Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 10
28. júní 2004 MÁNUDAGUR Félagsmálaráðuneytið: Vinna við búsetumál geðfatlaðra hafin FÉLAGSMÁL „Við erum búin að eiga fyrstu umræðu um búsetumálefni fatlaðra með heilbrigðisráðuneytinu og erum búin að setja okkur ákveðin markmið og aðgerðaáætlun,“ sagði Þór Þórarinsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, um stöðu í aðgerðum ráðuneytisins vegna búsetuþarfar geðfatlaðra. Um það bil 80 geðfatlaðir ein- staklingar bíða nú inni á stofnun- um geðsviðs Landspítala - há- skólasjúkrahúss eftir búsetu- úrræðum. Þeir hafa lokið meðferð þar. Árni Magnússon félagsmála- ráðherra hefur ákveðið að setja af stað átak til að koma til móts við þarfir þessa fólks. „Við verðum að vinna þetta rösklega,“ sagði Þór. „Ráðherra hefur lagt upp með það að við höfum ákveðin grunndrög tilbúin í haust, þannig að við getum unnið út frá því.“ Hann sagði enn fremur, að þegar áfanga þeim sem ráðuneytið ynni nú að í búsetumálum fatlaðra yrði lokið árið 2005, væri gert ráð fyrir að áætlun um aðstoð í búsetumálum geðfatlaðra yrði sett af stað. ■ SVEITARFÉLÖG Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga er ánægður með úrslit sameiningarkosning- anna tveggja sem fram fóru sam- hliða forsetakosningunum á laug- ardag. Sameining Akureyrarbæj- ar og Hríseyjarhrepps var sam- þykkt með miklum yfirburðum í báðum sveitarfélögum en samein- ing Austur- og Norður-Héraðs, Fellahrepps og Fljótsdalshrepps féll hinsvegar á atkvæðum í síðastnefnda hreppnum. „Ég tel að niðurstaða kosning- anna sé mjög góð og stuðningur- inn við sameiningu var enn meiri en ég átti von á,“ segir Vilhjálmur. Hann segist búast við nú hefjist viðræður um sameiningu Austur- Héraðs, Norður-Héraðs og Fella- hrepps en heimilt er að sameina þau sveitarfélög á grunni sam- þykktarinnar í kosningunum nú. Spurður um líklegar ástæður þess að Fljótsdælingar höfnuðu sameiningu segir Vilhjálmur lík- legt að þar ráði mannvirkjagerð á Kárahnjúkum einhverju. „Ég tel ekki ólíklegt að sú staðreynd að Fljótsdalshreppur á von á tölu- verðum fasteignagjaldstekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar hafi haft áhrif á niðurstöðuna en auð- vitað koma þar önnur sjónarmið einnig við sögu.“ Hann telur þó ekki að þessar væntanlegu tekjur hafi haft áhrif á afstöðu íbúa hinna sveitarfélaganna, þ.e. að þeir hafi samþykkt sameiningu beinlínis vegna fasteignagjalds- teknanna. Sveitarfélögin í landinu eru nú 104 en voru 204 fyrir fjórtán árum. Þau voru hinsvegar 229 þegar þau voru flest. Vilhjálmur býst við að þeim eigi enn eftir að fækka enda skynji íbúar og sveit- arstjórnarmenn aukin sóknarfæri í sameiningu, við það styrkist sveitastjórnarstigið og verði bet- ur í stakk búið til að taka við frek- ari verkefnum frá ríkinu. Hann segir suma hafa rætt um að hægt sé með sæmilega góðu móti að fækka sveitarfélögunum niður í um 40 en það sé ekki heilög tala í hans huga. Aðalatriðið sé að menn sjái þau sóknarfæri sem í sam- einingu felast. ■ ÚTLENDINGAR VELTU Tveir út- lendingar veltu bíl sínum á gamla veginum á Möðrudals- öræfum rétt eftir klukkan tíu á laugardagskvöld. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmd- ist talsvert og var fluttur á brott með kranabíl. Ekkert símasamband er á svæðinu og fékk fólkið far með vegfaranda á Möðrudal þar sem þeir gátu hringt og gert lögreglunni á Egilsstöðum viðvart. BÍLLINN ENDAÐI Á STÓRUM STEINI Útlendingar á bílaleigu- bíl lentu utan vegar í Biskups- tungum um klukkan tólf í gær- dag. Engin meiðsl urðu á fólk- inu en fjarlægja þurfti bílinn, sem endaði ofan á stórum steini, með kranabíl. SLYSALAUS ÁREKSTUR Árekstur tveggja bíla varð á Ólafsfjarð- arvegi á móts við Möðruvelli í gærdag. Engin slys urðu á fólki en nokkurt eignartjón varð. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Hefur sett af stað vinnu til að leysa búsetuþörf geðfatlaðra. :Góð niðurstaða Formaður sambands sveitarfélaga ánægður með sameiningarkosningarnar. FRÁ VINNUSVÆÐINU VIÐ FREMRI-KÁRAHNJÚK OG HAFRAHVAMMAGLJÚFUR Líklegt að fasteignagjöld af mannvirkjum á svæðinu hafi haft áhrif á afstöðu Fljótsdælinga. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.