrif á almenning og varð skáld- inu Tennyson innblástur að mögn- uðu ljóði. Ljóðið varð síðan leiðar- stef í Hollywood-kvikmynd með Erroll Flynn í aðalhlutverki. Nú í haust verður árásin sett á svið í Úkraínu en þar sem átakasvæðið var eru nú kampavínsakrar. ■ ALFRED TENNYSON Tók sér ríkulegt skáldaleyfi í einu magnað- asta ljóði sínu og er skammaður fyrir það í nýrri bók. Tennyson skammaður fyrir ýkjur TAHAR BEN JELLOUN Vann ein eftirsóttustu bók- menntaverðlaun heims. Verðlaunaskáldsaga um andófsmenn SIGTRYGGUR MAGNASON Paul Auster á leikinn „Hvað les maður svosem? Það er sumar, segja menn, og núna liggja margir í reyfurum. Ég hef ein- hvern veginn aldrei náð því stigi. Hef kannski ekki lagt mig nógu vel eftir því þótt ég beri fulla virðingu fyrir bókmenntagrein- inni,“ segir Sigtryggur Magnason, rithöfundur og dagskrárgerðar- maður. „En lestur minn fyrri hluta sumars hefur einkennst af sundurgerð í bókavali jafnt sem klæðaburði en þó má segja að meginþunginn hafi verið í lestri ferðabóka. Það er til dæmis hægt að mæla fyllilega með Eyewit- ness-bókinni um París þótt hún sé fremur þung í vasa. Borgin sjálf er samt betri. Gengið um óbyggð- ir eftir Jón Gauta Jónsson er á borðinu heima og þar er einnig Hálendishandbók Páls Ásgeirs, vinar míns, og hin ýmsu kort af landinu Íslandi: allt saman góðir lyklar að upplifun. Hin geðþekka bókaútgáfa Bjartur hefur verið allsráðandi í bókmenntalegu tilliti á heimilinu að undanförnu. Raymond Carver var tekinn með til útlanda og les- inn upphátt og í hljóði. Lýsingar hans á hversdeginum skemmti- lega nöturlegar. Ekki hefur Svarta lína Bjarts síður verið tekin til kostanna. Gekk um póst- módernískan stigagang Eiríks Guðmundssonar mér til mikillar ánægju enda alltaf gaman að lesa vel skrifaðan texta. Einmitt núna á Paul Auster leikinn með Mynd af ósýnilegum manni þar sem hann gerir upp samband sitt við föður sinn. Þetta er ákaflega sterk bók og skrifuð af einlægni og hreinskilni. Og fyrst maður er kominn á þessar slóðir þá verð ég að minnast á bók Þorsteins J. sem kom út fyrir nokkrum árum og heitir einfald- lega Takk mamma mín; falleg bók og áleitin.“ [ LESANDI VIKUNNAR ] Ómetanleg bók Endalaust má velta fyrir sér snilligáfu Shakespeares og það er einmitt það sem menn gera. Ótal bækur hafa verið skrifaðar um þennan höf- u ð s n i l l i n g bókmennta- s ö g u n n a r , þrátt fyrir (eða kannski vegna þess) hversu lítið er í raun vit- að um líf hans. Nýjasta bókin er The Age of Shakespeare eftir Frank Kermode, til- tölulega stutt bók, 194 síð- ur, en efnis- rík. Þar er leitast við að svara þeirri s p u r n i n g u hvernig sonur hanskagerðar- manns frá litlum bæ varð mesta leikritaskáld heims. Kermode heldur því fram að ein af ástæð- unum fyrir ríkulegri velgengni Shakespeares hafi verið sú að hann skrifaði fyrir leikara sem voru snill- ingar á sínu sviði. Kermode n a f n g r e i n i r þessa leikara í bók sinni, gerir grein fyrir ferli þeirra og segir þá hafa verið af- burðagreinda. Þeir hafi, í sam- vinnu við S h a k e s p e a r e , skapað nýjan leikstíl sem aldrei hafði sést áður á sviði. Áður hafði leik- stíll einkennst af ýktum tilþrif- um. Nú tók við eðlilegur og lág- stemmdur leik- stíll sem gerði S h a k e s p e a r e kleift að gera byltingarkenndar tilraunir í persónusköpun. Af- raksturinn þekkja allir. ■ Þó nokkrar bækur hafa komið út þar sem samanburður er gerður á tveimur alræmdustu harðstjórum 20. aldar, Hitler og Stalín. Nú er komin út bók um þá félaga sem þykir taka fyrri bókum fram. Hún nefnist The Dictators: Hitler’s Germany, Stalin’s Russia og er eftir Richard J. Overy. Bókin er tæpar 900 síður og þar er ítarlega fjallað um hugmyndafræði nas- isma og stalínisma, hlutverk leið- togans og Flokksins og leitina að „hinum nýja manni“ og „hinni nýju konu“. Markmiðið var nýtt þjóðfélag þar sem manneskjur voru forritaðar og óvina ríkisins beið djöfulleg útskúfun. Hér er á ferð samanburðarsagnfræði í hæsta gæðaflokki og gagnrýnandi Sunday Times segir bókina „ómet- anlega“. STALÍN Í nýrri bók er gerður rækilegur samanburð- ur á ríki Stalíns og ríki Hitlers. SHAKESPEARE Í nýrri bók er varpað ljósi á farsælli samvinnu hans og leikara. Leikarar gerðu Shakespeare að snillingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.