Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 25
Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og segja skoðun sína á fréttum blaðsins, viðhorfum sem birtast í blaðinu eða leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Bréf skulu vera stutt og gagnorð, 50–200 orð að lengd. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Vinsamlega sendið efnið í tölvupósti á netfangið greinar@frettabladid.is. Af hverju eru sjálfstæðismenn alltaf að ráðast á Baug? Hafa fyr- irtæki Baugs, eins og Bónus, mis- notað aðstöðu sína á markaðinum? Hefur Bónus brotið samkeppnis- lög? Nei, þvert á móti. Bónus hef- ur lækkað vöruverð meira á mark- aðinum en nokkur önnur smásölu- verslun. Bónus hefur fært þjóð- inni miklar kjarabætur í formi lægra vöruverðs. En hvers vegna er forustu Sjálfstæðisflokksins þá svo mjög í nöp við Baug og Bónus? Það er verðugt rannsóknarefni og það virðist enginn hafa svör við þeim spurningum. Þjóðin þekkir orðið söguna um upphaf Bónus. Jóhannes Jónsson kaupmaður stofnaði Bónus með tvær hendur tómar og með dugn- aði og eljusemi tókst honum að byggja upp öflugt smásölufyrir- tæki. Menn þekkja framhaldið, sameiningu Bónus og Hagkaupa og stofnun Baugs, en íslenski hluti Baugs (starfsemin hér) heitir nú Hagar. Baugur gerði útrás til Bretlands og hefur náð þar undra- verðum árangri, ekki síst fyrir störf sonar Jóhannesar, Jóns Ás- geirs. Menn hefðu talið, að allir, ekki síst sjálfstæðismenn mundu fagna velgengni Baugs. Sjálfstæð- isflokkurinn hefur jú alltaf predikað frelsi einstaklingsins og að einkafyrirtæki ættu að fá að hagnast. Þess vegna skilur enginn hvers vegna forusta Sjálfstæðis- flokksins ræðst á Baug og er óá- nægð með velgengni fyrirtækis- ins. Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálfstæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ás- geir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálfstæðisflokksins, að eignaraðild að FBA ætti að vera dreifð. En þeir Jón Ásgeir og Jón Ólafsson fóru ekki eftir þeim boð- skap, heldur keyptu 20% í bankan- um, ef ég man rétt. Og það sem verra var: Þeir gleymdu að fá leyfi hjá forustu Sjálfstæðis- flokksins fyrir þessum kaupum. Þetta er að vísu langsótt skýring en mér kemur ekkert annað í hug. Ég held, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei fyrirgefið Jónunum þetta. Að áliti Sjálfstæðisflokksins er ekki sama hverjir efnast á at- vinnurekstri. Nokkrir aðilar hafa efnast vel á atvinnurekstri undan- farin ár en Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðist á neinn þeirra eins og Baug. Og þegar „Kol- krabbinn“ var í fullu fjöri og átti stærstu fyrirtækin á Íslandi þá kvartaði Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Sjálfstæðisflokkurinn gerði engar athugasemdir við rekstur Eimskips enda þótt það fyrirtæki hefði markaðsráðandi stöðu. Eftir- litsstofnanir voru ekki inni á gafli þar á hverjum degi. Mikil eigna- tengsl voru milli Eimskips, Flug- leiða og Sjóvá-Almennra. Forusta Sjálfstæðisflokksins kvartaði ekki yfir þeim. Þar voru „réttir“ auð- menn við völd. Sjálfstæðismenn áttu öll helstu fjölmiðlafyrirtæk- in, Morgunblaðið, DV og Stöð 2. Sjálfstæðismenn gerðu engar at- hugasemdir við það. Það var ekki fyrr en Baugur keypti Fréttablað- ið, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk málið um eignarhald á fjölmiðlum. Olíufélögin eru uppvís að ólöglegu samráði um útboð og verðlagn- ingu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lítið gagnrýnt það. Og þannig mætti áfram telja. Engar athuga- semdir eru gerðar við fyrirtæki, sem eru Sjálfstæðisflokknum þóknanleg. En af einhverjum ástæðum er Baugur ekki í þeirra hópi. Hafa þeir Bónusfeðgar þó báðir verið í Sjálfstæðisflokknum. Það virðast ekki aðeins vera til góðir og slæmir auðmenn heldur einnig góðir og slæmir sjálfstæð- ismenn! Ekki er ástæða til þess að gera athugasemdir við stór og jafnvel markaðsráðandi fyrirtæki, ef þau misnota ekki aðstöðu sína. Það er ekki unnt að banna fyrirtækjunum að stækka. Þegar Baugur keypti 10-11 verslanirnar jókst markaðs- hlutdeild Bónus á matvörumark- aði um 7-8%. Samkeppnisyfirvöld töldu þá aukningu ekki það mikla, að það réttlæti íhlutun þeirra um yfirtökuna á 10-11 og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld ekki til þessa orðið þess vör, að Bónus hafi misnotað markaðsstöðu sína á matvörumarkaðinum. ■ 1729. