Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 29.06.2004, Blaðsíða 31
FÓTBOLTI Falldraugurinn er mætt- ur og áttavitinn segir honum að fara beint í Safamýri. Þar búa Framarar sem hafa ekki unnið leik síðan í fyrstu umferð og miðað við frammistöðuna í síðus- tu leikjum þá vinna þeir ekki fleiri í sumar. FH-ingar voru reyndar góðir við þá í gær og unnu aðeins 2–1 en þeir hefðu hæglega getað klárað dæmið miklu fyrr. Hafnfirðingar fengu óskabyrjun er mið- vörðurinn Sverrir Garðarsson stýrði hornspyrnu Atla Viðars Björnssonar í netið. Fram tók smá kipp næstu mínútur en skapaði ekki nokkurn hlut. Leikmenn hættu svo að spila fótbolta eftir 15 mínútur og það kom því frekar á óvart er Freyr Bjarnason setti boltann glæsilega í net Framara með hægri fæti er tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Það var boðið upp á sömu steypuna í síðari hálfleik og það var ekki fyrr en Ríkharður Daðason minnkaði muninn á 64. mínútu sem leikmenn byrjuðu að spila fótbolta á ný. Það skilaði samt engu fyrir liðin og FH-ingar unnu sanngjarnan sigur í leik sem þeir áttu að vera löngu búnir að klára. Markaleikur í Grindavík Það var markaveisla í Grindavík er heimamenn tóku á móti nágrönnum sínum frá Keflavík. Heimamenn skoruðu fyrst þegar Keflvíkingar urðu fyrir því að skora sjálfsmark þrið- ja leikinn í röð. Orri Freyr Óskars- son bætti öðru marki við sex mínú- tum fyrir hlé en Sreten Djurovic minnkaði muninn fyrir Keflavík mínútu síðar. Varamaðurinn Óskar Örn Hauksson kom Grindavík síðan í 3–1 rétt eftir að honum var skipt inn á völlinn. Keflvíkingar gáfust ekki upp og Zoran Daníel Ljubicic minnkaði muninn 9 mínútum fyrir leikslok. Mikill darraðardans var stiginn á lokamínútunum en sá dans var án marka. ■ EM Í FÓTBOLTA UEFA hefur snúist til varnar fyrir hönd svissneska dómarans Urs Meier sem hefur verið tekinn af lífi af stórum hluta ensku pressunnar eftir leik Eng- lands og Portúgals í átta liða úr- slitum EM. Pressan í Englandi kennir Meier um tapið gegn Portúgal og segja að hann hafi dæmt af full- komlega löglegt mark sem Sol Campbell „skoraði“ í blálok leiks- ins. Meier dæmdi John Terry brotlegan um leið og Campbell skoraði og því markið ekki gilt en sitt sýnist hverjum um þann dóm. Nú hefur UEFA gefið það út að sambandinu finnist hluti ensku pressunnar hafi farið offari í þessu máli: „Við erum vonsviknir vegna hegðunar sumra kollega ykkar, sérstaklega í máli Urs Meier,“ sagði Volker Roth, nefndarfor- maður innan UEFA, á blaða- mannafundi í gær. „Eftir langt starf innan UEFA er ég orðinn vanur að eiga samstarf við fjöl- miðla, jafnvel gulu pressuna, en í máli Urs Meier nú hafa sumir fjölmiðlar gengið alltof langt og sumt sem þeir hafa gert er gjör- samlega óásættanlegt. Þeir hafa vanvirt friðhelgi einkalífs Meiers, gefið upp heim- ilisfang hans, sýnt myndir af bíln- um hans og konu hans og þetta er óásættanlegt. ■ 23ÞRIÐJUDAGUR 29. júní 2004     '*( %           !"# $% &'(                  !" !  )' !"# $% &'( #$ %   &' '        !"                                 Volker Roth segir fjölmiðla hafa gengið of langt: Vanvirtu friðhelgi einkalífsins URS MEIER Svissneski dómarinn er óvinur Englend- inga númer eitt þessa stundina. NIÐURBROTNIR Frakkar leita logandi ljósi að nýjum lands- liðsþjálfara. Þar eru þeir helst nefndir, Laurent Blanc og Jean Tigana. Næsti þjálfari Frakka: Blanc eða Tigana eru efstir á blaði FÓTBOLTI Eins og alþjóð er kunnugt hætti Jaques Santini þjálfun fran- ska knattspyrnulandsliðsins eftir EM í Portúgal en hann var búinn að tilkynna um þá ákvörðun fyrir keppnina og að hann myndi taka við enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspur. Víst er að Santini hefði verið látinn fara hefði hann ekki verið búinn að til- kynna þetta því árangur Frakka á EM var ömurlegur. Nú er leitað logandi ljósi að eft- irmanni Santinis og tveir fyrrver- andi landsliðsmenn eru þar helst nefndir til sögunnar – þeir Laurent Blanc og Jean Tigana. Tigana þykir líklegri því hann er talsvert reyndur þjálfari og var meðal annars við stjórnvölinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Ful- ham. Laurent Blanc er á hinn bóginn reynslulaus sem þjálfari en afar virtur í franska knattspyrnuheim- inum og háttsettir menn þar hafa mikla trú á honum sem arftaka Santinis. Fordæmi eru fyrir því að reynslulaus maður taki við lands- liði hjá stórþjóð. Rudi Völler tók við þýska landsliðinu árið 2000 án þess að hafa þjálfað áður og það virkaði vel því hann fór alla leið með liðið í úrslitaleik HM 2002 þar sem liðið beið lægri hlut gegn Brasilíumönnum. Ákvörðun Frakka mun væntan- lega liggja fyrir um miðjan næsta mánuð. ■ Anders Frisk og Pierluigi Collina dæma undanúrslitaleikina á EM: Markus Merk dæmir úrslitaleikinn EM Í FÓTBOLTA Þýski knattspyrnu- dómarinn Markus Merk dæmir úrslitaleik EM í Portúgal á sunnu- dag. Markus Merk er 42 ára tann- læknir frá Kaiserslautern en honum til aðstoðar í úrslita- leiknum verða landar hans, Christian Schraer og Jan-Hend- rik Salver. Þar með sló Merk við Svíanum Anders Frisk og Ítalanum Pi- erluigi Collina en þessir þrír hafa verið í nokkrum sérflokki á EM. Frisk og Collina dæma á hinn bóginn hvor sinn undanúrslita- leikinn sem fara fram á miðviku- dag og fimmtudag. Frisk mun dæma leik Tékka og Grikkja en Collina leik Portúgala og Hollend- inga. ■ MARKUS MERK Sést hér fyrir miðju en hann mun sjá um dómgæsluna í úrslitaleik EM. Danska knattspyrnulandsliðið verður fyrir áfalli: Ebbe Sand er hættur EM Í FÓTBOLTA Danski framherjinn Ebbe Sand tilkynnti eftir tapið gegn Tékkum í átta liða úrslitum EM í Portúgal að hann hefði leikið sinn síðasta landsleik. Sand, sem er 31 árs, hefur átt mjög góðan feril með danska landsliðinu en fyrir það lék hann 66 landsleiki og skoraði í þeim 22 mörk. Hann byrjaði inn á í öllum þremur leikjum Dana í riðla- keppni EM í Portúgal en missti af tapleiknum gegn Tékkum vegna meiðsla. Hann sagði á blaðamannafundi í gær að aðalástæðan fyrir ákvörðun sinni væri sú að hann væri ekki lengur líkamlega fær um að spila bæði með landsliðinu og félagsliði sínu í þýsku úrvalsdeild- inni, Schalke 04. „ Á l a g i ð er of mikið og ég verð að fá ein- hverja hvíld eftir að k e p p n i s - t ímabil inu lýkur ef ég ætla mér að eiga nokkur góð ár í viðbót í boltanum,“ sagði Sand. Ebbe Sand lék sinn fyrsta landsleik árið 1998.■ EBBE SAND Sést hér í baráttu við Ítal- ann Alessandro Nesta í leik liðanna á dögunum. ■ FRAM-FH 1-2 0–1 Sverrir Garðarsson 4. 0–2 Freyr Bjarnason 43. 1–2 Ríkharður Daðason 64. DÓMARINN Magnús Þórisson Smámunasamur BESTUR Á VELLINUM Freyr Bjarnason FH TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–17 (3–9) Horn 6–10 Aukaspyrnur fengnar 18–13 Rangstöður 1–2 Gul spjöld (rauð) 2–0 (0–0) MJÖG GÓÐIR Freyr Bjarnason FH GÓÐIR Gunnar Sigurðsson Fram Allan Borgvardt FH Emil Hallfreðsson FH ■ GRINDAVÍK-KEFLAVÍK 3-2 1–0 Sjálfsmark (Sreten Djurovic) 25. 2–0 Orri Freyr Óskarsson 38. 2–1 Sreten Djurovic 40. 3–1 Óskar Örn Hauksson 60. 3–2 Zoran Daníel Ljubicic 81. DÓMARINN Kristinn Jakobsson Slakur BESTUR Á VELLINUM Sinisa Valdimar Kekic Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–13 (8–7) Horn 2–3 Aukaspyrnur fengnar 19–21 Rangstöður 2–2 Gul spjöld (rauð) 4–3 (0–0) GÓÐIR Sinisa Valdimar Kekic Grindavík Óskar Örn Hauksson Grindavík Orri Freyr Óskarsson Grindavík Gestur Gylfason Grindavík Albert Sævarsson Grindavík Scott Ramsey Keflavík Ólafur Gottskálksson Keflavík Guðmundur Steinarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík ■ Þriðja mark Grindavíkinga í leiknum var þeirra níunda á tímabilinu en það fyrsta sem Grétar Hjartarson átti ekki beinan þátt í. Fram að því hafði Grétar skorað fjögur mörk sjálfur og átt þátt í undirbúningi hinna fjögurra. ALLAN BORGVARDT LEIKUR Á TVO FRAMARA FH-ingar hafa unnið báða leikina í sumar þar sem Daninn snjalli hefur byrjað inn á. Það er fallfnykur af Frömurum Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild karla í gær. FH lagði slaka Framara og Grindavík vann heimasigur gegn Keflavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.