Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 30
22 29. júní 2004 ÞRIÐJUDAGUR Steven Gerrard verður áfram í herbúðum Liverpool á næsta tímabili: Lét Liverpool-hjartað ráða för FÓTBOLTI Tilkynnt var á blaða- mannafundi í gærdag að Steven Gerrard myndi vera áfram í her- búðum Liverpool. Þrálátur orðrómur hefur verið í gangi um að hann væri á leiðinni til Chelsea sem ku hafa verið til- búið að borga 30 milljónir punda fyrir Gerrard. Mikil óvissa hefur ríkt hjá Liverpool vegna leikmannamála og til að mynda hefur Michael Owen verið duglegur við að minna á sig og í raun verið með óbeinar hótanir þess efnis að ef ekki yrði samið við Steven Gerrard myndi hann einnig yfirgefa Liverpool. Nú virðist sem Liverpool hafi náð að leysa þessi mál farsællega og líklega hefur ráðning Rafaels Benitez sem framkvæmdastjóra átt stóran þátt í því. Steven Gerrard hafði þetta að segja um ákvörðunina: „Síðustu þrjár til fjórar vikur hafa verið nokkuð ruglingslegar hjá mér. Ég hef tekið þátt í stór- móti og það er ástæðan fyrir þögn minni varðandi framtíð mína. Ég hef ekki verið ánægður með framþróunina hjá Liverpool á undanförnum þremur til fjórum árum, eins og ég hef oft sagt áður í fjölmiðlum, og í fyrsta skipti hugsaði ég alvarlega um það að yfirgefa félagið og halda á önnur mið. Eftir heimkomuna af EM sett- ist ég niður með fjölskyldu minni og við ræddum málin hreinskiln- islega. Ég bað einnig um fund með Rick Parry, þann fjórða á tveimur mánuðum. Eftir að hafa náð að tala við umboðsmann minn og mína nán- ustu hef ég ákveðið að vera áfram hjá Liverpool. Ástæðan er einföld – ég lét hjartað ráða för. Ég elska þetta félag og aðdáendur þess og í sameiningu munum við horfa fram á bjarta tíma,“ sagði Steven Gerrard sem tók við fyrirliða- bandinu hjá Liverpool á síðasta tímabili. ■ Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari um leikina þrjá gegn Belgum: Vitum nú hvar við stöndum með liðið KÖRFUBOLTI Sigurður Ingimundar- son, landsliðsþjálfari í körfubolta, var ánægður með útkomuna úr landsleikjunum þremur gegn Belgum um helgina. „Ég er nokk- uð sáttur með niðurstöðuna úr þessum þremur leikjum og gott fyrir okkur að vinna þetta lið, því þeir eru í A-riðli Evrópu en við í B-riðli. Það má alveg segja að við höfum fengið að vita það sem við þurftum að vita eftir þessa leiki og með mikilli vinnu tekst okkur að komast þangað sem við ætlum okkur.“ Sigurður segir stefnuna vera setta á að komast upp í A-riðil Evrópu en þar eru 25 bestu lands- lið álfunnar: „Það yrði auðvitað frábær árangur og við vitum vel að það hefst ekki nema með mik- illi vinnu allra sem að liðinu koma en það er alveg mögulegt,“ sagði Sigurður og bætti við: „Ég er einna ánægðastur með hvað líkamlegt atgervi leikmanna okkar er alltaf að batna og því er auðveldara að spila góðan varnar- leik en skortur á hæð og styrk hefur oft háð íslenska landslið- inu.“ Sigurður hefur breytt nokkuð leikstíl liðsins og það spilar hrað- ari bolta en áður. „Ég vil láta liðið spila hratt og finnst það að mörgu leyti henta því vel og þetta er eitt- hvað sem ég er að vinna í á fullu. Margir leikmenn voru að koma vel út í leikjunum gegn Belgum, menn voru að vísu flestir að spila misvel eins og gengur en það var gaman að sjá til Hlyns Bærings- sonar og fleiri og ég sé enga ástæðu til annars en að vera bjart- sýnn,“ sagði Sigurður Ingimund- arson en næstu leikir íslenska landsliðsins eru þegar Pólverjar koma í heimsókn í ágústbyrjun. Hlynur Bæringsson fór mikinn í liði Íslands í leikjunum eins og sjá má vel á töflunum yfir efstu menn liðsins í tölfræðinni. Hlynur skoraði mest, hitti best, tók flest fráköst og gaf flestar stoðsend- ingar en þetta voru fyrstu lands- leikir hans þar sem hann fær eitt- hvað hlutverk með liðinu. Auk Hlyns voru þeir Helgi Már Magn- ússon og Magnús