Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.06.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 29.06.2004, Qupperneq 1
● lögðu slaka framara í laugardalnum Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 23 FH komið í annað sæti MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR ÍBV FER Í ÁRBÆINN Tveir leikir verða í Landsbankadeild karla klukkan 19.15. ÍBV sækir Fylkir heim og ÍA tekur á móti Víkingi. Í Landsbankadeild kvenna verða tveir leikir klukkan 20. ÍBV tekur á móti Fjölni og KR mætir Stjörnunni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART OG FALLEGT VEÐUR fyrir norðan, annars fremur skýjað og skúrir eða rigning suðaustan og austanlands. Hlýtt í veðri. Sjá nánar á bls. 6. 29. júní 2004 – 175. tölublað – 4. árgangur SPENNA FYRIR ÞJÓÐARATKVÆÐA- GREIÐSLU 93% landsmanna telja líklegt að þeir taki þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin, samkvæmt könnun Gallup. Rúmlega sex af hverjum tíu ætla að greiða atkvæði gegn lögunum. Sjá síðu 2 NEMAR ÞURFA AÐ BÍÐA Framhalds- skólar eru að fara í sumarfrí og ná margir þeirra ekki að ganga frá málum þeirra nemenda sem sótt hafa um skólavist fyrr en í ágúst. Sjá síðu 4 VARÐ ÚTI Ísraelskur ferðamaður sem ætlaði að ganga frá Landmannalaugum fannst látinn í fyrrinótt. Skálaverðir vöruðu hann við því að leggja af stað án betri klæðnaðar. Sjá síðu 6 STARFSMENN HLUNNFARNIR Verktakafyrirtækið Impregilo er sakað um að klípa daglega tíma af mörgum starfs- mönnum sínum án sýnilegrar ástæðu. Mál- ið líklega á leið til lögfræðings. Sjá síðu 8 36%50% Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Hugi Halldórsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Sefur á morgnana ● heilsa Peaches: ▲ SÍÐA 26 Samskipti kynjanna eru ekki stríð ● segir söngkonan ögrandi í viðtali Erpur Eyvindarson: ▲ SÍÐA 30 Rottweilerhundarnir hita upp fyrir 50 cent ● syngja um peninga sem þá vantar en rapparinn á ISTANBÚL, AP Leiðtogar NATO lofuðu miklum stuðningi við ný stjórnvöld í Írak á fundi sem nú stendur yfir í Istanbúl. Leiðtogarnir samþykktu meðal annars að veita hjálp við þjálfun hersveita Íraka. Þá mun NATO íhuga frekari aðgerðir til að auka öryggi Íraka. „Við styðjum Íraka af heilum hug og bjóðum nýjum stjórn- völdum þar í landi fulla sam- vinnu í viðleitni þeirra við að auka öryggi borgaranna,“ segir í yfirlýsingu frá leiðtogunum. Þá var ákveðið að stækka hóp friðargæsluliða í Afganistan og munu 10.000 hermenn á vegum bandalagsins verða í Afganistan þegar kosningar verða haldnar í landinu í september. Þá var ákveðið að binda enda á níu ára verkefni NATO á Balkanskaga en Evrópu- sambandið hefur samþykkt að taka við verkefninu. Tugir mótmælenda, sem köstuðu eldvörpum og steinum að lögreglu, særðust í átökum þegar þeir gerðu tilraun til þess að komast að ráð- stefnuhúsnæðinu þar sem leiðtog- arnir funda. ■ ÞJÓÐARATKVÆÐI Framsóknarflokk- urinn mun ekki fallast á að setja skilyrði um að 44% atkvæðis- bærra manna þurfi til að fella lög úr gildi með þjóðaratkvæða- greiðslu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir það auð- velt „að rökstyðja að í það minnsta 44% kosningabærra manna verði að synja lagafrumvarpi með vísan til þess, að um 88% tóku þátt í al- þingiskosningum.