Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.06.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS yti JA A, B eða C á númerið 1900. www.gunnimagg . i s Trúlofunar- og giftingarhringir 20% afsláttur í takmarkaðan tíma Auður og hugsjónir Hinn 17. september er öld liðin síðanDaniel Willard Fiske dó í Leipzig í Þýskalandi. Enginn útlendur maður hefur gefið Íslendingum fleiri eða stærri gjafir og enn í dag erum við að njóta góðs af örlæti þessa óvenjulega auðkýfings og hugsjónamanns. Willard Fiske fæddist í Bandaríkjun- um 1831 en heillaðist kornungur af löndunum í norðri. Nítján ára réðst hann sem háseti á millilandaskip til að komast til Evrópu og næstu árin nam hann íslensku og norræn fræði í Dan- mörku og Svíþjóð. Um þetta leyti var Ísland syfjuleg nýlenda Danakóngs. Þjóðin bjó í torfkofum, örfáir drengir fengu tækifæri til að mennta sig, allar konur og þorri karla voru réttlaus, hingað bárust erlendir straumar seint og illa. Fiske hafði tröllatrú á framtíð Íslands og skrifaði ótalmargar greinar um íslensk málefni í blöð í Evrópu og Bandaríkjunum á ofanverðri 19. öld. Hann var óþreytandi að kynna málstað dvergþjóðarinnar í norðri. Hann var vinur og stuðningsmaður Jóns Sigurðs- sonar og stóð í bréfaskriftum við tugi Íslendinga. Fiske varð vellauðugur maður við andlát konu sinnar 1870 og bjó eftir það í Flórens á Ítalíu – en hug- ur hans var allur á Íslandi. Hann gaf Landsbókasafninu þúsund- ir bóka, kom upp lesstofu fyrir skóla- strákana í MR og sendi þangað erlend blöð og bækur og setti á laggirnar nor- rænudeild við Cornell-háskóla í Banda- ríkjunum. Þegar gríðarlegir jarðskjálft- ar skóku Suðurland 1896 var Fiske staddur í Svíþjóð og hóf umsvifalaust landssöfnun til hjálpar Íslendingum. Hann lagði líka grunn að skáklífi á Ís- landi á 20. öld: hvatti til stofnunar skák- félaga og gaf út fyrsta íslenska skák- tímaritið – prentað í Flórens um alda- mótin 1900! Willard Fiske notaði auð sinn á skap- andi hátt, öðrum til heilla. Hann var knúinn áfram af þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða. Talnaglöggir menn hafa reiknað út að Willard Fiske hafi lagt út 250 til 300 milljónir króna á nú- virði, til að standa straum af gjöfum sínum til Íslands. En jafnvel slíkar upp- hæðir verða merkingarlitlar þegar við íhugum hvaða gildi gjafir Fiskes höfðu. Hann flutti menntun og upplýsingar til Íslands þegar þörfin var mest. Í raun var hann að festa fé sitt í framtíð Íslendinga án þess að fá neitt í staðinn, en við höfum til þessa dags notið góðs af vöxtunum. HRAFNS JÖKULSSONAR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.