Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2004 www.toyota.is Avensis. Sóllúga að verðmæti 110.000 kr. fylgir með aukalega Allt þetta og himininn líka með nýjum Avensis ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 24 88 4 0 6/ 20 04 Avensis einkennist af kraftmiklu og rennilegu útliti þar sem þægindi og öryggi eru í öndvegi. Fáir bílar í þessum flokki geta státað af eins ríkulegum staðalbúnaði. Avensis hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, m.a. 5 stjörnur og bestu útkomu frá upphafi á öryggisprófi NCAP. Það segir sína sögu. Nú fylgir sóllúga að verðmæti 110.000 kr. án aukakostnaðar. Hringdu í síma 5705070, komdu á Nýbýlaveginn, eða til umboðsmanna um land allt, í reynsluakstur. „Við vorum heppin með veðrið” KÁRAHNJÚKAR Herbergin sem kín- verskir starfsmenn við Kárahnjúka- virkjun gista í eru örlítið stærri en reglur um aðstöðu fyrir starfsmenn kveða á um, að sögn Ómars R. Valdi- marssonar, talsmanns Impregilo. Ómar segir herbergin hins vegar vera minni en önnur herbergi á svæðinu. Það sé vegna þess að vinna við virkjunina hafi unnist með öðr- um hætti en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir. Á svæðinu séu starfs- menn að vinna að uppsetningu á starfsmannaaðstöðu sem eigi að vera komin í gagnið innan tveggja mánaða. Hann segir afar óheppilegt að þetta hafi helst bitnað á kínversk- um starfsmönnum fyrirtækisins. Enginn þeirra hafi þó kvartað undan aðstöðunni. Ómar segir að í frétt Fréttablaðs- ins um málið á sunnudaginn hafi verið rangt eftir sér haft. Í blaðinu var haft eftir Ómari að „[kínversku starfsmennirnir væru] sáttir og ekkert að springa“. Ómar segir þetta ekki vera rétt. Impregilo krefjist þess af öllum sínum starfs- mönnum að þeir sýni nærgætni fyr- ir siðum og menningu samstarfs- manna sinna og það geri hann enda sé hann fulltrúi fyrirtækis sem hafi hafi á sínum snærum starfsmenn af 35 þjóðernum. ■ Gistiaðstaða Kínverja við Kárahnjúka: Stærri en reglur kveða á um GISTIRÝMI Talsmaður Impregilo segir að enginn Kínverj- anna hafi kvartað undan aðstöðunni. ■ BORGARMÁL KIRKJUGARÐUR STÆKKAR Til stendur að stækka kirkjugarðinn í Gufunesi um 2,6 hektara en enn er nóg af ónotuðu landi í kringum garðinn. ENGAR ATHUGASEMDIR Ekki eru gerðar athugasemdir við fram- komnar tillögur að mati á um- hverfisáhrifum fyrirhugaðrar Sundabrautar en óskað var eftir umsögn um fyrirliggjandi skýrslu um matið af hálfu Skipu- lagsstofnunar í síðasta mánuði. LÍTIÐ TÍVOLÍ Íþrótta- og tóm- stundaráð og Vinnuskóli Reykja- víkur hafa útbúið leiktæki, eins- konar miní tívolí, sem börn geta leikið sér í endurgjaldslaust. Leiktækin verða staðsett á skóla- völlum borgarinnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.