Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 26.06.2004, Blaðsíða 48
36 26. júní 2004 LAUGARDAGUR Sumartónleikar í Skálholti eru fastur liður í lífi margra tónlist- arunnenda. Í ár er þessi elsta og stærsta sumartónlistarhátíð landsins haldin í 30. sinn, og hefst hún í dag með hátíðardagskrá í Skálholts- kirkju klukkan 14. Frumflutt verður nýtt verk eft- ir Jón Nordal, og nefnist það Gamla klukka í jörðu. „Þetta er mjög stutt verk sem er sett inn í opnunarathöfnina,“ segir Jón, sem í ár er staðartón- skáld í Skálholti í fimmta sinn. „Ég hef yfirleitt samið stærri tón- verk, en þetta er hugsað sem hluti af þessari athöfn.“ Verkið er samið fyrir söngraddir, óbó, orgel, marimbu og fleiri ásláttarhljóðfæri. „Textinn er mjög stuttur, en hann er á latínu og er af gamalli klukku sem fannst fyrir norðan í Skagafjarðardölum í gamla daga. Frá þessu er sagt í ævisögu Jóns Steingrímssonar.“ Flytjendur eru sönghópurinn Gríma, Eydís Franzdóttir, Dou- glas A. Brotchie, Steef van Oosterhout og Eggert Pálsson. Í lok verksins má heyra líkt og óm af gömlum klukkum, en í lok athafnarinnar verður auk þess hringt gamalli klukku sem tengd er Skálholti. Þá les Jón Sigurbjörnsson leik- ari úr Ævisögu síra Jóns Stein- grímssonar og Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrum staðarprestur, flytur hátíðarhugvekju. Aðrir tónleikar verða síðan klukkan 15, en þá mun sönghópur- inn Gríma flytja verk eftir Báru Grímsdóttur, Hildigunni Rúnars- dóttur, Elínu Gunnlaugsdóttur og Mist Þorkelsdóttur. Verk þeirra eru öll byggð á trúarlegum söng- arfi úr handritum, og er þau að finna á geisladisknum Þýðan eg fögnuð finn, sem tilnefndur var til Íslensku tónlistarverðlaunanna síðastliðinn vetur. Loks verða tónleikar klukkan 17 í dag þar sem nýstofnaður kór, kammerkórinn Carmina, þreytir frumraun sína með því að flytja verk eftir Josquin Des- prez. Kórinn var stofnaður sér- staklega til að flytja tónlist frá endurreisnartímanum, og var það að frumkvæði Árna Heimis Ingólfssonar, sem jafnframt stjórnar kórnum. Þessir síðustu tónleikar verða jafnframt endurteknir á morgun klukkan 15, og þá mun kam- merkórinn Carmina einnig flytja verk eftir Josquin Desprez í messu í Skálholtskirkju sem hefst klukkan 17 á morgun. Framhald verður á sumar- tónleikum í Skálholti næstu fjórar helgar, og koma þar við sögu fjölmargir flytjendur og tónskáld, þar á meðal breska tónskáldið John Tavener sem verður staðartónskáld í Skál- holti þriðju tónleikahelgina 10. og 11. júlí. ■ Gömul klukka slær á ný HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Laugardagur JÚNÍ ■ TÓNLEIKAR ■ LISTSÝNING „Við höfum fylgst mjög vel með verkum hver annarar og ein- hver þráður hefur gert það að verkum að það hefur skapast góð vinátta á milli okkar. Við höfum náð saman í listinni,“ segir Jóhanna Bogadóttir, ein af sjö norrænum listakonum sem eiga verk á sumarsýningu Nor- ræna hússins. Listakonurnar eru frá Finn- landi, Íslandi, Noregi og Sví- þjóð. Frá Finnlandi koma þær Ulla Virta og Outi Heiskanen, frá Noregi Sonja Krohn, frá Sví- þjóð eru Helmtrud Nyström og Ulla Fries, en Íslendingarnir í hópnum eru þær Jóhanna og Valgerður Hauksdóttir. Allar eiga þær langan feril að baki og hafa hlotið viðurkenn- ingar af ýmsu tagi, en hafa aldrei sýnt allar saman fyrr en nú í Norræna húsinu. „Ég og Nyström hittumst fyrst í San Francisco árið 1982. Þar var okkuð boðið að sýna saman, og svo hafa tvær eða þrjár í hópnum sýnt saman hér og þar en þetta er í fyrsta sinn sem hópurinn nær saman í eina sýningu.“ Verk þeirra eru unnin í margvíslega miðla, en þær eiga það sameiginlegt í verkum sín- um að kljást við heimspekilegar spurningar um heiminn í dag og tilveru mannsins. „Það má segja að við höfum allar verið talsvert mikið að vinna með stöðu manneskjunn- ar í tilverunni. Sumar leggja líka áherslu á tengsl manneskj- unnar við náttúruna, enda er náttúran hluti tilveru okkar.