Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 12
„Ég bjó þetta til sjálf. Bærinn var í eigu fjölskyldu og ég hef núna tekið hann á leigu,“ segir Guðveig Anna Eyglóardóttir, en hún opnaði veit- ingastað sinn Halastjörnuna yfir Hálsi í Öxnadal í gær. Halastjarnan er staðsett við þjóðveginn í gömlu uppgerðu sveitabýli undir Hraundröngum, að- eins 20 mínútum frá Akureyri. „Áhersla er lögð á sveitaelda- mennsku eins og hún gerist best og við bjóðum upp á ýmislegt úr matarkistu Eyjafjarðar. Matseðill- inn er fimm rétta úr ferskasta fangi dagsins en boðið er upp á annað góð- gæti yfir daginn,“ segir Guðveig, en Halastjarnan er opnuð klukkan 11 á degi hverjum. „Helsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að ráðast í þetta er að ég vil búa úti í sveit. Ég er búin að vinna á Hótel Búðum síðan 1999 og mér finnst mjög gaman að taka á móti gestum og fíla sveitarómantík og ástarsögur. Síðan finnst mér líka gaman að strauja.“ Guðveig er framkvæmda- stjóri staðarins, eigandi og sér um allt sem viðkemur rekstrin- um. Hún segist þó enn vera barn, fædd árið 1976. Með henni í sumar verður matreiðslumaður- inn Guðmundur Freyr Ævarsson. Guðveig stílar inn á pör og fólk sem er að leita að góðum mat og rómantík. „Staðurinn er lítill og tek- ur í mesta lagi 30 manns. Undanfar- in ár hef ég tekið eftir breytingu á þörfum fólks. Það er meira um að fólk sé eitt að kanna landið og er hætt að láta mata allt ofan í sig. Eins eru Íslendingar orðnir vandlátari á mat og smekkurinn er farinn að batna. Það er svolítið einkennilegt að alla leið frá Reykjavík til Akur- eyrar eru aðeins sjoppur við þjóð- veginn en ekki litlir sætir veitinga- staðir með góðum mat. Það er ekki gert ráð fyrir þessum þörfum.“ Auk þess að gefa fólki að borða býður Guðveig upp á leiðsögn í ástarmálum, les í bolla fyrir fólk og syngur sveitalög af einstökum þrótti. ■ Spilar golf og horfir á EM Breski leikarinn Hugh Grant fæddist 9. september 1960 í London. Upp úr 1980 fór hann að birtast í sjónvarpsþáttum og minni kvikmyndum. Hann vakti athygli fyrir hlutverk sín í breskum smell- um eins og Four Weddings and a Funeral og The Englishman Who Went Up a Hill But Came Down a Mountain. Hann náði svo fyrst heimsfrægð á þessum degi árið 1995 þegar heimspressan stóð á öndinni yfir upplýsingum um að hann hefði verið handtekinn í Los Angeles fyrir ósæmilega hegðun með gleðikonunni Divine Brown í leigðum hvítum BMW. Um þær mundir var hann í Bandaríkjunum að kynna nýjustu mynd sína, Nine Months, og því ekki í nálægð við þáverandi unnustu sína, leikkon- una Elizabeth Hurley. Rétt fyrir hálf tvö að nóttu sáu lögreglumenn í Los Angeles Divine Brown, þá 23 ára, ganga að bíl Hughs á Sunset Boulevard og setjast inn. „Síðar sást til þeirra við ósæmilegt athæfi,“ sagði Lori Taylor lögregluþjónn. Hann játaði sekt sína og var dæmdur til tveggja ára skilorðs- bundinnar fangelsisvistar, að greiða sekt upp á 1.810 dollara og að sækja námskeið um eyðni. Samkvæmt upplýsingum frá Divine Brown hafði hún rukkað Hugh um 50 dollara fyrir greið- ann. Hið raunverulega nafn Divine Brown var Stella Marie Thompson. Sagt var að hún hefði þénað um 1,6 milljónir dollara vegna skjóts frama síns í kjölfarið, fyrir sjón- varps- og dagblaðaviðtöl. Á skömmum tíma tókst henni að eyða þeim peningum og á víst að una við störf sín meira og minna á sama götuhorni og hún var að vinna á kvöldið sem Hugh birtist. ■ HUGH GRANT OG DIVINE BROWN Bæði hlutu þau mikla frægð þegar lög- reglan í Los Angeles handtók þau fyrir ósæmilega hegðun. Fjöldi brandara varð til um tengsl þessara tveggja. Guðdómleg yfirsjón GUÐVEIG Henni er margt til lista lagt því auk þess að bera mat á borð þá les hún í bolla og veitir leiðbeiningar í ástarmálum. 