Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 2
2 30. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Blóðrannsóknir frá Heilsugæslu til LSH: Sex meinatæknar hætta HEILBRIGÐISMÁL Sex af sjö meina- tæknum sem vinna við blóð- rannsóknir á heilsugæslustöðv- um á höfuðborgarsvæðinu hætta störfum frá og með morg- undeginum, þar sem þeim hefur verið sagt upp. Ástæðan er bréf frá Heilsugæslunni, þar sem þeim er sagt að störf þeirra í núverandi mynd verði lögð nið- ur um mánaðamótin og ítrekað það sem áður hafði verið kunn- gert, að Heilsugæslan hafi samið við Landspítala - háskóla- sjúkrahús um að annast allar blóðrannsóknir fyrir sig. Meinatæknarnir fengu upp- sagnarbréfin boðsend í fyrra- dag. Þar var þeim jafnframt boðið starf á LSH eða þá að þig- gja biðlaun í eitt ár. Sex þeirra munu ætla á biðlaun. Þeir hafa unnið á heilsugæslustöðvunum í Efra-Breiðholti, Árbæ, Mos- fellsbæ, tveimur heilsugæslu- stöðvum í Kópavogi og á Heilsu- gæslunni við Barónsstíg. Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir klínískrar lífefnafræðideildar á LSH, sagði að umræddum meinatæknum hefðu verið send bréf, þar sem þeim var tilkynnt að störf þeirra væru felld niður, en þeim jafnframt boðin störf við Landspítalann. „Það skapast ákveðnir, tíma- bundnir erfiðleikar ef þær kjósa að hætta, en það er unnið að lausn málsins,“ sagði hann. „Erfiðleikarnir felast í því að ekki verður fólk úti á heilsu- gæslustöðvunum til þess að taka blóðsýni eins og verið hef- ur í gegnum tíðina. Það verður hægt að beina sjúklingum ann- að, þannig að þetta mál ætti að leysast. Svo þarf að endurskipu- leggja blóðtökurnar upp á nýtt, því markmiðið er að bæta sýna- tökuþjónustuna hjá heilsugæsl- unni. ■ Þúsundir krafna á óprúttna skuldara Óprúttnir skuldarar leika þann leik að gegna ekki boðun sýslumanns, þannig að ekki er hægt að ná til þeirra til að gera fjárnám hjá þeim. Beiðnir hrannast upp og eru nú orðnar á ellefta þúsund talsins. INNHEIMTA Það er rétt, að hér safn- ast upp heilmikið af beiðnum af því að við náum ekki til þessara gerðarþola vegna þess að þeir mæta ekki eða þá að við finnum þá ekki,“ sagði Rúnar Guðjónsson sýslumaður í Reykjavík. Yfir tíu þúsund aðfararbeiðnir liggja nú hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík, þar sem skuldarar hafa ekki mætt til fyrirtöku, þeg- ar þeir hafa verið boðaðir eða ekki tekist að hafa upp á þeim og reglur leyfa ekki að málum þeirra sé lokið að þeim fjarstöddum. Þetta þýðir að ekki er hægt að gera fjárnám hjá viðkomandi, en kröfuhafar sitja eftir með ólokin mál. „Við höfum eðlilega haft af þessu vaxandi áhyggjur, því við höfum ekki önnur úrræði í dag en þau sem við beitum,“ sagði sýslu- maður. Hann kvað embættið hafa lagt fram tillögur til úrbóta fyrir dómsmálaráðuneytið. „ Við höfum bent á þrjár leiðir í þessum efnum. Í fyrsta lagi er að gera lagabreytingu þannig að það megi gera fleiri fjárnám að gerð- arþolum fjarstöddum heldur en gert er í dag. Með því væri hægt að ljúka fjárnámi þótt gerðarþoli mætti ekki hafi honum verið gerð grein fyrir því í boðunarbréfi að það yrði gert. Í öðru lagi að fá aukna aðstoð frá lögreglu. Hún hefur aðstoðað okkur við að færa gerðarþola hingað, en þó í litlum mæli miðað við þörf, þar sem lögreglan hefur ekki tök á að sinna nema ákveðn- um fjölda mála,“ sagði Rúnar. Hann sagði embættið í þriðja lagi hafa bent á það úrræði að fara oftar í fjárnám úti í bæ og hitta gerðarþola þar fyrir, það er að segja, að ljúka málum með svokölluðum „útifjárnámum“. „En vegna fjárskorts hefði ekki verið hægt að sinna því sem skyl- di fram til þessa. Þetta eru atriði sem við höfum óskað eftir að dómsmálaráðuneyt- ið aðstoði okkur við að bæta úr,“ sagði Rúnar, „og eftir fregnum sem ég hef þaðan er verið að skoða þetta mál þar. Við vonumst til að við fáum einhverjar úrbæt- ur. Þetta lendir fyrst og fremst á kröfuhöfunum, en vissulega finnst okkur jafnframt leitt að geta ekki sinnt beiðnum þeirra eins og vert væri og okkur ber skylda til lögum samkvæmt.