Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 7
7MÁNUDAGUR 28. júní 2004 TYRKLAND George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, kom í gær til Tyrklands þar sem hann ætlar að taka þátt í leiðtogafundi Atlants- hafsbandalagsins, sem hefst á morgun. Bush notar þetta tækifæri til þess að treysta tengslin milli Bandaríkjanna og Tyrklands, sem hefur stutt aðgerðir Bandaríkj- anna í Írak. Hann hét því meðal annars að gera sitt til þess að Tyrkland hljóti aðild að Evrópusambandinu og bar mikið lof á Tyrkland fyrir lýð- ræðislega stjórnarhætti. „Ég tel að Evrópusambandið eigi að gefa ykkur dagsetningu fyrir aðild að Evrópusamband- inu,“ sagði hann. Fjölmenn mótmæli gegn Bush í Istanbúl vörpuðu þó skugga á heimsóknina, og sama má segja um hótanir frá samtökum herskárra múslima sem rændu þremur tyrk- neskum verkamönnum skömmu áður en Bush kom til Tyrklands. Mannræningjarnir hótuðu því að hálshöggva verkamennina innan 72 tíma ef tyrknesk fyrirtæki hætta ekki stuðningi við herlið Banda- ríkjamanna í Írak. Tyrknesk stjórnvöld sögðu þó ekki koma til greina að láta undan neinum kröfum frá hryðjuverka- mönnum. ■ Dýraverndunarsinnar: Mótmæla naktir FRAKKLAND, AP Fjölmargir félagar í dýraverndunarsamtökunum PETA stormuðu á götur út í gær klæddir í fátt nema fæðingarbún- ing sinn og með stóra borða þar sem nauta- ati hvarvetna er mót- mælt. Þykir dýra- verndunarsinnum harðræði fara fram úr hófi við atið en það er afar vin- sælt í baskneska hluta Frakklands sem og á Spáni þar sem nautaat er þjóðaríþróttin. Nektina nota með- limir samtakanna til að vekja enn meiri athygli á málefni sínu. ■ Guðni Ágústsson: Afdráttar- laus kosning FORSETAKJÖR „Ég óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju. Þetta er góð kosning,“ seg- ir Guðni Ágústs- son, landbúnaðar- ráðherra og vara- formaður Fram- sóknarflokksins, spurður um niður- stöðu forsetakosn- inganna. „Þegar menn fá tvo þriðju atkvæða þá getur það ekki talist annað en góð niður- staða. Það var vitað að Ólafur Ragn- ar myndi vinna þessar kosningar. Auðu seðlarnir koma frá þeim sem vilja einhvern annan í embættið og það er ekkert um það að segja. Þetta er afdráttarlaus kosning fyrir Ólaf Ragnar.“ ■ Steingrímur J. Sigfússon: Góður sigur forsetans FORSETAKJÖR „Mér sýnist þetta vera mjög góður sigur sitjandi forseta,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna. „Hann er endurkjörinn með afgerandi meiri- hluta og í ljósi kringumstæðna held ég að Ólafur Ragnar geti mjög vel við þetta unað. Ég óska honum til hamingju. Það var gerð tilraun, bak við tjöldin fremur en opinberlega, til að veikja stöðu hans og gera útkomu hans sem lakasta með því að hvetja fólk til að sitja heima eða hunsa kosning- arnar. Sú tilraun mistókst.“ ■ Guðjón A. Kristjánsson: Forsetinn má vel við una FORSETAKJÖR „Ég er sáttur við þessa niðurstöðu,“ segir Guðjón A. Krist- jánsson, þing- flokksformaður F r j á l s l y n d a flokksins, um úr- slit forsetakosn- inganna. „Ég tel að Ólafur Ragnar hafi komið vel út úr þessari kosn- ingu og óska hon- um velfarnaðar í starfi. Ég sé enga ástæðu til að leggja megináherslu á auð atkvæði sérstaklega í þessum kosningum. Þau eru vissulega óvenju mörg enda voru menn hálfpartinn hvattir til þess af Morgunblaðinu að skila auðu. Hins vegar hefur hingað til ekki verið litið svo á að menn væru að gefa skýr skilaboð með auðum seðlum. Það var unnið á móti Ólafi Ragnari í þessum kosningum af for- ystumönnum ríkisstjórnarinnar en úrslitin eru á þann veg að ég tel að hann geti vel við unað.“ ■ HÓTAÐ LÍFLÁTI Herskáir múslimar hóta þremur tyrknesk- um verkamönnum lífláti hætti Tyrkir ekki að styðja aðgerðir Bandaríkjanna í Írak. George W. Bush í Tyrklandi: Heimsókn í skugga hótana GUÐNI ÁGÚSTSSON STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON Landsmót hestamanna: Búist við tíu þúsund manns HESTAÍÞRÓTTIR Landsmót hestamanna hófst að Gaddstaðaflötum við Hellu í morgun og stendur fram á sunnu- dag. Mótshaldarar eiga von á allt að tíu þúsund gestum, þar af um þrjú þúsund útlendingum. Um fimm hundruð keppendur og aðstandendur þeirra voru komnir á mótsstað undir kvöld í gær og sagði Lárus D. Pálsson, framkvæmdastjóri landsmótsins, að þeim myndi fjölga dag frá degi uns hámarkinu væri náð, undir og um helgina. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.