Þór Gunnarsson að sýna góða takta og Friðrik Stef- ánsson og Fannar Ólafsson voru traustir í baráttunni undir körfun- um. Mikið var búist af þeim Páli Axeli Vilbergssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni en þeir náðu ekki að sýna sitt rétta andlit fyrr en í síð- asta leiknum þar sem þeir áttu stóran þátt í að landa sigrinum. ■ LANDSLEIKIRNIR VIÐ BELGA 1. ÍSLAND-BELGÍA 78-88 Arnar Freyr Jónsson 13 stig Hlynur Bæringsson 12 stig 2. ÍSLAND-BELGÍA 74-78 Helgi Már Magnússon 16 stig Fannar Ólafsson 13 stig 3. ÍSLAND-BELGÍA 77-76 Hlynur Bæringsson 23 stig Páll Axel Vilbergsson 16 stig TOPPLISTAR HJÁ ÍSLENSKA LANDSLIÐINU GEGN BELGUM: FLEST STIG Hlynur Bæringsson 43 Páll Axel Vilbergsson 32 Helgi Már Magnússon 27 Friðrik E. Stefánsson 24 Fannar Ólafsson 24 FLEST FRÁKÖST: Hlynur Bæringsson 29 Helgi Már Magnússon 13 Friðrik E. Stefánsson 11 Fannar Ólafsson 10 Arnar Freyr Jónsson 9 FLESTAR STOÐSENDINGAR: Hlynur Bæringsson 11 Jakob Örn Sigurðarson 7 Páll Axel Vilbergsson 6 Helgi Már Magnússon 6 Friðrik Stefánsson 5 Fannar Ólafsson 5 Arnar Freyr Jónsson 5 FLESTIR STOLNIR BOLTAR: Páll Axel Vilbergsson 7 Hlynur Bæringsson 6 Helgi Már Magnússon 6 Magnús Þór Gunnarsson 5 FLESTAR MÍNÚTUR SPILAÐAR: Hlynur Bæringsson 90 Friðrik Stefánsson 76 Páll Axel Vilbergsson 71 Helgi Már Magnússon 66 Jakob Örn Sigurðarson 61 Magnús Þór Gunnarsson 53 Fannar Ólafsson 53 Arnar Freyr Jónsson 42 Sigurður Þorvaldsson 28 Páll Kristinsson 27 Eiríkur Önundarson 14 Jón Nordal Hafsteinsson 13 Lárus Jónsson 6 FLESTAR VILLUR: Arnar Freyr Jónsson 11 Jakob Örn Sigurðarson 10 Friðrik Stefánsson 10 Hlynur Bæringsson 9 Fannar Ólafsson 9 FLESTAR 3JA STIGA KÖRFUR: Páll A. Vilbergsson 6 Hlynur Bæringsson 6 Helgi M. Magnússon 5 Magnús Þ. Gunnarsson 4 FLEST SÓKNARFRÁKÖST: Hlynur Bæringsson 9 Friðrik Stefánsson 4 Páll Kristinsson 3 Páll Axel Vilbergsson 3 Helgi Már Magnússon 3 Fannar Ólafsson 3 SÁRT EN SAMT GOTT Danir eru almennt ánægðir með EM. Danska landsliðið: Teknir silki- hönskum EM Í FÓTBOLTA Dönsku blöðin fóru mildum höndum um danska lands- liðið eftir 0-3 tap þess gegn Tékk- um í átta liða úrslitum á EM í Portúgal. Blöðin eru flest á því að árangur liðsins á EM hafi verið góður og það eitt og sér að komast í átta liða úrslitin hafi verið sigur því mörgum stórþjóðum tókst það ekki – til að mynda Ítalíu, Þýska- landi. „16 mínútur í helvíti gerðu út- slagið,“ skrifaði Frits Christensen í grein í Jótlandspóstinum en var að öðru leyti sáttur með gang mála en mörk Tékka í leiknum komu einmitt öll á sextán mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 26 27 28 29 30 1 2 Þriðjudagur JÚNÍ               !" #$%&   !"   '"     !(  " )"  # * *"$  !" $ $++  "   ! ■ ■ LEIKIR  19.15 Fylkir og ÍBV mætast á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla.  19.15 ÍA og Víkingur mætast á Akranesií Landsbankadeild karla.  20.00 KR og Stjarnan mætast á KR-velli í Landsbankadeild kvenna.  20.00 ÍBV og Fjölnir mætast í Eyjum í Landsbankadeild kvenna. ■ ■ SJÓNVARP  20.00 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn. Sýnt frá þriðja stigamóti sumarsins.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  23.05 Fótboltakvöld á RÚV. Sýnt frá fótboltaleikjum kvöldsins.  23.25 Landsmót hestamanna á RÚV. Samantekt frá keppni dagsins á landsmótinu á Hellu. STEVEN GERRARD Verður um kyrrt í bítlaborginni. Sést hér í baráttu við Portúgalann Deco í leiknum fræga á EM á dögunum. STÖÐUMAT HJÁ SIGURÐI Sigurður Ingimundarson, til hægri, var ánægður með landsleikina þrjá gegn Belgum um helgina. Hér á myndinni fyrir ofan sjást þrír af leikmönnum íslenska liðsins, Friðrik Stefánsson (5), Arnar Freyr Jónsson (14) og Hlynur Bæringsson sem var óumdeilanlega besti leikmaður Íslands í þessum leikjum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.