“ Starfshópur ríkisstjórnarinnar um lög um þjóðaratkvæðagreiðslu skilaði skýrslu í gær. Formaður hópsins, Karl Axelsson hæstarétt- arlögmaður, segir að „djúpstæðar lögfræðilegar og stjórnskipulegar deilur“ hafi staðið um hvort setja mætti ákvæði um þátttöku eða at- kvæðagreiðslu í lög um þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Þetta verður pólitísk ákvörðun, ekki lögfræði- leg,“ segir Karl. Starfshópurinn leggst gegn því að skilyrði verði sett um aukinn meirihluta og mælir jafnframt ekki með því að sett verði ákvæði um lágmarksþátttöku. Hins vegar sé hugsanlegt að setja skilyrði um að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi að greiða atkvæði gegn lög- unum eigi þau að falla úr gildi. Framsóknarflokkurinn mun ekki fallast á efri mörkin en sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins mun flokkurinn íhuga að setja mörkin nálægt 25-30%. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, segir skýrsluna sýna að þrátt fyrir umræðuna að undanförnu sé hægt að setja skilyrði um þátttöku. Hann segir fram- sóknarmenn ekki hafa tekið ákvörðun um hvaða mörk þeir vilji setja. „Það er alveg órætt innan flokksins,“ segir Halldór. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir að meginniðurstaða skýrslunnar styðji þá eindregnu skoðun stjórnarandstöðunnar að stjórn- arskráin heimili ekki að sett verði lög um þjóðaratkvæðagreiðslu með girðingum eða þröskuldum. Unnið er að gerð frumvarps um lög um þjóðaratkvæða- greiðslu. Verður það lagt fyrir á ríkisstjórnarfundi á föstudag og fyrir Alþingi á mánudag, þegar þingið kemur saman að nýju. Ekki náðist í Davíð Oddsson forsætisráðherra í gær. sda@frettabladid.is sjá nánar síður 10 og 11. Stjórnarflokkar ekki sammála um skilyrði Starfshópur leggur til að sett verði skilyrði í lög um þjóðaratkvæðagreiðslu sem kveða á um að 25-44% atkvæðisbærra manna þurfi að synja lögum. Sjálfstæðisflokkur er hlynntur efri mörkunum en Framsóknarflokkurinn þeim neðri. Frumvarp tilbúið í lok vikunnar. KIRAN PACIFIC LAGT AÐ STRAUMSVÍKURHÖFN Kiran Pacific náðist á flot á háflóði í gær eftir að lofti hafði verið dælt í tanka þess og dráttarbáturinn Hamar frá Hafnarfirði dró það á flot. Skipið hefur verið stöðvað tvisvar í höfnum þar sem Parísarsamkomulagið gildir og ef það verður stöðvað einu sinni enn fer það á bannlista. Sjá nánar á bls. 4. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Fundur leiðtoga NATO: Lofa hjálp við þjálfun hersveita Íraka Í HÓPI LEIÐTOGA Davíð Oddsson forsætisráðherra sækir fund leiðtoga NATO í Istanbúl. Hér sést hann ásamt Tony Blair og Guy Verhofstad, forsætisráðherrum Bretlands og Belgíu, Jack Chirac og Vaira Vike-Freiberga, forsetum Frakklands og Litháen. Írak: Óvænt valdaafsal BAGDAD, AP Bráðabirgðastjórn tók óvænt við völdum í Írak í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað hafði verið. Vonast er til að valda- afsalið hafi jákvæð áhrif á upp- reisnarmenn í Írak sem orðið hafa sífellt andsnúnari hernámsyfir- völdum. Hundruð Íraka hafa látið lífið í átökum víðsvegar um landið á síðustu vikum. Haldnar verða kosningar í land- inu eigi síðar en 31. janúar næst- komandi samkvæmt samþykkt frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjamenn munu áfram sjá um öryggismál landsins. Þrátt fyrir valdaafsalið héldu átök áfram í Írak. Breskur hermað- ur lést og tveir særðust í spreng- ingu nærri Basra í suðurhluta Íraks. Heimsmarkaðsverð á olíu féll talsvert í kjölfar valdaafsalsins í Írak. Sjá nánar bls. 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.