“ jss@frettabladid.is UNNIÐ Á RANNSÓKNARSTOFU Meinatæknarnir fengu uppsagnarbréfin boðsend í fyrradag. Flugvél sem magalenti: Ekkert bendir til vélarbilunar FLUGSLYS Ekkert bendir enn til þess að vélarbilun hafi orðið til þess að Dornier-flugvél Íslands- flugs magalenti á flugvellinum á Siglufirði síðastliðinn þriðjudag að sögn Þormóðs Þormóðssonar rannsóknarstjóra. Tveir flug- menn voru í vélinni og sakaði ekki. Að sögn Þormóðs er rannsókn langt komin. Búið er að taka vitn- isburð af flugmönnum vélarinnar og verið er að lesa gögn úr flug- rita vélarinnar í Englandi. Of snemmt er þó að segja til um or- sök slyssins að sögn Þormóðs. ■ ÓK ÖLVAÐUR Á VEGRIÐ Maður grunaður um ölvun við akstur ók á vegrið á Snæfellsnesvegi skammt frá Grundarfirði í fyrri- nótt. Maðurinn slasaðist minni- háttar en bifreiðin sem hann ók er mikið skemmd. OLÍUBÍLL VALT Olíubíll lenti utan vegar og valt á hliðina á Tjörnesi rétt austan við Mánarbakka um miðjan daginn í gær. Engin slys urðu á fólki og engin olía lak úr tanki bílsins. Bíllinn er hins veg- ar nokkuð skemmdur. VELTA Á MALARVEGI Bílvelta varð á Þríhyrningsleið, sem ligg- ur inn í Kverkfjöll, í gærdag. Fjórir útlendingar á bílaleigubíl voru á ferð og sluppu þau öll án meiðsla. Bíllinn er talsvert skemmdur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Nei ég hef sem betur fer aldrei lent í neinu svona.“ Egill Már Markússon er knattspyrnudómari en svissneski dómarinn Urs Meier hefur orðið fyrir aðkasti og árásum fjölmiðla eftir að hann dæmdi leik Englands og Portúgals en fjölmiðlar kenna honum um tapið. SPURNING DAGSINS Egill, lendir þú stundum í svona veseni? Héraðsdómur Reykjavíkur: Ámælir ákæruvaldið DÓMSMÁL Maður var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa svikið fé út úr fjórum tryggingafélögum á árunum 1989 til 1991. Árið 1992 var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald en síðan lá málið hjá lögreglu til árs- ins 1999. Dómurinn ávítar ákæruvaldið fyrir drátt á málinu. Sagði allan málatilbúnað ákæruvaldsins rugl- ingslegan og mjög erfitt og oft úti- lokað að sjá tengsl einstakra skjala við einstaka ákæruliði. Hluti skjalanna hafi verið illlæsi- legur eða ólæsilegur enda sum skjölin allt að tólf ára gömul. „All- ur málatilbúnaður stappar nærri að vísa beri máli þessu frá dómi.“ Dómurinn sýknaði manninn af öllum ákæruliðum og vísaði skaðabótakröfum tryggingarfé- laganna frá dómi. ■ SÝSLUMANNSEMBÆTTIÐ Í REYKJAVÍK Þúsundir beiðna kröfuhafa á óprúttna skuldara hafa hrannast upp hjá embættinu, sem lagt hefur tillögur til úrbótar inn til dómsmálaráðuneytisins. BAGDAD, AP Lyad Allawi, forsætis- ráðherra bráðabirgðastjórnarinn- ar í Írak, hefur tilkynnt að Saddam Hussein verði afhentur íröskum yfirvöldum í dag, ásamt ellefu liðsmönnum úr stjórn hans og munu þau hafa hann í sinni um- sjá fram að réttarhöldum. Saddam verða birtar ákærur fyrir glæpi sína á fimmtudag þar á meðal fyrir þjóðarmorð, en réttar- höld hefjast ekki fyrr en eftir nokkra mánuði og hvatti Allawi þegna sína til að sýna þolinmæði. Hann sagði að um milljón manns væri saknað frá stjórnartíð Saddam Hussein og margir bíði með óþreyju eftir að hann verði dæmd- ur fyrir glæpi sína. Allawi lagði áherslu á að Hussein fengi sann- gjarna og réttmæta málsmeðferð. Saddam Hussein var handtek- inn í desember síðastliðnum og hefur verið í haldi á ótilgreindum stað nærri Bagdad eða í borginni. Þó að formlega séð verði hann í umsjá íraskra stjórnvalda verður hann vistaður í fangelsi sem er rekið af Bandaríkjamönnum því Írak skortir almennileg fangelsi, að því er yfirvöld halda fram. ■ Saddam Hussein: Í umsjá Íraka í dag SADDAM HUSSEIN Nokkrir mánuðir eru þar þar til réttað verður yfir honum. Framkvæmdastjórn ESB: Barroso nýr forseti BRUSSEL, AP Jose Durao Barroso, forsætisráðherra Portúgals, hefur verið skipaður forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins. Hann var til- nefndur af leið- togum Evrópu- s a m b a n d s r í k j - anna en forseti f r a m k v æ m d a - stjórnar er æðsta embætti Evrópu- sambandsins. Barroso var ekki kosinn af leið- togum aðildarríkjanna heldur náðist samkomulag milli þeirra um skipan hans. Barroso er ágæt- lega liðinn meðal annarra leiðtoga í sambandinu. Hann er stuðnings- maður innrásarinnar í Írak og þykir koma Evrópusambandinu úr ákveðinni pattstöðu vegna deil- na yfir Íraksstríðinu. ■ JOSE DURAO BARROSO Þykir sterkur leið- togi og er vel lið- inn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.