14 27. júní 2004 SUNNUDAGUR ■ AFMÆLI ROSS PEROT Bandaríski milljarðamæringurinn og fyrr- um forsetaframbjóðandinn er 77 ára í dag. 27. JÚNÍ Fjölnir Þorgeirs- son athafna- bóndi er 33 ára. Pétur Pétursson, ljósmyndari og fyrrverandi fótboltakappi, er 45 ára í dag. Hann ætlar að skella sér í golf í tilefni dagsins. „Ef það er gott veður hefði ég viljað fara í golf og halda vonandi upp á sigur Hollend- inga á móti Svíþjóð frá því kvöldið áður,“ segir Pétur, sem sjálfur var atvinnumaður í Hollandi hér á árum áður. Pétur, sem er með tíu í forgjöf, segist lítið hafa komist í golf í sumar. Hann vill gera bragarbót á því á afmælisdaginn og reyna að draga fyrrum félaga sína úr ís- lenska landsliðinu, þá Arnór Guðjohnsen og Guðmund Torfa- son, með á völlinn. Um kvöldið á Pétur von á heimsókn frá fjölskyldumeð- limum ofan af Skaga og ekki kæmi það honum heldur á óvart ef kona hans bakaði fyrir hann kræsilega afmælistertu í tilefni dagsins. Eitt er þó víst, að hann mun fylgjast með leik Tékka og Dana á EM sem verður í beinni útsendingu um kvöldið. „Þetta eru tvö skemmtileg lið. Það er allt útlit fyrir að Tékkarnir séu með sterkasta liðið og vinni þann leik en ég á samt eftir að sjá Danina vinna. Mér finnst þeir alltaf rosalega skemmti- legir. Þetta gæti orðið skemmti- legur markaleikur eins og Tékkland-Holland,“ segir hann. Að mati Péturs eru fjögur lið sigurstranglegust á EM, þ.e. Tékkar, Danir, Frakkar og að sjálfsögðu hans menn frá Hollandi. Aðspurður segist Pétur ekki búast við að ferðast neitt í sum- ar, enda bæði upptekinn við ljósmyndaiðkun og þjálfun 3. flokks KR í fótbolta. Þrátt fyrir að boltinn eigi hug hans allan lætur hann sjálfur allt tuðru- spark vera. „Ég fór eiginlega í golfið í staðinn. Þegar hugsunin er í lagi en lappirnar gera ekki það sem maður vill er kominn tími til að fara í golf,“ segir af- mælisbarnið að lokum og hlær. freyr@frettabladid.is AFMÆLI PÉTUR PÉTURSSON ■ er 45 ára í dag. Hann vill halda upp á sigur Hollendinga á Svíum með því að skella sér í golf. 27. JÚNÍ 1995 HUGH GRANT ■ Handtekinn í Los Angeles fyrir ósæmilega hegðun. PÉTUR PÉTURSSON Pétur stjórnar 3. flokki KR í fótbolta og hefur í nógu að snúast á þeim bænum. Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK Veljið fallegan legstein Vönduð vinna og frágangur Sendum myndalista Legsteinar Sigurður Gunnar Jóhannesson lést föstudaginn 11. júní. ■ ANDLÁT Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ANTONS EINARSSONAR Hraunbæ 85, Reykjavík Marta Hermannsdóttir Hörður Antonsson Ingibjörg Helga Sigurðardóttir Sólveig Antonsdóttir Hanna Sólrún Antonsdóttir Jón Halldór Guðmundsson Daníel Freyr Sólveigarsson Eyrún Huld Harðardóttir, Sigurður Helgi Harðarson og Eva Hlín Harðardóttir Sérstakar þakkir færum við Séra Þóri Haukssyni sóknarpresti Árbæjarkirkju Jóhannes Gíslason Hrefna Pétursdóttir Almar Þórhallson Sæmundur Pétursson Valgerður Þorsteinsdóttir Fanney P. Jhonsson Sven Åke Jhonsson Júlíana Pétursdóttir Guðleifur Guðmundsson Pétur G. Pétursson Margrét Ragnarsdóttir Valgarður Pétursson Olga Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. sem lést á Landsspítalanum laugardaginn 19. júní, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 28. júní kl 14:00. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR PÉTURSSON Aðalgötu 5, Keflavík VEITINGASTAÐUR HALASTJARNAN yfir Hálsi í Öxnadal var opnuð á laugardaginn. Matur, bollalestur og rómantík við þjóðveginn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.