Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 30 Tónlist 30 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 SUNNUDAGUR KA MÆTIR KR KA mætir KR á heimavelli klukkan 16:00 í dag í áttundu umferð Landsbankadeild- ar karla. KA er í sjöunda sæti deildarinnar með sj-ö stig fyrir leikinn en KR vermir fjórða sætið með ellefu stig. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 27. júní 2004 – 173. tölublað – 4. árgangur Halldór Einarsson hefur starfrækt fatafyrirtækið Henson í 35 ár. Hann man tímana tvenna en fyrirtækið hefur sjaldan gengið jafn vel. ROFAR HELDUR TIL Í DAG Einkum á Norður- og Norðausturlandi. Áfram all- hvasst með suðurströndinni en lægir síðdegis. Milt í veðri. Sjá síðu 6 AÐHALDSAÐGERÐIR HÍ Háskólaráð samþykkti að veita fólki sem borgaði ekki innritunargjöldin á réttum tíma ekki undan- þágu, segir framkvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu við Hí. Sjá síðu 4 SÆTTIR Leiðtogar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna náðu sáttum um að vinna saman innan Atlantshafsbandalagsins að því að veita Írökum hernaðaraðstoð. Sjá síðu 6 SKIPSTJÓRNARMENN Í ÚTRÝM- INGARHÆTTU Sífellt fækkar í þeim hópi Íslendinga sem hafa skipstjórnarrétt- indi á kaupskipum enda að mestu leyti er- lendar áhafnir starfandi á kaupskipum ís- lenskra fyrirtækja. Sjá síðu 8 SÍÐA 16 ▲ FORSETAKJÖR Þegar fyrstu tölur úr forsetakosningum lágu fyrir í gærkvöld var ljóst að Ólafur Ragnar Grímsson yrði endur- kjörinn forseti Íslands. Sam- kvæmt þeim atkvæðum sem talin höfðu verið þegar Frétta- blaðið fór í prentun var Ólafur Ragnar með um tvo þriðju atkvæða, Baldur Ágústsson með um tíu prósent og Ástþór Magnússon rúmlega eitt prósent. Um fimmtungur þeirra sem mættu á kjörstað skilaði auðum atkvæðaseðli en það er einsdæmi í sögu kosninga á Íslandi. Ólafur Ragnar sagði sigur sinn afgerandi hvernig sem á það væri litið. Hann sagði tilraunir andstæðinga sinna til að bregða fyrir sig fæti hafa mistekist og að þjóðin bæri traust til forseta- embættisins. „Ákveðin öfl úr ákveðnu pólitísku litrófi hafa beitt sér mjög gegn mér og hvatt fólk til að skila auðu. Morgun- blaðið hefur farið þar fremst í flokki eins og forsíða blaðsins í dag [í gær] ber með sér og það hefur verið með látlausan áróður gegn mér bæði í leiðurum og greinum. Hlutfall auðra seðla í þessum kosningum er lítil upp- skera miðað við það sem á undan hefur gengið,“ sagði Ólafur. Af gildum atkvæðum var Ólafur með yfir 85 prósenta fylgi, Baldur með um tólf prósent og Ástþór tvö prósent miðað við fyrstu tölur. „Ég fór í þessar kosningar vegna þess að ég hafði ákveðna hluti að segja. Ég vonaðist til að þetta færi öðruvísi en það er þjóðin sem ræður,“ segir Baldur Ágústsson um úrslit kosning- anna. „Þetta er kannski eins og við mátti búast,“ sagði Ástþór Magnússon þegar fyrstu tölur voru birtar. Hann segist munu bjóða sig fram eftir fjögur ár og ekki munu hugfallast þó að fylgi hans sé minna en árið 1996. Kjörsókn hefur aldrei verið minni í forsetakosningum hér á landi, en miðað við þær tölur sem lágu fyrir um miðnætti var kjör- sókn á landinu í heild í kringum 65 prósent. Talning gekk hægt í Norðvestur- og Suðurkjördæmi og var ekki búist við að endan- legar tölur myndu liggja fyrir fyrr en undir morgun. Sjá nánar á síðu 2 Henson í 35 ár Opið 13-17 í dag ▲ Stefnt er að því að höfuðborg Íslands hljóti titilinn „hreinasta höfuðborg Evrópu“. En hversu hrein er prinsessan Reykjavík? Listamenn frá ýmsum löndum kortleggja ís- lenska menningu með hjálp GPS-tækja. Hreinasta höfuðborg Evrópu SÍÐA 18 Listsköpun með GPS ▲ SÍÐA 22 Ólafur sigraði – fimmti hver skilaði auðu Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn með um tveimur þriðju greiddra atkvæða. Rúmur fimmtungur kjósenda skilaði auðu. Kjörsókn í forsetakosningum hefur aldrei verið minni. EFTIR FYRSTU TÖLUR Ólafur Ragnar Grímsson: „Ég vissi þegar ég ákvað að beita málskotsréttinum að það yrði umdeild ákvörðun og ýmsir áhrifaríkir aðilar myndu beita sér gegn þeirri ákvörðun. Þessi úrslit sýna að þjóðin fór ekki á hvolf út af ákvörðun minni og er í ágætu andlegu jafnvægi og ber traust til forsetaembættisins.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.