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Áfall fyrir forsetann Forsetakosningunum er nú lokið og nið- urstöður eru áfall fyrir sitjandi forseta. Mjög stór hluti þjóðarinnar velur að sitja heima þrátt fyrir að ljóst var að forsetinn þurfti á táknrænum stuðningi að halda eftir inngrip sitt í stjórnmálin. Hlutfall stuðningsmanna hans af þjóðinni hefur aukist furðu lítið á átta ára ferli, þrátt fyr- ir að hann fær ekki sterkt mótframboð. Benedikt Jóhannesson á heimur.is Yfirburðasigur forsetans Á laugardaginn voru haldnar kosningar til embættis forseta Íslands. Sitjandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, vann þar yfir- burðasigur á mótframbjóðendum sínum. Það sem vekur einna mesta athygli er hversu lítil kjörsókn var. Skýringuna er vafalítið að finna í þeirri staðreynd að þessar kosningar voru langt frá því að vera spennandi og fyrir löngu ljóst að Ólafur Ragnar yrði endurkjörinn forseti. Magnús Már Guðmundsson á politik.is Kosið um verslunarmannahelgi? Persónulega bjóst ég við því að nú ætti að sneiða hjá því að halda þessa at- kvæðagreiðslu. Nú verði komið saman nefnd af „valinkunnum“ spekingum sem gætu fundið leið fram hjá þessu ákvæði í stjórnarskránni. En það kom á daginn að þjóðaratkvæðagreiðslan yrði haldin. En þegar maður hélt að maður hefði séð allt, kom fram hugmynd um setja þátttökuskilyrði á atkvæðagreiðsl- una – 75% þátttökuskilyrði!! Það sér auðvitað hver heilvita maður hversu heimskulegt og ólýðræðislegt það er. Maður beið spenntur eftir hvað gerðist næst, átti kannski að toppa allt með því að halda þessa atkvæðagreiðslu um verslunarmannahelgina? Jón Skjöldur Níelsson á politik.is Vildi fá hár að rífa í Óli: þakklæti og stórsigur / Auður: bull- andi óánægja með sitjandi forseta / Jólasveinninn: Virðing við mig / Tómatsósan: Þetta er svindl. En ætli Baldur sé ekki sigurvegarinn, svona svo alls réttlætis sé gætt. Það vissi ekki hræða hver þetta var fyrir mánuði síðan og að fá í kringum 10% lítandi svona út er stórkostlegt. Það verður léttir að losna við Wiumið af skjánum enda hef- ur mig aldrei langað jafn mikið til að vera hærður en síðustu daga þegar hann hefur verið sem fyrirferðarmestur í sjónvarpinu. Nú, til að geta rifið í hár mitt að sjálfsögðu. Gunnar Lárus Hjálmarsson á this.is/drgunni/ AF NETINU ÁRIÐ 2004 EVRÓPUÁR MENNTUNAR MEÐ IÐKUN ÍÞRÓTTA Í dag, þriðjudaginn 29. júní 2004 setur Menntamálaráðherra með formlegum hætti Evrópuár menntunar með iðkun íþrótta á Íslandi. Stærstu íþróttaviðburðir ársins bera keim af þessu Evrópuári og um alla Evrópu eru í gangi verkefni sem uppfylla helstu markmið Evrópuársins. Síðari hluta ársins fara fram verkefni á Íslandi sem hafa það að meginmarkmiði að efla tengsl uppeldis og íþrótta, auðvelda aðgengi að íþróttum og að fræða börn, ungmenni og foreldra um íþróttir og íþróttaiðkun, hreyfingu og þá félagslegu þætti sem einkenna íþróttir. Mikilvægi íþrótta fyrir einstaklinginn snýst um meira en líkamlegt hreysti: Umburðarlyndi, sanngirni og hæfni í hópvinnu eru allt hæfileikar sem eru ræktaðir í íþróttum, og það á gáskafullan, líflegan og auðveldan hátt. Með Evrópuári menntunar með iðkun íþrótta vill Evrópusambandið vekja athygli á þessu málefni. Frekari upplýsingar má finna á vefnum 28 Evrópuþjóðir taka þátt í Evrópuárinu og er Ísland í þeirra hópi. Meginmarkmið þessa Evrópuárs er að vekja almenning í Evrópu til vitundar um mikilvægi íþrótta innan menntunar ásamt því að auka mikilvægi líkamlegra athafna í námskrám skóla. AÐ FRUMKVÆÐI EVRÓPUSAMBANDSINS ER ÁRIÐ 2004 TILEINKAÐ MENNTUN MEÐ IÐKUN ÍÞRÓTTA WWW.EYES-2004.INFO WWW.EYES-2004.INFO www.isisport.is Mér kemur í hug, að ef til vill hafi forusta Sjálf- stæðisflokksins snúist gegn Baugi þegar Jón Ásgeir og Jón Ólafsson keyptu hlut í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins (FBA) á sínum tíma. Þá predikaði forusta Sjálf- stæðisflokksins, að eignar- aðild að FBA ætti að vera dreifð. Árásirnar á Baug BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN ATVINNUREKSTUR ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.