Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 8
8 28. júní 2004 MÁNUDAGUR LONDON, AP Iyad Allawi, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnar Íraks, segir vel hugsanlegt að Saddam Hussein verði framseld- ur í hendur hinnar nýju stjórnar landsins innan tveggja vikna. Hann segir að nú sé verið að setja saman lagareglur, bæði af hálfu hernámsliðsins og nýju stjórnarinnar, um framsal Sadd- ams og annarra íraskra fanga sem handteknir hafa verið frá því inn- rásin var gerð. Nýja stjórnin á að taka við af hernámsstjórninni á morgun, 30. júní. Meiningin er að íraskur sér- dómstóll, sem stofnaður var fyrir hálfu ári, haldi réttarhöld yfir Saddam. ■ Flestir telja að Siv ætti að víkja Þriðjungur telur að Siv ætti að víkja sem ráðherra þegar Framsóknar- flokkurinn missir eitt ráðherraembætti í haust. Formaður flokksins og verðandi forsætisráðherra næstoftast nefndur. ENN BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Einn ríkasti maður jarðarinnar, rússneski olíubaróninn Mikhail Khodorkovsky, stend- ur hljóður meðan réttað er í máli hans fyr- ir rússneskum dómstól. Hefur lögfræðing- um hans verið gefinn frestur til 12. júlí til málsvarnar. Sauðfjárbændur: Lambakjötið selst vel LANDBÚNAÐUR Aðalfundur Lands- samtaka sauðfjárbænda var settur að Eiðum í gær og lýkur síðdegis í dag. Meðal umræðuefna á fundinum er sauðfjársamningurinn sem gildir til ársins 2007 og talsverð óánægja er með innan stéttarinnar. Sauðfjár- bændur hafa í hyggju að koma á fót nefnd sem ætlað er að undirbúa komandi samningaviðræður við rík- ið og vilja þeir hafa tímann fyrir sig til verksins. Að öðru leyti ríkir nokk- ur bjartsýni meðal fundarmanna þar sem söluaukning á lambakjöti nam 1,1% á síðasta ári þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður og 7% aukning hefur orðið á sölunni það sem af er þessu ári. 42 fulltrúar sitja fundinn ásamt stjórn samtakanna. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR SVONA ERUM VIÐ TILGANGUR NETNOTKUNAR EINSTAKLINGA – hefur þú séð DV í dag? Geðveiki Litháinn býr í Borgarnesi Siv Friðleifsdóttir: Skiljanleg afstaða „Það er svo sem ekki við öðru að bú- ast, umhverfisráðuneytið er að fær- ast til Sjálfstæðisflokksins og ég ímynda mér að sumir telji að ákveð- ið sé að ég víkji,“ segir Siv Friðleifs- dóttir umhverfisráðherra um niður- stöðurnar. „Formaður flokksins hef- ur hins vegar sagt að um þetta verði tekin sérstök ákvörðun og allir ráð- herrarnir séu því jafn öruggir eða jafn óöruggir.“ Siv ítrekar vilja sinn til að vera áfram ráðherra en segist trúa að formaðurinn leggi það til sem hann telji sterkast fyrir flokk- inn. Hún segir enn óljóst hvenær greint verði frá hver framsóknar- ráðherranna víki úr stjórninni og neitar því að óþægilegt sé að búa við óvissuna. „Ég hef búið við þetta í meira en ár og er orðin vön þessu.“■ Margir vilja Halldór út: Flokkurinn er í lægð „Þetta kemur nokkuð á óvart en lík- legasta skýringin er sjálfsagt sú að Framsóknarflokkurinn er í lægð og það bitnar á formanninum,“ segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði, um þá niðurstöðu könnunarinnar að Halldór Ásgríms- son sé annar á listanum yfir þá ráð- herra Framsóknarflokksins sem kjósendur vilja að hverfi úr ríkis- stjórn í haust. „Viðbúið er að þetta leiði til þess að flokkurinn, með for- manninn í fararbroddi, marki sér meiri sérstöðu í ríkisstjórninni heldur en hann hefur gert.“ ■ Karlar Konur Alls Tölvupóstur 89 88 91 Upplýsingar um vörur og þjónustu 87 90 85 Dagblöð/tímarit 74 77 71 Upplýsingar frá opinberum aðilum 68 73 63 Bankaviðskipti 65 68 63 Ferðatengd notkun 62 63 62 Heimild: Hagstofa Íslands ÍRASKIR LÖGREGLUMENN MARSERA Íraskir lögreglumenn búa sig undir að taka við veigameira hlutverki í löggæslu landsins eftir morgundaginn. M YN D A P Bráðabirgðastjórn Íraks um Saddam Hussein: Framseldur innan tveggja vikna RÁÐHERRAR Um þriðjungur þeirra sem afstöðu tók í könnun Frétta- blaðsins taldi að Siv Friðleifsdótt- ir umhverfisráðherra ætti að víkja úr embætti þegar Fram- sóknarflokkurinn missir einn ráð- herrastól 15. september næst- komandi. Um fimmtungur var á þeirri skoðun að Halldór Ásgríms- son, verðandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, ætti