Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 42
30 26. júní 2004 LAUGARDAGUR „Það er miklu meira líf hérna en vanalega í júnímánuði,“ segir Helgi B. Sigurðsson, fararstjóri Úrvals-Útsýnar og Plúsferða í Albufeira á suðurströnd Portú- gals. Hann ver nú sjötta sumrinu sínu á þeim slóðum og þekkir því vel til. „Þetta fer allt saman vel fram og allir eru til stakrar prýði. Reyndar urðu talsverð læti hér í tvígang að næturlagi í síðustu viku en eftir það hefur allt verið til fyrirmyndar.“ Helgi segir mikla löggæslu í bænum og yfir- völd vel búin undir að grípa inn í ef eitthvað fer úrskeiðis. Veitinga- og kaupmenn gera sér auðvitað mat úr knattspyrn- unni og haga sínum seglum eftir vindi. „Það er gert talsvert út á fótboltann, veitingamenn hafa all- ir komið sér upp stórum skjám svo sem flestir getir horft á leik- ina og víðast hvar er þétt setið og fjörið eftir því.“ Hann segir þó skiptar skoðanir meðal manna um fjárhagslegan ávinnig af keppnis- haldinu. „Þetta kemur sumum til góða en þó reikna margir með að tap hljótist af þessu og að það taki nokkur ár að borga upp kostnað- inn.“ Litlu fleiri eru í Albufeira nú en vanalega og er aukningin minni en spáð var. Flestir leikj- anna eru enda í norðurhluta lands- ins og þangað hefur ferðamanna- straumurinn orðið mestur. Helgi segir að á sínum slóðum megi þó finna fólk frá flestum þátttökulöndum keppninnar. „Hér er fólk frá öllum löndum og það setur sterkan svip á mannlífið. Það er málað í framan, klætt keppnistreyjum landa sinna og ber fána og flögg. Þetta er fólk á öllum aldri og eftir sigurleiki er dansað og sungið, fólk kyssist og faðmast og þetta er bara stórkost- legt að sjá.“ Hann segir áfengis- neysluna ekki yfirdrifna, hún sé ekki áberandi á kristilegum tím- um en vissulega sé drukkið á börunum á kvöldin og um nætur. Ætla má að um 700 Íslendingar séu á svæðinu og taka þeir margir hverjir virkan þátt í gleðinni. „Ís- lendingarnir fylgjast auðvitað með og hafa gaman af og margir eiga miða á einhverja leiki.“ Veðrið hefur verið gott í Albufeira að undanförnu, of gott myndu einhverjir segja. „Hér er 30 stiga hiti og steikjandi sól og júnímánuður hefur verið mjög góður. Ekkert hefur rignt síðan um miðjan maí og fólki líður bara almennt mjög vel,“ segir Helgi B. Sigurðsson. ■ Evrópukeppnin hefur sett svip sinn á mannlífið í Portúgal: Líf og fjör í Albufeira HELGI B. SIGURÐSSON FARARSTJÓRI „Hér er fólk frá öllum löndum og það setur sterkan svip á mannlífið. Það er málað í framan, klætt keppnistreyjum landa sinna og ber fána og flögg.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.