Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 36
26 27. júní 2004 SUNNUDAGUR Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · Fax 569 7799 Bjóddu vinunum á EM í fótbolta Hágæða myndvarpar á glæsilegu EM tilboði Myndvarpar fyrir heimilið Með hágæða myndvarpa frá Nýherja getur þú upplifað EM í fótbolta á einstakan og ógleymanlegan hátt. Hafðu samband við sérfræðinga Nýherja sem veita þér faglega ráðgjöf við val og uppsetningu á rétta myndvarpanum. Sony VPL-ES1 Þyngd 2,8 kg. Bjartur 1500 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Hljóðlátur 34 dB. Lampaending 3000 klst. EM tilboð: 125.300 kr. ASK C110 Þyngd 3,1 kg. Bjartur 1500 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Myndskerpa 2000:1 Auðfestanlegur í loft Endingargóð pera EM tilboð: 129.000 kr. 3M S10 Frá hönnuðum Ferrari Bjartur 1200 Ansi lumen Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Lampaending 3000 klst. Loftfesting fylgir EM tilboð: 129.000 kr. Toshiba ET1 Breiðtjaldsform 16:9 Tölvuupplausn 800x600 Faroudja myndtækni Lampaending 4000 klst. Loftfesting fylgir EM tilboð: 119.000 kr. FÓTBOLTI Svissneski dómarinn Urs Maier á ekki sjö dagana sæla nú um stundir. Ensku blöð- in ætla ekki að fyrirgefa honum fyrir að hafa dæmt mark Sol Campbell af í leik Englendinga og Portúgala á fimmtudag. Þau hafa sagt honum stríð á hendur og í breska blaðinu The Sun í gær er greint frá því að hann hafi haldið fram hjá konunni sinni sem hann átti tvö börn með. Konan sem hann hélt fram hjá með heitir Nicole Petignat og er einnig dómari. Hún varð heimsþekkt í fyrra er hún varð fyrsta konan til þess að dæma Evrópuleik hjá körlum en þá dæmdi hún fyrri leik Fylkis og AIK í UEFA-keppninni sem fram fór í Svíþjóð. „Urs hélt fram hjá mér og nú virðist hann hafa farið illa með Englendinga,“ sagði fyrrver- andi eiginkona Maiers, Franz- iska, í viðtali við The Sun. „Ég ber engar tilfinningar til þessar- ar konu. Skilnaðurinn er ekki genginn í gegn en þetta er mjög sárt því hjónabandið endaði út af framhjáhaldi hans.“ Maier ætlar ekkert að gefa sig í baráttunni og hann sagði í gær að hann stæði við dóminn. Það væri ekkert út á hann að setja og honum virtist sem reiði Englendinga einkenndist af því að þeir væru að leita að ein- hverjum til að kenna um tapið. Unnustan Nicole stendur fast við hlið síns manns og hún segir að tapið hafi ekki verið Maier að kenna. „Mér fannst þetta réttur dómur og aðalástæðan fyrir því að England komst ekki áfram er David Beckham. Hann lék illa og ég trúði ekki mínum eigin augum þegar hann tók fyrsta vítið. Þið ættuð frekar að kenna honum um tapið,“ sagði Nicole. ■ Bresku blöðin leggja dómarann Urs Maier í einelti: Greina frá framhjáhaldi Maiers SÆT OG STRÖNG Svissneska skutlan Nicole Petignat, unnusta Urs Maier, segir hér Fylkismanninum Þór- halli Dan Jóhannssyni að halda sig á mott- unni í leik Fylkis og AIK í Svíþjóð í fyrra. Í TOPPMÁLUM Mike Tyson er á hausnum en gæti ekki verið hamingjusamari. Mike Tyson nálgast botninn: Fer út með ruslið BOX Yngsti hnefaleikameistari sögunnar, Mike Tyson, sem hefur unnið sér inn 250 milljónir dollara á ferlinum, er á hausnum, býr einn í þriggja herbergja íbúð og þarf sjálfur að fara út með ruslið. Tyson hefur eytt öllum sínum peningum í vitleysu og svo hafa þeir sem unnu í kringum hann rænt stórum skerf af þeim pen- ingum sem hann vann sér inn. Svo kom skatturinn í bakið á honum og setti hann endanlega á kúpuna. Fyrir vikið hefur Tyson þurft að selja stóra húsið sitt, sagt upp 40 manna fylgdarliði og selt alla 28 bílana sína. Hann býr núna einn í þriggja herbergja íbúð sem kost- ar í kringum 55 þúsund dollara eða um fjórar milljónir króna. „Ég átti ekki alla þessa peninga á sama tíma en ég var kærulaus í sambandi við fólkið í kringum mig og það varð mér að falli,“ sagði Tyson. „Ég hefði getað feng- ið meiri peninga en ég vil ekki segja það því þá liti ég út fyrir að vera enn meira fífl. Nú bý ég einn í lítilli íbúð og er mjög hamingju- samur með það. Skatturinn gerði það að verkum að ég varð að gera breytingar. Það er mikil breyting frá því að hafa þjóna á hverju strái til þess að þurfa að fara sjálfur út með ruslið.“ ■ LEIKUR  16.00 KA og KR leika í Lands- bankadeild karla í fótbolta. SJÓNVARP  13.30 EM í fótbolta á RÚV. Endur- sýndur leikur.  15.30 EM í fótbolta á RÚV. Endur- sýndur leikur.  18.25 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Tékklands og Danmerkur.  22.50 Helgarsportið á RÚV.  23.05 Spurt að leikslokum á RÚV. Þorsteinn Jens fer yfir átök dags- ins á EM. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 24 25 26 27 28 29 30 Mánudagur JÚNÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.