að víkja. Samkvæmt samkomulagi stjórnarflokkanna færist um- hverfisráðuneyti yfir til Sjálf- stæðisflokksins þegar Davíð Oddsson lætur af embætti forsæt- isráðherra í haust og Halldór Ásgrímsson tekur við. Fækkar þá ráðherrum Framsóknarflokksins um einn en Sigríður Anna Þórðar- dóttir verður sjöundi ráðherra Sjálfstæðisflokksins og tekur við umhverfisráðuneytinu. Hlutfall óákveðinna og þeirra sem ekki vildu svara var um 45 prósent og þeir sem afstöðu tóku voru ekki endilega stuðnings- menn Framsóknarflokksins. Ekki var marktækur munur í könnuninni á afstöðu karla og kvenna að öðru leyti en því að talsvert fleiri karlar en konur vildu að Halldór Ásgrímsson vikji sæti. Þá voru heldur fleiri á landsbyggðinni en í þéttbýli sem nefndu Siv Friðleifsdóttur. Næstur á eftir Siv og Halldóri kom Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en rúmlega 16 prósent vildu að hann missti sæti í ríkisstjórninni. Þar á eftir kom Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra með rúm 11 prósent en ekki var marktækur munur á þeim Árna Magnússyni og Valgerði Sverrisdóttur sem komu best út. Könnunin var gerð síðastliðinn þriðjudag. Hringt var í 800 manns og spurt: „Hvaða ráðherra Fram- sóknarflokksins finnst þér að eigi að víkja úr embætti þegar flokk- urinn missir eitt ráðherraembætti 15. september?“ og voru svar- möguleikarnir núverandi ráðherr- ar flokksins. ■ ÞJÓÐMINJASAFN Þjóðminjasafn Ís- lands og Bakkavör Group hafa und- irritað samstarfssamning til þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Bakkavör Group sér safninu fyrir öflugri margmiðlun og tölvu- veri auk annarra þátta sem snúa að nýjustu straumum í sýningar- tækni. Í tilkynningu frá Þjóðminja- safninu er samningurinn sagður styrkja safnið í þeirri viðleitni að gera safnið nútímalegt og fagnar Þjóðminjasafnið því að fá Bakka- vör í hóp sinna bakhjarla. ■ RÍKISSTJÓRNIN Framsóknarflokkurinn missir eitt ráðherraembætti 15. september. Ekki liggur fyrir hver af ráðherrum flokksins verður látinn víkja. SIV FRIÐLEIFSD. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON GUÐNI ÁGÚSTSSON JÓN KRISTJÁNSSON ÁRNI MAGNÚSSON VALGERÐUR SVERRISD. 34,3% 21,3% 16,2% 11,2% 8,9% 8,0% EINHVER ÞARF AÐ VÍKJA Einn ráðherra Framsóknarflokksins missir stól sinn í haust. Samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins telja flestir að Siv Friðleifsdóttir ætti að víkja. ÁREKSTUR Smávægilegur árekst- ur varð í umdæmi lögreglunnar á Akureyri aðfaranótt laugardags. Tvær bifreiðar skullu saman en engan sakaði. UNDIRRITUN SAMNINGA Jóna Anna Pétursdóttir framkvæmdastjóri kynningarmála Bakkavör Group og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. Bakkavör Group: Styrkir Þjóðminjasafnið VINNUSLYS Í BAKARÍI Sauma þurfti tólf spor í olnbogabót á konu sem fest hafði hönd í pökkunarvél í bakaríi í Skeif- unni í Reykjavík um klukkan sjö í gærmorgun. Hún var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann. INNBROTSÞJÓFUR HANDTEKINN Öryggisvörður kom að inn- brotsþjófi inni í tölvufyrirtæki í Skipholti um klukkan hálf- fjögur í fyrrinótt. Maðurinn sagðist einungis hafa átt leið framhjá fyrirtækinu og séð að hurðin væri opin og því ákveð- ið að litast um. Engu að síður var lögregla kölluð til og mað- urinn var handtekinn. Hann gisti fangageymslur en var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærmorgun. BRAUST INN Í BÍL Brotist var inn í bíl við Skúlagötu í gær- morgun og þaðan stolið mynda- vél. Þjófurinn braut rúðu til að komast inn í bifreiðina. M YN D A P UTANRÍKISRÁÐHERRAR INDLANDS OG PAKISTANS Hittust til að ræða Kasmírhérað, heitasta deilumál landanna. Pakistan og Indland: Ræða saman um Kasmír INDLAND, AP Kjarnorkuveldin tvö, Indland og Pakistan, hófu í gær við- ræður um Kasmírhérað, sem hefur verið bitbein þeirra áratugum sam- an. Utanríkisráðherrar landanna, þeir Riaz Khokhar frá Pakistan og Shashank frá Indlandi, ætla að halda áfram viðræðum sínum, og eru þetta umfangsmestu viðræður landanna um málið í sex ár. „Það voru engin vandræði. Sam- ræðurnar streymdu áfram,“ sagði talsmaður pakistanska utanríkisráð- herrans. ■ M YN D A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.