Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 1
● íbv sigraði í eyjum og árbæ Landsbankadeildirnar: ▲ SÍÐA 25 Tveir sigrar hjá ÍBV ● útlitið slæmt og allt í rugli Hróarskelda: ▲ SÍÐA 28 Brjálað veður og Bowie afboðar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MIÐVIKUDAGUR STÓRMÓT Á AKUREYRI Essó-mót- ið í fótbolta hefst á Akureyri í dag. Reikn- að er með að allt að fimmtán þúsund manns komi til Akureyrar vegna mótsins. Um það bil 1.400 drengir á aldrinum 11- 12 ára í 130 liðum taka þátt í mótinu sem lýkur á laugardaginn. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG RIGNING EÐA SKÚRIR Þannig verður það víða í dag, sýnu mest á austur- og suðaust- urlandi. Hægt kólnandi veður. Sjá síðu 6. 30. júní 2004 – 176. tölublað – 4. árgangur GEIR VINSÆLASTUR Sjötíu prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja sjá Geir Haar- de sem formann Sjálfstæðisflokksins ef Davíð Oddsson lætur af störfum. Sjá síðu 4 ÓPRÚTTNIR SKULDARAR Fjöldi manns leikur þann leik að gegna ekki boð- un sýslumannsembættisins í Reykjavík, þannig að ekki er hægt að ná til þeirra til að gera fjárnám hjá þeim. Sjá síðu 2. MEINATÆKNAR REKNIR Sex af sjö meinatæknum sem vinna við blóðrann- sóknir á heilsugæslustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu hefur verið sagt upp störfum. Sjá síðu 2 VILJA ENGAR TAKMARKANIR Þjóðarhreyfingin telur ólýðræðislegt að setja takmarkanir um þjóðaratkvæða- greiðslu. Atkvæðagreiðslan er prófsteinn á vilja þjóðarinnar um hvort viðhalda eigi málskotsrétti. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 34 Tónlist 32 Leikhús 32 Myndlist 32 Íþróttir 22 Sjónvarp 36 Eggert Kaaber: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Gerði kjarakaup í hjóli ● fjármál Þórey Edda Elísdóttir: ▲ SÍÐA 20 Æfir fyrir ólympíu- leikana alla daga ● 27 ára í dag TÓNLISTARHÁTIÐ Forsvarsmenn MTV-sjónvarpsstöðvarinnar tóku vel í hugmyndir kynningarhóps um að halda tónlistarverðlaun stöðvarinnar hér á landi eftir tvö ár, á fundi sem fram fór í gær. Að sögn Ingvars Sverrissonar sem stendur meðal annarra að út- boðinu ætlar MTV að senda lið hingað til lands eftir mánuð til að kanna aðstæður. „Þeir voru mjög jákvæðir og vilja halda hátíðina hér ef við uppfyllum sett skil- yrði. Þetta yrði langstærsti við- burður sem haldinn hefur verið hér á landi,“ segir Ingvar. Hann segir að mikið hafi verið lagt í að sannfæra yfirmenn MTV um að þetta væri hægt, til dæmis hefði um átta til tíu milljónum króna verið varið í undirbúning kynn- ingarfundsins. Ingvar segir að auglýsingagildið sé metið á ann- an milljarð. Þá á eftir að taka með í reikninginn aðra innkomu, til dæmis af skatttekjum og neyslu, „sem verður gríðarleg“. Tveir staðir koma til greina að hýsa hátíðina, Laugardalshöll og Egilshöll, og yrðu þær báðar not- aðar. Þá þarf einnig að leysa önnur mál, til dæmis megi gera ráð fyrir að um fjögur til fimm þúsund hót- elpláss þyrfti til að hýsa allan þann mannskap sem hingað kæmi, en hótelpláss eru um tvöþúsund í Reykjavík núna. Ingvar segir einnig að auka þyrfti framboð á fimm stjörnu hótelum. „Við þyrft- um sennilega að leigja eitt eða tvö skemmtiferðaskip og koma þeim fyrir í Reykjavíkurhöfn til að leysa það,“ segir Ingvar. MTV-tónlistarhátíðin er haldin í Róm í ár. ■ UTANRÍKISMÁL „Það kom ekkert fram um íslensk varnarmál á fundinum, þau voru rædd á göng- um og í tveggja manna tali,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra um fund aðildarríkja Atl- antshafsbandalagsins í Tyrklandi sem lauk í gær. Staðan í varnarmálum milli Bandaríkjanna og Íslands er því óbreytt. Bæði Halldór og Davíð Oddsson forsætisráðherra hafa rætt við Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO, um þessi mál en ekkert frekar hafi komið úr þeim viðræðum. Þeir hafi fylgt eftir þeim samtölum sem þeir áttu við hann þegar hann kom til Íslands fyrir skömmu. Þá sagði framkvæmdastjórinn að hann væri reiðubúinn að aðstoða við samningaviðræður en NATO gæti ekki fyllt skarð bandaríska hersins, þetta væri mál sem Bandaríkin og Ísland yrðu að leysa sín á milli. Davíð Oddsson átti fund með George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, en Halldór vildi ekki tjá sig um hvað þeim hafi farið á milli. „Davíð verður að greina frá því.“ Halldór segir stöðu öryggis- mála gjörbreytta frá því að Atl- antshafsbandalagið var stofnað. „Friðargæsluhlutverk NATO hef- ur stóraukist og sem dæmi eru Ís- lendingar farnir að taka mikinn og virkan þátt í því starfi, til dæmis með flugumferðarstjórn í Kosovo og umsjón með flugvellinum í Kabúl. Þetta hefði verið óhugs- andi fyrir nokkrum árum.“ Íslenskir friðargæsluliðar sem starfa innan vébanda NATO fá stöðu hermanna og hljóta þjálfun sem slíkir. Halldór segir þó að það sé „út í hött“ að ætla að þetta sé skref í átt til hervæðingar Íslands. „Það að vinna að friði og stuðla að uppbyggingu annarra þjóða er ekki að hervæðast. Það þarf að hafa í huga að það er alltaf ein- hver hætta á ferðum og menn verða að geta varið sig og læra þess vegna sjálfsvörn en það er af og frá að íslendingar séu að her- væðast.“ bergsteinn@frettabladid.is Enn óvissa í varnar- málum Íslendinga Halldór Ásgrímsson segir að staða varnarliðsins á Miðnesheiði hafi ekki breyst á fundi aðildarríkja NATO. Ísland tekur sífellt aukinn þátt í öryggisstarfi NATO en er ekki að hervæðast, segir ráðherra. TÁKNRÆNN ÓLYMPÍUELDUR Leiðtogi Palestínumanna, Yasser Arafat, kveikir í bálkesti með kyndli til þess að hafa táknrænan ólymp- íueld í höfuðstöðvum sínum í Ramallah á Vesturbakka Jórdanar. Arafat hefur óskað eftir vopnahléi við Ísraela meðan á ólympíuleikunum í Aþenu stendur, frá 13. til 29. ágúst. Mumbai: Hlébarðar hræða íbúa INDLAND, AP Yfirvöld í Mumbai á Indlandi hafa skorið upp herör gegn mannskæðum hlébörðum sem und- anfarnar vikur hafa ráðist á fólk í borginni. Það sem af er þessu ári hafa þeir orðið rúmlega 30 manns að bana og í júní drápu þeir tólf. Flestar árásirnar hafa verið í út- hverfum borgarinnar, sem er í námunda við Sanjay Gandhi-þjóð- garðinn. Í garðinum ganga um 30 hlébarðar lausir og fram til þessa hafa þeir verið taldir meinlausir. Þjóðgarðsverðir segja hins vegar að um 200 þúsund íbúar hafi sest ólög- lega að í og við garðinn. Hlébarð- arnir ráðist á fólkið á næturna á svæði þar sem þeir hafa um árabil veitt sér villisvín í matinn. ■ HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Ekkert frekar kom fram um íslensk varnarmál í viðræðum við framkvæmdastjóra NATO. MTV-sjónvarpsstöðin: Vill halda tónlistarhátíð á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.