“ Jóhanna segir að þær vilji einnig allar gefa áhorfandanum eftir töluvert frelsi til þess að leggja eigin merkingu í það sem hann sér og spyrja sjálfur spurninga sem vaknað geta út frá verkum þeirra. Sumarsýning Norræna húss- ins verður opnuð klukkan 14 í dag. Sýningin stendur til 29. ágúst og verður opin alla daga nema mánudaga frá klukkan 14 til 17. Á morgun klukkan 13 verð- ur listamannaspjall með lista- konunum og norska skáldkon- an Liv Lundberg les úr ljóðum sínum, bæði við opnunina og við upphaf listamannaspjalls- ins. ■ BACHSVEITIN Í SKÁLHOLTI Bachsveitin í Skálholti gegnir jafnan stóru hlutverki í sumartónleikaröð staðarins, sem hefst í dag með hátíðardagskrá klukkan 14. ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Norski orgelleikarinn Erling With Aasgård, dómorganisti í Molde, leikur á orgelið í Hall- grímskirkju.  21.00 Á Blúshátíð í Ólafsfirði koma fram Blúskompaníið með Magga Eiríks, Pálma Gunnars og gestum. XL frumflytja dagskrá og Dóri Braga og Gummi P. djamma ásamt ungliðum Ólafsfjarðar. Á miðnætti hefst síðan dansleikur með Mannakornum.  Færeyska hljómsveitin Týr spilar á Grand rokk ásamt íslensku hljóm- sveitinni Douglas Wilson. ■ ■ LEIKLIST  17.00 Lokasýning leiklistarhátíðarinn- ar Leikur einn á Ísafirði kemur úr smiðju Möguleikhússins og nefnist Tónleikur. Leikari er Stefán Örn Arnarson og leikstjóri Pétur Eggerz og eru þeir einnig höfundar leiks- ins. Aðgangur er ókeypis. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Í Norræna húsinu verður opnuð sumarsýning á verkum eft- ir sjö listakonur frá Finnlandi, Ís- landi, Noregi og Svíþjóð. Þær eru Ulla Virta og Outi Heiskanen frá Finnlandi, Sonja Krohn frá Nor- egi, Helmtrud Nyström og Ulla Fries frá Svíþjóð og Jóhanna Boga og Valgerður Hauksdóttir frá Íslandi.  15.00 Sýning á danskri vídeólist frá dönsku konunglegu listaakademí- unni verður opnuð í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  16.00 Rúna K. Tetzschner les upp ljóð við ölduóm og fagran fiðlu- hljóm við Fjöruhúsið á Hellnum á Snæfellsnesi þar sem nú stendur yfir sýning Rúnu á skrautskrifuð- um og myndskreyttum ljóðum.  21.00 Trúbadorinn vestfirski, Einar Örn, spilar á Nelly’s.  23.00 Papar verða með ball á Nasa við Austurvöll.  23.00 Hommaleikhúsið Hégómi og eftirsókn eftir vindi í seglin, er með kosningaskaut á Jóni forseta. Stjörnur kvöldsins eru Sankta Baldvina, Natussa Sar- donica og Dórríður Ragnars.  23.30 Addi Ása syngur og leikur á Rauða ljóninu.  Dj Kiddi Bigfoot á Hverfisbarnum.  Hermann Ingi yngri spilar á Búálfin- um í Breiðholti.  DJ Deveus tryllir lýðinn á skemmti- staðnum De Palace.  Atli skemmtanalögga sér um stuðið á Hressó.  Spilafíklarnir spila á neðri hæðinni á Celtic cross. Á þeirri efri spilar og syngur trúbadorinn Ómar Hlynsson.  Íslenski fáninn með Björn Jörund í broddi fylkingar heldur stuðinu fram eftir morgni á Gauknum  Guðmundur Rúnar spilar á Café Catalina í Kópavogi.  Dj Andri á Felix.  Hljómsveitin Sent frá Akureyri spilar á Pakkhúsinu á Selfossi.  Hinn eini sanni Geirmundur Valtýs- son og hljómsveit halda sveifl- unni uppi á Kringlukránni.  Gullfoss og Geysir á Vegamótum.  Dúettinn Halli og Kalli skemmtir á Ara í Ögri. Glímt við norræna tilveru JÓHANNA BOGADÓTTIR OG GRO KRAFT Jóhanna er ein sjö norrænna listakvenna sem opna sýningu á verkum sínum í Norræna húsinu í dag. Gro Kraft er forstjóri Norræna hússins. FR É TT A B LA Ð IÐ /R Ó B E R T ■ ■ FYRIRLESTRAR  15.00 Jón Viðar Jónsson leikhús- fræðingur flytur fyrirlestur um ein- leiki á einleikjahátíðinni Leikur einn, sem haldin er í Hömrum á Ísafirði. ■ ■ OPIÐ HÚS  14.00 Vinnustofur sjö myndlistar- manna og eins fatahönnuðar í Skipholti 33b, fyrir aftan gamla Tónabíó, verða opnar almenningi til klukkan 16. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.