Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 30.06.2004, Blaðsíða 7
7MIÐVIKUDAGUR 30. júní 2004 Þjóðarpúls Gallups: Samfylkingin er stærst STJÓRNMÁL Samfylkingin fengi 33,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Sjálfstæð- isflokkurinn fengi 31,1%. Könn- unin var gerð á tímabilinu 26. maí - 24. júní. Úrtakið var 2.638 manns en 63% þeirra svöruðu. Sjálfstæðisflokkurinn var með 29% fylgi í síðustu könnun og bætir því lítillega við sig. Sömu sögu er að segja um Sam- fylkinguna sem var með 33% síðast en hækkar um hálft pró- sentustig, að því er fram kom hjá RÚV. Fylgi vinstri grænna minnk- ar lítillega á milli kannanna, fengi nú 17,5% sem er um einu og hálfu prósentustigi minna en síðast. Framsóknarflokkurinn vinnur eitt prósentustig og mælist nú með 15% fylgi. Lítil breyting er á fylgi Frjálslyndra sem er með tæp 5% fylgi sam- kvæmt könnun Gallups nú, en var með rúm 5% síðast. Rúmlega 42% segjast styðja ríkisstjórnina nú, sem er tvegg- ja prósentustiga aukning frá því síðast og andstæðingum hennar fækkar að sama skapi og nú eru um 58% kjósenda henni andvíg. Enn sem fyrr nýtur ríkisstjórn- in meira fylgis á meðal karla en kvenna. ■ SAMFYLKINGIN Samfylkingin er stærsti flokkur landsins samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Úkraína og NATO: Ekki hæf til aðildar KÆNUGARÐUR, AP Úkraína uppfyllir ekki skilyrði til að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu í nánustu framtíð að mati Leonid Kútsjma, forseta Úkraínu og Jaap De Hoop Scheffer, framkvæmdastjóra NATO. Kútsjma sagði að þjóðfélagsleg og efnahagsleg þróun ríkisins væri ekki nógu langt komin til að hefja aðildarviðræður og tók Scheffer undir það. Í apríl tilkynnti NATO að Úkraína þyrfti að gera róttæk- ar lýðræðislegar umbætur. Marg- ir telja að væntanlegar forseta- kosningar skeri úr um hvort landið eigi möguleika á aðild. ■ ÞYRLA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Tuttugu og fjórir létust í gær er þyrla frá Sameinuðu þjóðunum hrapaði í Sierra Le- one. Þyrla Sameinuðu þjóðanna: Á þriðja tug létust AFRÍKA Tuttugu og fjórir létust þegar þyrla frá Sameinuðu þjóð- unum hrapaði í afskekktu fjalla- héraði í Sierra Leone í gær. Hjálp- arstarfsmenn og friðargæsluliðar voru meðal þeirra sem voru um borð. Auk þeirra voru óbreyttir borgarar og starfsmenn Samein- uðu þjóðanna. Enginn lifði slysið af en ekki er vitað um þjóðerni þeirra sem létust annað en að þrír í áhöfninni voru rússneskir. Ekki er vitað um tildrög slyssins. Sameinuðu þjóðirnar eru með um tólf þúsund friðargæsluliða í Sierra Leone eftir borgarastyrj- öldina 1991-2002. ■ LEIÐTOGAR EVRÓPUSAMBANDSINS Solana, lengst til vinstri, er fyrsti utanríkis- ráðherra ESB eftir að nýja stjórnarskráin var samþykkt. Evrópusambandið: Fyrsti utan- ríkisráðherr- ann kjörinn BRUSSEL, AP Javier Solana var skip- aður utanríkisráðherra Evrópu- sambandsins í gær. Solana er fyrsti utanríkisráðherra sam- bandsins eftir að ný stjórnarskrá þess var samþykkt á dögunum, en hann hefur gegnt stöðu yfirmanns öryggis- og utanríkismála um hríð en var áður framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Ný stjórnarskrá verður undir- rituð formlega í nóvember en öll aðildarríkin verða svo að stað- festa hana. Þegar það hefur verið gert sest Solana formlega í stól ut- anríkisráðherra. Skipan hans nær til fimm ára. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.