Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 27.06.2004, Blaðsíða 45
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Karen Millen. Alfreð Þorsteinsson. Hellu. 35SUNNUDAGUR 27. júní 2004 Laugavegi 26 • Kringlunni • Smáralind Allir Metallica geisladiskar og DVD á tilboði í tilefni af stórtónleikum Metallica 4. júlí. 2CD 2DVD 2CD 2CD Live Sh*t • 5 diska pakki • 3 tónlistardiskar • 2 DVD tónlistardiskar Maria Mena er átján ára tónlistar- kona sem hefur vakið athygli út fyrir heimaland sitt, Noreg, að undanförnu. Myndband hennar við lagið, You’re the Only One, er nú í spilun á sjónvarpsstöðum MTV í Bandaríkjunum og Evrópu og á íslensku sjónvarpsstöðunum Skjá einum og Popptíví. Glöggir áhorfendur hér á landi hafa kannski kannast eitthvað við um- hverfið og leikarana í myndbandi Mariu Menu en íslenskt kvik- myndafyrirtæki hefur veg og vanda af myndbandinu og einn af leikurunum í því er listamaðurinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson. „Maria Mena kom hingað á veg- um Sony records í Noregi,“ segir Þorvaldur. „Hún tók upp mynd- band hér á landi í samvinnu við kvikmyndagerðina Storm ehf. Þeir töluðu við nokkra íslenska krakka og þar á meðal mig,“ segir Þorvaldur en hann leikur kærasta Mariu í myndbandinu, þennan sem er sá eini. „Þetta var mjög skemmtilegt og Maria Mena er stelpa sem er að gera góða hluti. Hún semur allt sitt efni sjálf og það er mjög virðingarvert. Hún kom aftur til Íslands til að taka upp annað myndband um daginn. Það var tekið einhvers staðar í Laugardalnum og ég kíkti á hana í tilefni heimsóknarinnar.“ Nánari upplýsingar um popptónlistarkonuna er að finna á mariamenamusic.com og þar er einnig hægt að líta myndbandið með íslensku leikurunum. ■ Í myndbandi erlendrar poppstjörnu MARIA MENAEr átján ára tónlistarstelpa sem semur alla sína popptónlist sjálf. ÞORVALDUR DAVÍÐ Íslenski sjarmörinn er kærasti Mariu Menu í myndbandi sem sýnt er á MTV í Banda- ríkjunum og Evrópu. BEÐIÐ EFTIR NÆSLANDI Bresku leikararnir Gary Lewis og Martin Compston fara með stór hlutverk í Næslandi. Heimsfrum- sýning í Tékklandi Margri bíða með eftirvæntingu eftir að sjá nýjasta leikstjórnar- verkefni Friðriks Þórs Friðriks- sonar, kvikmyndina Næsland eftir handritshöfundinn Huldar Breið- fjörð. Framleiðendur kvikmynd- arinnar hafa nú ákveðið að heims- frumsýning á Næsland verði á kvikmyndahátíðinni Karlovy Vary í Tékklandi. Karlovy Vary kvikmyndahátíðin hefst 2. júlí en Næsland verður frumsýnd þrem dögum síðar. Ekki er búið að negla niður dagsetningu á frumsýningu myndarinnar hér á landi en Næs- land verður komin í bíóhús lands- manna með haustinu. ■ Í nýútkomnu tímariti Sögu birtist loksritdómur sem nokkrir hafa beðið með óþreyju, en það er fyrri hluti ítar- dóms Helgu Kress á fyrsta bindi Hann- esar Hólmsteins Gissurarsonar af ævi- sögu Halldórs Laxness. Við lesturinn á ítardómnum kemur klárlega fram að Helga ætlar ekki að falla í sömu gryfju og Hannes hvað varðar gæsalappir og fjölda neðanmálsgreina. Ritdómurinn er 33 síður og þar má finna 77 neðan- málsgreinar. Gerir hún bæði í því að rekja hvar Hannes hefur fengið „lánað- an“ texta annarra, og þá sérstaklega Halldórs, og hvar Hannes hefur farið út af sporinu. Eitt af því sem Helga hnýtir í er hvernig Hannes reynir að sýna fram á staðreyndavillur í skáldlegum æviminn- ingabókum sem ætti ekki að taka of al- varlega. En á móti kemur að hún tekur þetta greinilega sem leyfi til að hnýta vel í staðreynda- og stafsetningarvillur hjá Hannesi. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.