Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 4
VÍGAMENN SKOTNIR Sex palest- ínskir vígamenn féllu fyrir hendi ísraelskra hermanna sem réðust til atlögu gegn þeim í borginni Nablus á Vesturbakkanum. Ísra- elsher hefur gert mikla leit að vígamönnum í borginni frá því á miðvikudag. BARIST VIÐ MÚRINN Til átaka kom milli ísraelskra landamæra- varða og palestínskra mótmæl- enda sem komu saman við bygg- ingarstað múrsins sem skilja á að byggðir Palestínumanna og Ísra- ela. Landamæraverðir beittu kylfum og skutu gúmmíhúðuðum málmkúlum á mótmælendur sem grýttu verðina. 4 27. júní 2004 SUNNUDAGUR Rannsókn á innherjaviðskiptum: Bakkavör hreinsuð af ásökunum RANNSÓKN „Ég fagna þessu mjög, það er gríðarlegur léttir að þess- ari rannsókn er lokið,“ segir Lýður Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar Group, en efna- hagsbrotadeild sænsku ríkislög- reglunnar hefur fellt niður rannsókn sína á meintum inn- herjaviðskiptum sex einstak- linga í tengslum við kaup Kaup- þingsbanka á hlutabréfum í í sænska bankanum JP Nordiska árið 2002. Sænska lögreglan gerði hús- leit í íbúðum og skrifstofum í fimm löndum vorið 2003 vegna málsins og var meðal annars gerð húsleit hjá stofnendum Bakkavarar Group. „Rannsókn- inni var í rauninni löngu lokið,“ bætti Lýður við, „en það átti eft- ir að tilkynna formlega um nið- urstöðurnar. Ég verð að segja að mér finnst það æði sérstök vinnubrögð hjá sænsku lögregl- unni að kynna fjölmiðlum niður- stöður sínar áður en talað var við okkur.“ Lýður segir að rannsóknin hafi ekki haft mikil áhrif á starf- semi Bakkavarar Group en hafi óneitanlega skaðað mannorð forstöðumanna fyrirtækisins. ■ MENNTAMÁL Formaður Stúdenta- ráðs telur að ákvörðun Háskóla Íslands um að nýta ekki undan- þáguheimild í lögum og hleypa um 200 nemendum með starfs- reynslu á við stúdentspróf inn í skólann sé neyðarúrræði. Fram- kvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu við Háskólann segir skólann ekki í deilu við mennta- málaráðuneytið. Jarþrúður Ásmundsdóttir, for- maður Stúdentaráðs Háskóla Ís- lands, segir Háskólann þvingaðan til aðgerða. „Við höfum fylgst með þessu og fengið til okkar fyrirspurnir. Þá höfum við reynt að skoða þessi mál og greiða leið þessa fólks. Við höfum átt sam- skipti við háskólayfirvöld og það er alveg ljóst að deildarforsetar eru tilbúnir að hleypa þessu fólki inn. Aftur á móti er málið þannig að Háskóli Íslands er neyddur til að grípa til mjög harðra aðgerða. Það er búið að mála Háskólann út í horn og því er staðan svona. Háskólinn getur því miður ekki veitt þessu fólki inngöngu og nýtt sér þær undanþágur sem reglurn- ar kveða á um.“ Þórður Kristinsson, fram- kvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands, segir Háskólann í góðu samstarfi við menntamálaráðuneytið. „Hins vegar var tekin sérstök ákvörðun um að nýta ekki þessa heimild sem við höfum að taka inn fólk sem ekki uppfyllir formleg inn- tökuskilyrði.“ Jarþrúður hefur heyrt um fólk sem hafi dregið að borga skóla- gjöld við Háskólann og því ekki fengið skólavist. „Aftur á móti tel ég að þeir sem eru komnir langt í námi og hafa skilað viðunandi árangri áður fyrr hafi fengið und- anþágu og ég veit að hvert tilfelli er skoðað sérstaklega.“ Þórður staðfestir að farið sé yfir allar umsóknir. „Það var sér- staklega tekið á þessu, að það yrðu ekki neinar undanþágur frá þessum fresti. Það var sérstak- lega kynnt í lok desember. Farið er eftir þeim samþykktum sem Háskólaráð hefur ákveðið.“ „Við viljum sjá menntamála- ráðherra og menntamálaráðu- neyti greiða götu Háskóla Íslands og sjá til þess að þessir hlutir verði leiðréttir rétt eins og þeir gerðu í máli framhaldskólanna,“ segir Jarþrúður. gag@frettabladid.is ÖLVUNARAKSTUR Einn maður var stöðvaður á föstudagskvöld grunaður um ölv- un. Lögreglan á Húsavík stöðvaði manninn og sektaði hann. BOÐAÐIR Í SKOÐUN Einn var stöðvaður fyrir of hrað- an akstur af lögreglunni á Seyðis- firði aðfaranótt laugardags. Einnig voru nokkrar bifreiðar boðaðar í skoðun. HVASST Í HERJÓLFSDAL Aðstoða þurfti á annað þúsund manns sem höfðu komið sér fyrir í tjöldum og hjólhýsum í Herj- ólfsdal í Vestmannaeyjum aðfara- nótt laugardags. Hvasst var í veðri og þurfti björgunarsveit að aðstoða fólk að ná saman far- angri sínum. Allt tók þetta sinn tíma en á endanum fannst staður fyrir fólkið í húsum á eyjunni. ■ MIÐ-AUSTURLÖND Er húsnæði of dýrt á Íslandi? Spurning dagsins í dag: Er niðurstaða forsetakosninganna ásættanleg fyrir Ólaf Ragnar Grímsson? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 9,43%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is JOSE DURAO BARROSO Þykir einna líklegastur til að verða fyrir valinu. Evrópusambandið: Styttist í forsetaval BRUSSEL, AP Bertie Ahern, forsæt- isráðherra Írlands, sem er í for- svari fyrir Evrópusambandið, vonast til að aðildarríki Evrópu- sambandsins samþykki nýjan for- seta framkvæmdastjórnar sam- bandsins á fundi næsta þriðjudag. Maðurinn sem hann vonast til að tilnefna er Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals. Evrópskir sósíalistar setja hins vegar fyrirvara við val hægri- mannsins Barroso. Þeir segja ekki koma til greina að velja hægri- mann sem næsta forseta nema hann geti aukið áhuga fólks á Evr- ópusambandinu og vilja að leit- inni að næsta forseta verði haldið áfram. ■ Hafnarfjörður: Harður árekstur UMFERÐARÓHAPP Harður árekstur varð á gatnamótum Fjarðar- hrauns og Flatahrauns í Hafnar- firði laust fyrir hádegi í gær. Tvær bifreiðar skullu þar saman. Einn var í annarri bifreiðinni en tveir á ferð í hinni. Klippa þurfti ökumann annars bílsins úr bif- reiðinni. Báðir ökumenn og far- þegi voru fluttir á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Sam- kvæmt vakthafandi lækni á slysadeild voru þeir allir skoðað- ir og sendir heim eftir hádegi í gær með minniháttar tognunará- verka. ■ ÍRAK, AP Í það minnsta 34 manns létust í árásum og bardögum víðs vegar í Írak í gær. Mesta mannfallið varð í sprengjuárás sem var gerð í borg- inni Hilla síðla dags. Sautján manns létu lífið og um fjörutíu særðust, að sögn herstjórnarinn- ar. Í borginni búa að mestu sjíamúslimar. Níu hið minnsta létust í bar- dögum í borginni Baqouba, sex þeirra andspyrnumenn, en hart hefur verið barist í borginni undanfarna daga. Þrír létust og tveir særðust þegar ráðist var á skrifstofur Aðalráðs íslömsku byltingarinnar. Tveir íraskir þjóð- varðliðar og einn lögreglumaður voru skotnir til bana í tveimur árásum í Mahmoudiyah. Einn veg- farandi lést og átján særðust í bíl- sprengju í Irbil og bandarískur hermaður lést eftir að skotið var á hermenn í Bagdad. Víðar kom til átaka, ráðist var inn á skrifstofur flokks forsætis- ráðherrans og árásarmenn hrakt- ir á flótta eftir árás á lögreglustöð í Bagdad. ■ LÝÐUR GUÐMUNDSSON Forstjóri Bakkavarar. Ísafjörður: Ölvaður með tvo í skottinu LÖGREGLUMÁL Einn maður var stöðv- aður vegna grunsemda um ölvun aðfaranótt laugardags. Þrír farþeg- ar voru í bifreiðinni en þegar lög- reglan á Ísafirði var að yfirgefa vettvang heyrðu lögreglumenn skruðninga úr farangursgeymslu bifreiðarinnar. Kom þá í ljós að í farangursgeymslunni voru tveir menn. Ökumaður var að koma af dansleik og ætlaði sér að flytja um- framfarþegana heim í farangurs- geymslunni. Málið er enn í rann- sókn lögreglunnar en maðurinn má eiga von á sektun vegna ölvun- araksturs sem og umframfarþeg- anna í farangursgeymslunni. ■ Árásir og bardagar víða í Írak í aðdraganda valdaafsals: Á fjórða tug létust á einum degi BÍLL Í LJÓSUM LOGUM Þessi bíll brann glatt á götu í Baqouba eftir skothríð lögreglumanna. Sprengja var um borð í bílnum. HÁSKÓLI ÍSLANDS „Háskólinn er ekki í neinni deilu við menntamálaráðuneytið og mér finnst ekki viðeigandi að láta það líta þannig út,“ segir Þórður Kristinsson. JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR Er ekki sátt við stöðuna í málefnum Há- skólans. „Þess vegna erum við að beina sjónum okkar núna að menntamálaráðu- neytinu og menntamálaráðherra og hvort þetta sé virkilega það sem koma skal og hvort ríkisstjórnin ætli ekki að fara að taka sig saman í andlitinu og móta sér stefnu um háskólastigið.“ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Á FÖRUM Forsætisráðherrann sagði af sér. Formaður stjórnarflokksins var valinn í hans stað. Forsætisráðherra: Sagði af sér PAKISTAN, AP Zafarullah Khan Jamali sagði í gær af sér embætti forsætis- ráðherra Pakistans, að því er talið er vegna ágreinings við Pervez Musharraf forseta, sem komst til valda í stjórnarbyltingu fyrir fimm árum síðan. Jamali vildi lítið gefa upp um ástæður þess að hann sagði af sér en kvaðst vona að afsögn sín yrði til að hjálpa stjórnmálaferli landsins. Stjórnarandstæðingar sögðu af- sögnina að hluta skýrast af því að Musharraf beitti valdi sínu til að koma í veg fyrir að upp risi öflugur keppinautur hans. ■ Neyðarúrræði Háskóla Íslands Háskólaráð samþykkti að veita fólki sem borgaði ekki innritunargjöldin á réttum tíma ekki undanþágu, segir framkvæmdastjóri akademískrar stjórn- sýslu. Undanþáguákvæði um nemendur með starfsreynslu ekki nýtt. 90,57%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.