Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 6
6 28. júní 2004 MÁNUDAGUR Ólafur Þ. Harðarson segir það álitamál hvort úrslitin séu góð fyrir sitjandi forseta: Forsetaembættið hefur breyst FORSETAKJÖR „Það er ljóst að þegar Ólafur Ragnar fær tvo þriðju hluta af greiddum atkvæðum er hann ekki óumdeildur friðarhöfðingi eins og Vigdís Finnbogadóttir og Krist- ján Eldjárn voru,“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmála- fræði við Háskóla Íslands. Ólafur vill hins vegar ekki leggja mat á hvort þetta sé góð eða slæm útkoma fyrir sitjandi forseta. „Í ljósi þess að hann er nýbúinn að taka mjög umdeilda ákvörðun sem hefur verið harðlega gagnrýnd af pólitískum forystumönnum þarf þetta kannski ekki að koma á óvart.“ Ólafur telur helstu ástæð- una fyrir dræmri kjörsókn vera þá að úrslitin virtust ráðin fyrir fram. „Árið 1988 dalaði kjörsókn um 18 prósent frá því í kosningunum 1980. Núna dalar hún um 23 prósent og líklegast af sömu ástæðum og þá. Það er hins vegar ekki hægt að ráða í afstöðu þeirra sem sátu heima gagnvart frambjóðendum.“ Haft var eftir Ólafi Ragnari Grímssyni í gær að úrslit sem þessi væru svo afgerandi að forsetar í lýðræðisríkjum gætu varla látið sig dreyna um slíkan stuðning. Segir Ólafur Þ. Harðarson segir að það sé spurning hversu langt sá saman- burður nær. „Valdalitlir forsetar eru ekki algengir í heiminum. Þetta er kannski rétt hjá Ólafi Ragnari en á þá við um pólitíska forseta sem eru fullir þátttakendur í stjórnmála- starfi.“ Hlutfall auðra seðla í kosningun- um er einsdæmi í íslenskri kosn- ingasögu og telur Ólafur að það liggi beinast við að túlka það sem andóf gegn forsetanum og skipti fjölmiðlafrumvarpið eflaust þar miklu. Hann segir að dræm kjör- sókn sé hins vegar til marks um það að fjölmiðlamálið hafi ekki haft áhrif á stóran hluta kjósenda. „Stór hluti þjóðarinnar er greinilega ekki mjög æstur í málinu, fyrst hann mætir ekki á kjörstað og annað hvort mótmælir forsetanum og ákvörðun hans með því að styðja annan frambjóðanda eða skila auðu eða styður hann með því að greiða honum atkvæði sitt.“ bergsteinn@frettabladid.is Úrslit í samræmi við kannanir Prófessor í félagsfræði segir kannanir Fréttablaðsins hafa sagt fyrir um úrslitin. Honum finnst þó athyglisvert að kannanir sýndu meiri kjörsókn en varð og velta megi fyrir sér hvort eitthvað hafi breyst síðustu dagana fyrir kosningar. FORSETAKJÖR „Ég tel að kannanir hafi verið í miklu samræmi við úrslitin og í raun sagt þau fyrir,“ segir Þórólfur Þórlindsson, pró- fessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Í könnun Fréttablaðsins þriðjudaginn 22. júní, fjórum dögum fyrir kosningar, mældist Ólafur Ragnar með 71,9 prósent fylgi en fékk 67,9. Ástþóri Magnússyni var spáð 1,2 pró- sent fylgi en fékk 1,5 prósent. Baldur Ágústsson mældist með 6,2 prósent í könnuninni en hlaut 9,9 prósent. Aðeins munaði einum tíunda hluta úr prósentu- stigi á könnun Fréttablaðsins hlutfall auðra seðla og úrslitum kosninganna. Í könnuninni ætl- uðu 20,6 prósent að skila auðu en 22,5 prósent gerðu það þegar upp var staðið. Könnun IMG Gallups frá 16. júní spáði Ólafi Ragnari svipuðu fylgi og Frétta- blaðið eða 71,4 prósent atkvæða. Hún spáði Ástþóri 0,6 prósent fylgi og Baldri 7,9 prósentum. Athygli vekur að bæði könn- un Fréttablaðsins og Gallups bentu til mun meiri kjörsóknar en raunin varð. Þórólfur segir rétt að staldra við það og spyrja hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem hafi dregið úr kjörsókn. „Það er ým- islegt sem kemur til greina. Í fyrsta lagi má vera að það hafi hreinlega verið ofmat á kjör- sókn í skoðanakönnunum. Í öðru lagi má spyrja hvort áhrifin og stemningin í kringum fjölmiðla- frumvarpið, sem hefði hugsan- lega ýtt undir kjörsókn, hafi fjarað út síðustu dagana fyrir kosningar. Í þriðja lagi kemur til greina að skoðanakannanirnar sjálfar hafi átt þátt í að draga úr kjörsókn, því þær sýndu yfir- burðastöðu Ólafs Ragnars og það hefur ef til vill latt fólk til að mæta á kjörstað.