Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 10
Djúpstæðar lögfræðilegar ogstjórnskipulegar deilur stóðu um það hvort breyta þurfi stjórnar- skránni svo setja megi ákvæði um þátttöku eða atkvæðavægi í þjóðar- atkvæðagreiðslu,“ sagði Karl Axels- son, hæstaréttarlögmaður og for- maður starfshóps ríkisstjórnarinn- ar um tilhögun þjóðaratkvæða- greiðslu, á blaðamannafundi í gær þar sem skýrsla nefndarinnar var kynnt. „Þetta verður pólitísk ákvörðun, ekki lögfræðileg,“ sagði Karl og benti á að það yrði „senni- lega mögulegt“ að setja í lög tak- markandi ákvæði um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Starfshópurinn leggst gegn því að skilyrði verði sett um aukinn meirihluta en er hlynnt því að setja ákvæði um þátttöku. „Rík efnisleg rök eru fyrir því að í þjóðarat- kvæðagreiðslu af þessum toga séu sett einhver lágmörk um þátttöku. Hins vegar er það álitaefni hvort það sé hægt,“ segir Karl. Hann bendir á að samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar, sem kveður á um málskotsrétt forseta, séu engin ákvæði um lágmarksþátttöku eða afl atkvæða. Því hafi lagasérfræð- ingar, sem starfshópurinn leitaði til, deilt um hvort breyta þurfi stjórn- arskránni ef svo eigi að gera. Starfshópurinn telur þó sennilegt að heimilt sé að „setja almenn lög nú um hófleg skilyrði um fyrirkomulag atkvæðagreiðslunnar“, sem ekki feli í sér neins konar hindranir á beitingu atkvæðisréttar. Að sögn Karls þykir starfshópn- um rétt að setja almenn lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ekki verði sett sértæk lög sem gildi einungis um þessa tilteknu þjóðaratkvæða- greiðslu, heldur lög sem gilda muni um allar þjóðaratkvæðagreiðslur héðan í frá. Í starfshópnum sátu, auk Karls Axelssonar, Jón Sveinsson, hæsta- réttarlögmaður, sem einnig var á blaðamannafundinum, og hæsta- réttarlögmennirnir Andri Árnason og Kristinn Hallgrímsson sem voru staddir erlendis. Með hópnum starf- aði Kristján Andri Stefánsson deild- arstjóri í forsætisráðuneytinu. Þrjár leiðir hugsanlegar Starfshópurinn skoðaði þrjá hugsanlega möguleika á skilyrð- um sem setja mætti varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fyrsta lagi skilyrði um aukinn meirihluta svo lögin verði felld úr gildi, í öðru lagi skilyrði um lágmarks- þátttöku og í þriðja lagi að tiltekið hlutfall atkvæðisbærra manna þyrfti til að fella lögin. Starfshópurinn telur það ekki koma til álita að setja í lög skilyrði um aukinn meirihluta, svo sem að tvo þriðju greiddra atkvæða þurfi til að fella lögin úr gildi. Þó svo að þetta fyrirkomulag eigi sér ákveðin fordæmi þykir það ekki eiga nægi- lega trausta stoð í yngri stjórnskip- unarframkvæmd Íslendinga. Enn- fremur telur starfshópurinn þetta mest íþyngjandi þeirra kosta sem fyrir hendi eru. Starfshópurinn telur að til álita komi að taka upp „hóflega og mál- efnalega kröfu“ um lágmarksþátt- töku. Þar megi vísa til 53. greinar stjórnarskrárinnar sem segir að Al- þingi sé ekki ályktunarbært nema meira en helmingur þingmanna sé á fundi og taki þátt í atkvæðagreiðslu. Með beinni þátttöku almennings í löggjafarvaldinu sé því málefnalegt að gera ekki minni kröfur um þátt- töku en á Alþingi. Að minnsta kosti helmingur atkvæðisbærra manna þurfi því að taka þátt í atkvæða- greiðslunni eigi hún að teljast gild. 10 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Össur Skarphéðinsson: Skýrsla styður vilja stjórnarandstöðu ÞJÓÐARATKVÆÐI Meginniðurstaða skýrslunnar styður þá eindregnu skoðun stjórnarandstöðunnar að stjórnarskráin heimili ekki að sett verði lög um þjóðaratkvæða- greiðslu með girðingum eða þrösk- uldum,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar. „Þó svo að nefndin lýsi þeirri skoðun sinni að það væri hugsan- lega æskilegt að setja lög