“ bergsteinn@frettabladid.is VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir formaður stúdentaráðsHáskóla Íslands? 2Íbúar hvaða eyju samþykktu um helg-ina að sameinast Akureyri? 3Hvar fer leiðtogafundur NATO fram? Svörin eru á bls. 30 www.plusferdir.is 42.740 kr. N E T m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2ja-11 ára í 14 nætur á Benal Beach. Innifalið er flug, gisting í 14 nætur, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. 56.830 kr. ef 2 fullorðnir ferðast saman, gist í stúdíói á Benal Beach. NETplús er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 13. júlí Verð frá Costa del Sol EINAR KR. GUÐFINNSSON Einar Kr. Guðfinnsson: Sögulegt lágmark FORSETAKJÖR „Mér finnst þetta mjög athyglisverð úrslit,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. „Í fyrsta lagi vegna þess að kosningaþátttakan er í sögulegu lágmarki og það þarf að fara aftur til þess tíma þegar einungis takmarkaður hluti þjóð- arinnar hafði kosningarétt til að finna þátttöku sem jafnast á við þessa. Þetta gerist þrátt fyrir að mjög mikil umræða hafi verið í gangi sem hefði átt að skerpa áhuga fólks á þátttöku í kosning- unum. Í annan stað eru þetta sögu- legar kosningar að því leyti að fimmti hver kjósandi skilar auðu. Það segir líka gríðarlega mikla sögu að sitjandi forseti fái einung- is tvö af hverjum fimm atkvæðum atkvæðisbærra manna.“ ■ Össur Skarphéðinsson: Hrakför andstæðinga forsetans FORSETAKJÖR „Niðurstaðan sýnir mér að forsetinn hefur traust umboð til að halda áfram að þróa emb- ættið með þeim hætti sem hann hefur gert hing- að til,“ segir Össur Skarp- héðinsson, for- maður Samfylk- ingar. „Forset- inn fékk ríflega tvo þriðju greiddra at- kvæða þrátt fyrir linnulausar árás- ir, sem keyrðu um þverbak allra síð- ustu daga. Ég tel að hann geti verið ákaflega sáttur við niðurstöðuna. Það er athyglisvert að þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi bersýnilega lagst í víking, með þeim öflum sem honum fylgja í fjölmiðlaheiminum, til að fá þjóðina til að skila auðu þá hefur hann ekki upp úr því krafsi nema fimmtung atkvæða. Miðað við aðstæður tel ég að engum blöðum sé um það að fletta að forsetinn hefur fengið afgerandi endurnýjað um- boð. Ég er þeirrar skoðunar að þessi úrslit og hrakför þeirra sem réðust gegn forsetanum séu skilaboð til þeirra um að slíðra vopn sín og taka höndum saman við þá sem vilja skapa frið um forsetaembættið.“ ■ ÞÓRÓLFUR ÞÓRLINDSSON Spyrja má hvort eitthvað hafi gerst síðustu dagana fyrir kosningar sem dró úr kjörsókn. ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON ÓLAFUR RAGNAR ÁSTÞÓR MAGNÚSSON BALDUR ÁGÚSTSSON AUÐIR ÚRSLIT FORSETAKOSNINGANNA 26. JÚNÍ KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 16. JÚNÍ KÖNNUN GALLUP 2.-15. JÚNÍ 67,9% 71,9% 71,4% 9,9% 6,2% 7,9% 1,5% 1,2% 0,6% 20,5% 20,6% 20,0% STYÐJA ENGANN KANNANIR GÁFU RÉTTAR VÍSBENDINGAR Þórólfur Þórlindsson segir að skoðanakannanir hafi sagt fyrir um úrslitin. ÓLAFUR Þ. HARÐARSON Dræm kjörsókn segir að stór hluti þjóðar- innar er greinilega ekki æstur út af fjöl- miðlamálinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.