með væg- um skilyrðum, eins og hún nefnir það sjálf, þrítekur hún það fram í skýrslunni að á því leiki ríkur stjórnskipulegur vafi að það sé unnt,“ segir Össur. Hann segir að um það efni vísi nefndin einkum til 26. greinar stjórnarskrárinnar. „Það er svo athugavert að nefnd ríkisstjórnarinnar vísar því alfarið á bug að það samrýmist stjórnar- skránni að setja lög um 75% þátt- töku eða aukinn meirihluta. Ég und- irstrika að þar sem að nefndin telur að það leiki djúpur lögfræðilegur vafi á því að það sé heimilt að setja girðingalög án þess að brjóta stjórn- arskránna þá ber okkur að láta stjórnarskrána njóta vafans. Þess vegna finnst mér að niðurstöður nefndarinnar gefi fullt tilefni til að stjórnarandstaðan og ríkisstjórnin kanni hvort ekki sé nú kominn upp flötur á því að sameinast um lög sem einmitt byggja á þessari niður- stöðu nefndarinnar og geri ekki ráð fyrir neinu öðru en einföldum meirihluta þeirra sem taka þátt.“ ■ Djúpstæðar deilur stóðu um skilyrðin Starfshópur ríkisstjórnarinnar um tilhögun þjóðaratkvæðagreiðslu skilaði áliti sínu í gær. Djúpstæðar deilur stóðu um hvort hægt væri að setja takmarkanir um þátttöku eða atkvæðavægi. Lagst er gegn því að setja skilyrði um aukinn meirihluta. Vænlegast þykir að setja ákvæði um lágmarkshlutfall. Björn Bjarnason: Auðvelt að rökstyðja 44% skilyrðið ÞJÓÐARATKVÆÐI Björn Bjarnason dómsmálaráðherra telur að færa megi rök fyrir því að setja skil- yrði um að 44% atkvæðisbærra manna verði að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum eigi þau að falla úr gildi. „Lögfræðinganefndin bendir á þau skilyrði, sem hún telur unnt að setja innan marka stjórnar- skrárinnar. Ég ætla ekki að segja hvaða skilyrði verða sett en auð- velt er að rökstyðja að í það minnsta 44% kosningabærra manna verði að synja lagafrum- varpi með vísan til þess, að um 88% tóku þátt í alþingiskosning- um,“ segir Björn. „Lögfræðingarnir benda á, að hvergi sé að finna sambærilega leið og hér er unnt að fara til þjóð- aratkvæðagreiðslu um lög frá þjóðþingi, hér er það einn maður, sem hefur synjunarvald, almenna reglan í öðrum löndum er, að ann- að hvort ákveði þing að leita álits þjóðarinnar eða tilgreindur fjöldi kjósenda. 26. gr. stjórnarskrárinn- ar er illa úr garði gerð og flestir fræðimenn hafa talið, að henni yrði ekki beitt á þann veg, sem nú hefur verið gert. Allt rökstyður þetta þá kröfu að mínu mati, að sett séu ströng skilyrði um al- menna þátttöku við framkvæmd ákvæðisins,“ segir Björn. ■ – hefur þú séð DV í dag? Strákahópar nauðga jafnt drengjum sem stúlkum SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING NIÐURSTÖÐUR STARFS- HÓPS UM ÞJÓÐAR- ATVÆÐAGREIÐSLU FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FRÁ KJÖRSTAÐ Starfshópurinn telur að atkvæðagreiðslan nú geti farið fram þremur vikum eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um þjóðaratkvæðagreiðslu. Gerir starfshópurinn ráð fyrir því að það taki Alþingi um tvær vikur að afgreiða lögin og að atkvæðagreiðslan geti því farið fram fyrsta eða annan laugardag í ágúst, líkt og forsætisráðherra hefur þegar skýrt frá í fjölmiðlum. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON: „Meginniðurstaða skýrslunnar styður þá eindregnu skoðun stjórnarandstöðunnar að stjórnar- skráin heimili ekki að sett verði lög um þjóðaratkvæðagreiðslu.“ BJÖRN BJARNASON: Dómsmálaráðhera segir auðvelt að rökstyð- ja að í það minnsta 44% kosningabærra manna verði að synja fjölmiðlalögunum. KOMINN MEÐ VÖLDIN Ghazi al-Yawar, forseti Íraks, heldur á skjölum sem staðfesta að valdaafsal hafi farið fram í landinu. Írösk bráðabirgða- stjórn tók við völdum í landinu úr höndum hernámsliðsins í gær, tveimur dögum fyrr en áætlað var.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.